Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 35

Réttur - 01.08.1931, Síða 35
Rjettur] STJETTABAÍtÁTTAN I SVEITUM 147 valdið ekki haldið völdum sínum. Aldrei hefur þó verið gert eins mikið að þessu eins og við síðustu kosningar, þegar heita mátti að baráttan stæði milli »bændavalds« og »kaupstaðavalds«, — svo fullkomlega hafði auðvald- inu tekist að láta alla flokka nema Kommúnistaflokk- inn leika þennan hörmulega klofningsleik því til þægðar. íhaldsmenn sem sósíaldemókratar töluðu þá af fjálg- leik miklum um rjett »bæjanna« — og Framsókn hins- vegar álíka uppþembd af fornum rjetti og valdi »sveit- anna«, en Kommúnistaflokkurinn einn hjelt því fram, að aðeins með samvinnu verkalýðs og fátækra bænda tækist andstæðingum auðvaldsins að sigra. Það sýndi sig líka að í þeirri sýslu, sem talin er róttækust bænda- kjördæma og bændur taldir brjóta mest heilann um þjóðfjelagsmál, þar fjekk Kommúnistaflokkurinn eins mörg atkvæði eins og kratar fengu í 3 sveitakjördæm- um til samans. En eins og rjettur »bæjanna« er ekkert nema orða- hjóm, sem gufar upp fyrir rjettarbaráttu hinna undir- okuðu í bæjunum gegn kúgurum bæjanna, eins er líka hugmyndin um »bændavald« hin heimskasta blekking, og skoðun sú, að sveitabúar sjeu ein heild, er fylkja skuli sjer saman undir mislitum fána Framsóknar, byggist á algerðum misskilningi. Skal nú athugað nánar, hvernig háttar til í þessu efni á íslandi, þótt hagskýrslur um þessi atriði sjeu því miður af skornum skamti. Stjettaskiftingin til sveita. óhætt má fullyrða að til sveita sje minst 6 afbrigði, sem ná alt frá hreinum launaverkalýð yfir í algerða stóratvinnurekendur, svo til sveita megi vel tala bæði um launaverkalýð, millistjett og stórlaxa. 1) Fyrst er þá hinn launaði verkalýður sveitanna, 10*

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.