Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 76

Réttur - 01.08.1931, Síða 76
188 BARÁTTA BÆNDA ERLENDIS [Rjettur fslenskir verkamenn og bændur þurfa að fylgjast vel með bændahreyfingunni dönsku og alheimsbaráttu bænda. Þess mun ekki lengi að bíða, að kjör íslenskra smábænda verði svo óþolandi, að þeir láti ginnast til fasistiskra örþrifaráða, ef þeir notfæra sér ekki reynslu stéttarbræðra sinna erlendis. Kommúnistar verða að hefja öfluga baráttu fyrir sameiningu verka- manna og bænda gegn eina óvini þeirra, kapítalisman- um. Þeir verða að sýna bændum, jafnt sem verka- mönnum fram á að baráttunni fyrir stundarhagsmun- um þeirra sé ósigur vís, ef hún stefnir ekki að afnámi auðvaldsskipulagsins og uppbyggingu sósíalismans undir stjórn verkamanna og bænda. Erling Ellingsen. Barátta bænda erlendis. Smásaman eru fátækir bændur út um heim nú tekn- ir að heyja baráttu sína á einn eða annan hátt á móti auðvaldinu, einkum þó undir áhrifum kreppunnar. Sumstaðar heyja þeir baráttu þessa með bændabylt- ingum í bandalagi við verkalýð borganna, svo sem í Kína, annarsstaðar eru þeir að byrja að vakna til með- vitundar um að eingöngu með sambandi við verkalýð- inn takist þeim að sigra. Þeir bændur í Evrópu, sem heyja vilja baráttu gegn auðvaldinu, stríðshættunni og fyrir frelsi bændastjettarinnar og völdum hinna vinn- andi búenda yfir jörðinni, hjeldu með sjer þing í Ber- lin í mars 1930. Kusu þeir þar »Bændanefnd Evrópu«, sem hefur fast aðsetur í Berlin (Prager Str. 29) og hefur sú nefnd lagt fram geysimikið starf í að efla hreyfingu bænda og skipuleggja hana. Kjörorð þessar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.