Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 67

Réttur - 01.08.1931, Page 67
Rjettur] LANDBUNAÐARKREPPAN I DANMÖRKU 179 vitað ekki annar en sá, að auka mótsetningar og erfið- leika kapitalismans enn meir. Eymd og sultur alþýð- unnar varð svo óþolandi, að hún reyndi í miklum hluta heimsins að kasta af sér oki kapitalismans og að byggja upp sitt eigið þjóðskipulag, sósialismann. Þó tókst kapítalismanum í þetta sinn að bæla niður allar uppreisnirnar, nema í Rússlandi. í öllum auðvaldsheiminum tóku nú kapítalistar að gjörnýta framleiðsluna meir en nokkru sinni áður, til þess að geta framleitt með auknum hagnaði, þrátt fyrir sílækkandi vöruverð eftir ófriðinn. Aðferðin var í því fólgin að lækka launin, lengja vinnutímann, auka vinnuhraðann og fækka verkafólkinu, og setja í þess stað nýjar, fullkomnar, sjálfvirkar vélar o. s. frv. Samtímis voru tollar og skattar á alþýðunni hækkaðir, laun starfsmanna og embættismanna lækkuð o. s. frv. Á þennan hátt tókst kapítalistum að yfirstíga krepp- una, þ. e. að halda tekjum sínum og jafnvel að auka þær. f byrjun blómgaðist atvinnulífið töluvert, en þetta var aðeins að þakka miklum nýbyggingum verksmiðja og endurreisnarstarfinu eftir stríðið. En samtímis hafði gjörnýtingin lækkað stórum kaupgetu allrar al- þýðu. Árangurinn varð því sá, að mótsetningin milli framleiðsluaflanna og neyslunnar varð meiri en nokkru sinni fyr. Afleiðingin hlaut því að verða ægilegri heimskreppa en dæmi hafði verið til áður. Kreppa þessi hófst haustið 1929 í Bandaríkjunum og breiddist þaðan út um allan heim smám saman. Kreppa þessi er altaf að magnast. Sovjet-Rússland eitt finnur ekki til hennar. Kreppa þessi kom mjög seint til Danmerkur, gerði þar fyrst vart við sig í fyrrahaust. Til þess voru ýms- ar ástæður. Fyrst og fremst lega landsins og auðæfi. Því næst það, að gjörnýting iðnaðarframleiðslunnar í Danmörku var orðin mjög fullkomin, svo að iðnaður- inn var sérstaklega vel samkeppnisfær. Landbúnaður- 12*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.