Réttur


Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 41
Rjettur] TOLLARNIR OG BÆNDUR 153 lögregluvaldi, helst dálitlum her og rambygðum hegn- ingarhúsum. Til þess að varðveita hreinleika sálarinn- ar hjá bændasonum þeim, sem sækja skólana í kaup- stöðunum, eða verða að dvelja á sjúkrahúsum, verður að reka þaðan alla kommúnista, sem eru sori lágskríls- ins í kaupstöðunum. — Reykjavíkurvald er eigi aðeins í Reykjavík, það er allsherjarsamsæri, sem nær yfir alla helstu kaupstaði landsins. Svona hljóðar Grýlukvæði Framsóknarflokksins. En er þá nokkurt Reykjavíkurvald til? Já, Reykjavíkurvald er til. í Reykjavík er saman kominn röskur fjórðungur landsbúa. í Reykjavík er röskur helmingur af öllu auðmagni þjóðarinnar niður komið. Og hverjir ráða yfir þessu gífurlega auðmagni? Hverjir ráða yfir bönkunum, fiskveiðaflotanum, hús- unum, verksmiðjunum og öðrum framleiðslutækjum? ÞaÖ er fámenn auðmannastjett, sem ræöur yfir öllu þessu i fjelagi við breska fjármálamoðvaldið og verlc- færi þess, Framsé>knarstjórnina. Þetta er Reykjavík- urvaldið. Og angar Reykjavíkurvaldsins eru í öllum kaupstöðum landsins. Og nú teygir það óðum anga sína út um sveitirnar, leggur undir sig landið og flæmir hina vinnandi bændur frá jörðunum. Og hvert flýja þeir? Á mölina í kaupstaðnum, sökkva niður í »lágskrílinn« og fá nú að reyna sældarlíf hans. Og í hverju er þetta sældarlíf fólgið? Eins og allur þorri Reykjavíkurbúa eiga þeir varla krónu virði af öllum þeim miljónaauði, sem þar er niður kominn. Þeir verða að lifa af handafla sínum, og fyrir vinnu sína fá þeir hvorki meira nje minna en rjett nægilegt til að halda lífinu í fjölskyldunni þann og þann daginn. f kjallaraholum verða þeir að búa og á trosi verða þeir að lifa. Og þegar atvinnuleysið steðjar að, verða þeir líka að neita sjer um trosið og úthýsing úr kjallara- holunum vofir yfir höfðum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.