Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 66

Réttur - 01.08.1931, Síða 66
178 LANDBÚNAÐARKREPPAN 1 DANMÖRKU [Rjettuí selja afganginn af kornframleiðslunni á heimsmarkað- inum fyrir lítið meir en framleiðslukostnaði, og jafn- vel ódýrar en meðal-framleiðslukostnaður. En þetta kostaði það, að landbúnaðurinn stóð síðan því sem næst í stað, í löndum þessum. Danmörk gat heldur eklci famö þessa leið. Innan- landsmarkaðurinn var tiltölulega lítill, og iðnaður og verzlun byggðust að mestu á landbúnaðinum, beint eða óbeint. Danmörk notaði sér því aðstöðu sína á enska markaðinum til þess, að breyta landbúnaði sínum, hætta kornframleiðslunni fyrir heimsmarkaðinn, og tók að framleiða smjör, egg og flesk. Á skömmum tíma tókst landbúnaðinum danska að rétta við aftur. Vegna hraðra framfara heimskapítalismans á þeim árum, jókst kaupgetan og verkaskiftingin og þar með líka heimsmarkaðurinn fyrir afurðir Dana. Þeir náðu líka fótfestu í Þýskalandi, Frakklandi, Noregi og Svíþjóð og víðar auk Englands. Kornframleiðsla Dana nægði brátt ekki fyrir heimamarkaðinn, og urðu þeir því að flytja inn korn, bæði til skepnufóðurs og til manneldis. í heimsófriðnum notfærðu Danir sér hlutleysi sitt til að okra á hernaðarlöndunum, bæði á miðríkjunum og bandamönnum. Landbúnaður Dana blómgaðist því enn um stúnd. Heimsófriðurinn markaði tímamót í þróun kapital- ismans. Framleiðslufyrirkomulag kapitalismans, mark- aðsframleiðslan fyrir hag einstakra kapitalista, hafði orðið til þess, að auka l'ramleiðslutækin svo ógurlega, að með þeim var hægt að framleiða miklu meira en það, sem þurfti til að fullnægja þörfum allra manna. En hinsvegar hafði það aukið svo fátækt hins vinn- andi lýðs, að þess voru engin dæmi áður. Baráttan um markaðina og auðlindirnar harðnaði því meir og meir. Heimsófriðurinn var örþrifatilraun stói’veldanna til að sölsa markaði og auðlindir annara stórvelda undir sig og losna við samkeppni þeirra. Árangurinn varð auð-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.