Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 33

Réttur - 01.08.1931, Síða 33
Rjettur] KAUPMANNABRAGUR til að auka sitt maura magn, minka þeir lýða heill og gagn. Mauragirnd ljót er margfölduð, Mammon þeir tigna eins og guð, strax, er ný gnoð við strönd er lent, stígur varan hundrað prósent, — konst þeirra, sú er kunnug lýð, — þó keypt sje hún löngu fyrir stríð. Umhverfis Frón vort, eins og síld, — í öðrum löndum er græðgin mýld, — hópast þeir inn í borg og bý, bragna snuða og tolla á ný; á prangi er hömlun engin efnd, ekkert fær dugað verðlagsnefnd. Sem kapítalista kol og salt kemst nú prangið um landið alt, smákaupmenn ekkert smækka verð, smyrja á og auka prangsins ferð, hvað heildsalarnir hafast að hinir meina sjer leyfist það. Reykjavík snuðar rekka mest, refabrögð hafa þar kaupmenn flest, alþýðan fláð með hári og húð helvítis snuð í hverri búð, verzlunarfólkið seim með sinn syngur lofdýrð um gullkálfinn. Sem diplómatanna djöfuls pakk drífa þeir alls kyns laumu makk,. kauphallarbrask er kölska í vil, kemst þar hæst Mammons glæfraspil, matvöru skapar þurð hjá þjóð, þrýstir lýð fram á heljarslóð.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.