Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 65

Réttur - 01.08.1931, Side 65
Rjetturj LANDBÚNAÐARKREPPAN í DANMÖRKU 177 Landbúnaðarkreppan í Danmörku. Danmörk hafði lengi vel sjerstöðu í auðvaldsheim- inum. Sérstaða þessi var fyrst og fremst að þaltka legu landsins og náttúruauðæfum. Frá Danmörku til Eng- lands er stutt sjóleið, mun styttri leið en frá flestum öðrum þeim landbúnaðarlöndum, sem selja afurðir sín- ar á enska markaðinum. Flutningar á sjó eru marg- falt ódýrari en landflutningar með járnbrautum. Enski markaðurinn er stærsti landbúnaðarmarkaður í heimi. Á Englandi eru litlir sem engir tollar, því England hefir ekki séð sér hag í því, vegna heimsverslunar sinnar. Danmörk liggur í siglingarleiðinni milli Þýska- lands annarsvegar og Noregs og Svíþjóðar hinsvegar og í siglingarleiðinni til Eystrasaltslandanna. Dan- mörk varð því snemma mikið verslunarland. Kaup- mannahöfn náði undir sig miklum hluta landbúnaðar- útflutnings Eystrarsaltslandanna og iðnaðarvöruinn- flutningsins til þeirra frá Vesturlöndum. Einnig náði Danmörk undir sig miklu af útflutningi og innflutn- ingi Noregs og Svíþjóðar, og mestallri utanríkisversl- un íslands, eins og við vitum. En Danmörk er líka flestum öðrum löndum fremur fallin til ræktunar á korni og alidýrum. Er Ástralía, Suður-Afríka og Ameríka fóru að flytja ógrynni af ódýru korni til Norðurálfu, kom brátt að því, að kornræktarlöndin þar gátu ekki staðist samkeppni þeirra. Þau lönd, svo sem Þýskaland, sem höfðu mikinn inn- anlandsmarkað vegna iðnaðarins, tóku þá flest það ráð, að leggja háa tolla á allan korninnflutning, þannig að kornverðið hækkaði innanlands sem þeim nam. Með því var byrðum kreppunnar skelt yfir á herðar verka- lýðsins og millistéttarinnar, til þess, að hægt yrði að 12

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.