Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 49

Réttur - 01.08.1931, Side 49
Rjettur] PRINSINN FERDINAND 16i Konungssonurinn, sem hér um ræðir, lét sér á sama standa um öll stjórnmálastörf, en svallaði því meira. Það mætti koma með þá viðbáru, að til sé ýmiskonar andleg starfsemi önnur, fyllilega samboðin slíkum met- orðum, meira að segja gagnsamleg vinna. En sá mætti nú vera meira flónið, sem ánægju hefði af slíku og því- líku. Að minnsta kosti hafði prinsinn þessi ekki mætur á öðru en sukkinu og svallinu. Það er til margskonar sukk og svall. Prinsinn hafði yndi af þeirri tegundinni, sem er allra ódrengilegust. Hann kunni að glepja stúlkur og ungar konur með tælandi framkomu sinni og glæsilegu yfirbragði. Síðan lét hann þær eiga sig, er honum hafði tekizt að táldraga þær. En fyrst í stað sór hann eilífa ást hverri þessara vesalings stúlkna, sem ekkert áttu annað en hinn unga líkama sinn og hin ónotuðu vit. Hann elti konur eins og aðrir menn villi'- dúfur, naut þeirra rétt sem snöggvast, einnar eftir aðra, og veitti sér þannig fullnægingu sælkerans. Það voru ekki einungis hirðmeyjar og konur af háum stig- um, sem hann gerði að fórnardýrum sínum. Hann hafði líka mætur á hinum fríðu dætrum alþýðunnar. Honum þóknaðist allra náðarsamlegast að reika um verkamannahverfi höfuðborgarinnar, þannig að hann þekktist ekki. Slíkt hið sama gerði Harun al Raschid, eftir því, sem segir í Þúsund og einni nótt; hann tíðk- aði það að ganga dulbúinn um stræti Bagdadborgar, til þess að kynna sér álit fólksins á drottni sínum. En prinsinn gaf sig ekki að öðrum en konum, og fróðleiks- fýsn hans var algerlega af persónulegum rótum runnin. Þannig sleit hann upp fjölda blóma, sem hann lét síðan blikna. Þetta gerðu stórhöfðingjar fyrri tíma fyrir augum alþjóðar. Nú á dögum fer það fram með leynd. Lýðræðið hefur nú líka tekið framförum síðan. f útborg einni bjó kona, ung og fögur, og á hana féll hið konunglega augnatillit hans. Og nýir yndisdagar 11

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.