Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 38

Réttur - 01.08.1931, Síða 38
150 STJETTABARÁTTAN 1 SVEITUM [Rjettur menn, en vinna þó sífelt sjálfir, eru fjölmennir mjög innan bændastjettarinnar, en fer fækkandi og verða fleiri þeirra að einyrkjum en fæstir að stórbændum. Eru bændur þessir að nokkru verkamenn, en hafa þó hinsvegar andstæða hagsmuni við verkalýðinn. En hagsmunaandstaða þeirra við banka- og verslunarauð- vald er hinsvegar svo mikil að þeir ættu minsta kosti að verða hlutlausir í lokabaráttunni milli auðvalds og verkalýðs. 5) Stórbændur, sem sífelt nota leigðan vinnukraft og vinna lítið sjálfir, eru hvað hagsmuni snertir and- stæðir verkalýðnum. 6) Stórjarðeigendur, sem aðeins eiga jarðir, en leigja þær og lifa þannig einungis af vinnu annara, eru auð- vitað algerir andstæðingar verkalýðs, leiguliða og fá- tækra bænda yfir höfuð. Af þessum afbrigðum eru 1—3 í rauninni undir- stjett sveitanna, 4. millistjett og 5.—6. yfirstjett — og er því síst við að búast að þessar stjettir eigi sam- leið í baráttu eða heima í sama stjórnmálaflokki. Frelsisbarátta bænda. Með frelsisbaráttu bænda er því eingöngu átt við baráttu hinna fjögra fyrsttöldu. Barátta fátækra bænda fyrir frelsi og völdum, fyrir auknum rjettind- um og tryggum og bættum kjörum hefur oft verið háð í sögunni bæði gegn aðli, kongum og auðvaldi. En sí- felt hefur reynslan orðið sú, að ein saman hefur bænda- stjettin aldrei getað sigi’að. Hinar voldugu uppreistir miðaldabænda, t. d. bændastríðið í Þýskalandi 1525 og svo hinsvegar nútíðartilraunir eins og bændastjórn Stambulinski í Búlgaríu, eru órækust sönnun þess. Að- eins í sambandi við þá undirstjett borganna, sem á þeim tíma var framsækin og byltingarsinnuð, hafa bændur getað sigrað, svo sem í Frakklandi 1789 með byltingar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.