Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 53

Réttur - 01.08.1931, Síða 53
Rjettur] BYLTINGIN I LANDBÚNAÐI RÚSSA 165 samvinnufjelög á háu stigi. Myndun þeirra fór mjög hröðum skrefum. 1. janúar 1928 höfðu verið stofnuð 18000 samyrkjubú, 1. október sama ár voru þau orðin 38000 og 1. júní 1929 61200. Nú 1. júlí 1931 voru 54% af öllum einstaklingsbú- um í Rússlandi orðin þátttakendur í samyrkjubúum. 1928—29 nam sáðland allra samyrkjubúanna 4% miljón hektara á móts við eina miljón og þrjú hundr- uð þúsund árinu áður. Kornuppskeran var um 3 miljón tonn*1928—29 á móts við 0,9 milj. tonn árinu áður. í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir, að sáðland samyrkjubúanna nemi 22 milj. hektara að áætluninni lokinni eða 1932—33. Þessu takmarki er þegar náð. Það er því fengin fullkomin sönnun þess, að stefna sú, sem Kommúnistaflokkurinn tók í landbúnaðarmálum, var hin eina rjetta. Eftirtektarvert er, að í samyrkjubúunum taka fyrst og fremst þátt fátækustu bændurnir. Árið 1928 voru um helmingur bændanna (49%) í samyrkjubúunum smábændur, sem annaðhvort áttu engin framleiðslu- tæki eða að verðmæti þeirra fór ekki fram úr 200 rúbl- um (450 krónur) hjá hverjum. Yfirburðir samyrkjubúanna fram yfir einstaklings- búin hafa nú þegar komið greinilega í ljós. Rúgupp- skeran var til dæmis í fyrra á hektar: Á einstaklingsbúum 400 kg. Á samyrkjubúum 590 — Þessi aukna nýting jarðarinnar á auðvitað rót sina að rekja til meiri notkunar landbúnaðarvjela og annara nýtísku aðferða við landbúnaðarvinnu. í samyrkjubú- um Moskvahjeraðsins koma áhverja 100 landbúnaðar- verkamenn 5 sáðvjelar og 4 skurðarvjelar, en aðeins 0,2 og 0,4 í einstaklingsbúunum. Bein afleiðing af auk- inni notkun landbúnaðarvjela er meiri ræktun. Sáð- land samyrkjubúanna er því miklu meira á hvern ein-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.