Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 42

Réttur - 01.08.1931, Side 42
154 TOLLARNIR OG BÆNDUR [Rjettur Þegar Framsóknarstjórnin tók við völdum 1927, strengdi hún þess heit að snúa straumnum úr sveitun- um til bæjanna við. Nú skyldu árnar renna upp í móti. Fólksstraumurinn átti ekki lengur að falla til sjávar heldur upp í móti, til fjalls. Gullstraumnum úr kaup- stöðunum skyldi veitt yfir sveitirnar eins og Hvítá yfir Flóann. Árum saman hafði Framsókn skammast út af hinum drepþungu byrðum tolla og óbeinna skatta, er hvíldi á bændum. Það var íhaldsmaran yfir landinu. Henni skyldi nú afljett. Hinn mikli dagur var runninn upp. Og hvað bar svo þessi mikli dagur í skauti sínu? 1924 hækkaði íhaldið almenna tolla, vörutoll, vitagjald og afgreiðslugjald skipa um 25%. Þetta var svokallað- ur »gengisviðauki« og átti að tákna það, að þetta væri neyðarráðstöfun vegna hins lága peningagengis. Þá var líka 20% verðtollurinn tekinn í lög. Þetta hvort- tveggja var kallað dýrtíðarráðstöfun og átti aðeins að gilda til bráðabirgða. Samt sem áður voru þessar »dýr- tíðarráðstafanir« jafnan framlengdar með nokkrum breytingum ár frá ári. Móti þessum »blóðsköttum« á bændur barðist »Tíminn«, málgagn »Framsóknar« djarflegast. Og fátækir bændur fylktu sjer um þessa framherja sína við kosningarnar 1927. Svo rann hinn mikli morgunn »Framsóknar« upp. Jón- as og Tryggvi voru við völd. Þingið kom saman og »al- þýðuvinirnir«, Framsóknarmenn og sósíaldemókratar, voru í sameiginlegum meirihluta. Hvað var svo fyrsta verk þeirra í tolla- og skattamálunum? Verðtollinn o(/ gengisviðaukann framlengdu þeir og verðtollinn hæklc- uðu þeir um 50%. Þessi tollakækkim nam ca. 5% milj. lcróna árin 1929 og 1930 (bæði árin). 1930 voru allir tollar og skattar, sem á alþýðu hvíldu, ca. 90% af öllum tekjum ríkissjóðs. Þessar byrðar, sem hvildu á öllum aimenningi, beinlínis og óbeinlínis, urðu nálægt 30

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.