Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 45

Réttur - 01.08.1931, Side 45
Rjettur] TOLLARNIR OG BÆNDUR 157 bændur verða að greiða mikið af gjaldi því, sem áburð- arhringirnir fá fyrir áburð þann, sem borinn er á lönd Thors Jensen og annara stórbænda. Og allt þetta gerist samkvæmt vísdómslegri niður- röðun Framsóknarstjórnarinnar, stjórnarinnar, sem ætlaði að veita gullstraumnum úr kaupstöðunum til kotbændanna í sveitunum og veita fólksstraumnum úr kaupstöðunum upp í sveitirnar. En fyrir vorum mannlegu augum gerist allt annað. Peningamir og verðmætin, sem hinir vinnandi bændur hafa framleitt, velta til stórbændanna og fjárplógs- mannanna í kaupstöðunum. Og fólksstraumurinn úr sveitunum heldur áfram. Stöðugt fjölgar auglýsingun- um í »Tímanum« um jarðir, sem eru til sölu. Því þegar bændwalþýðan fer að lmgsa, kemst hún að raun um að Framsóknarstjórnin er einmitt fulltrwi hins raunvemdega »Reykjavikurvalds« og anga þess i sveitunum. Hún er framkvæmdanefnd fjármálaauð- valdsins og stórbænda í baráthmni gegn hinni vinn- andi alþýðu til sjávcur og sveita. Ok auðvaldsins er orsök neyðarinnar, sem nú held- ur innreið sína á heimili kotbændanna á íslandi. Og til er aðeins eitt ráð til að útrýma neyðinni: Að hin vinnandi alþýða til sjávar og sveita hrindi af sjer oki auðvaldsins með sameiginlegu átaki. Sameiginleg bar- átta verkalýðs og vinnandi bænda er fyrsta skilyrði þess, að það haldi áfram að vera lífvænlegt fyrir smá~ bændastjettina á þessu landi. Til er aðeins einn flokkur á íslandi, aðeins einn flokkur í veröldinni, sem hefir letrað þessa lausn á fána sinn og lagt allt í sölurnar fyrir framkvæmd hennar. Það er Kommúnistaflokkurinn. Undir forustu Kommúnistaflokksins verður öll vinnandi alþýða að rísa til baráttu gegn hungurvofunni, sem alstaðar fet-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.