Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 68

Réttur - 01.08.1931, Síða 68
Í80 LANDBÚNAÐARKREPPAN í DANMÖRKU [Rjettur inn græddi í fyrstu á lækkun fóðurkornsins, því land- búnaðarkreppan náði fyrst til kornframleiðslunnar, þar sem samkeppnin og offramleiðslan var mest á því sviði landbúnaðarins. Afurðir danska landbúnaðarins eru líka mestmegnis keyptar af yfirstéttinni, en krepp- an snertir lítið kaupgetu hennar. Auðvitað lét kreppan þó ekki staðar numið við korn- framleiðsluna. í öllum löndum tóku bændur að auka framleiðslu sína á smjöri, eggjum og fleski o. s. frv., þar sem gróðinn var mestur á því sviði. Samkeppnin varð æ harðari og vöruverðið fór sílækkandi. Hér fer á eftir samanburður á heildsöluverðinu á ýmsum tímum (kílóverðið í aurum): Smjör Egg Flesk í maí 1928 297 120 190 í maí 1929 279 115 174 í maí 1930 215 100 138 8. maí 1931 190 70 102 31. júlí 1931 182 86 82 Á þessari töflu sést, að verðið hefir stöðugt farið lækkandi, sérstaklega á síðastliðnu ári (að undantek- inni smáhækkun á eggjum í sumar, sem þó er ekki tal- in geta orðið langvinn). Engin von er um að verðlækk- un þessi stöðvist. Heimskreppan magnast stöðugt, kaupgeta alþýðunnar fer hraðminkandi. Jafnvel yfir- stéttin er nú farin að finna til hennar, eins og hin tíðu gjaldþrot og bankahrun benda til. Innanlandsmarkaðurinn er líka altaf að minka. Reyndar sýna opinberar skýrslur nú aðeins 35000 at- vinnuleysingja í Danmörku. En skýrslur þessar sýna aðeins þá atvinnuleysingja, sem eru meðlimir verk- lýðsfélaganna og greiða til þeirra um 10 krónur á mán- uði. Þeir, sem ekki greiða gjöldin eru miskunnarlaust reknir. Verklýðsfélögin eru flest líka löngu orðin lokuð. Mikill hluti sgskulýðsins er því atvinnulaus án þess að

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.