Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 77

Réttur - 01.08.1931, Síða 77
Rjettur] BARÁTTA BÆNRA ERLENDIS 189 ar bændahreyfingar eru: »Jörðina til bændanna, verk- smiðjurnar til verkamannanna! Bændur og verkamenn í veröldinni, sameinistk Sífelt vex andstaða bænda gegn auðvaldsskipulag- inu, en sökum þess að of langt mál er að skýra hjer frá bændahreyfingunni í hverju landi, skulu hjer að- eins sögð nokkur dæmi og frásagnir um rót það, sem nú er komið á fátæka bændur víðast hvar í Evrópu. N(mðungariippboðin i Finnlandi. í júnímánuði átti eftir kröfu finska ríkisbankans að selja á nauðungaruppboði 2000 stórskuldugar og veð- settar bændajarðir. Á næstu dögum áttu 1000 að bæt- ast við. En á síðasta ári (1930) höfðu alls yfir 5000 bændabýli verið seld á nauðungaruppboði. Bændurnir hjeldu fjölda funda til að mótmæla þessu og ljetu ekki sitja við orðin tóm. Þegar bjóða átti upp jarðir í Pikis við Abo, hindruðu bændurnir nauðung- aruppboðið með valdi, ráku embættismennina burtu og ákváðu á fundi að hindra framvegis sjerhvert nauð- ungaruppboð og hætta að greiða vexti þá, sem fallnir voru í gjalddaga. Borgara- og kratablöðin eru hrædd við þetta og segja að þessi hreyfing sje að breiðast út um alt landið. Bændaneyð i Danmörku. Um miðjan júní fjell verðið á aðalvöru dönsku bændanna, fleski, um 12 aura, niður í 70 aura, en var 144 aura í sömu mund 1930. Smjörið, önnur aðalfram- leiðsluvara þeirra, fjell úr 283 aurum (1929) niður í 194 aura nú. Hrun vofir yfir danska landbúnaðinum. Tala nauðungaruppboða á bændabýlum hefur fimm- faldast. Aðeins í Norður-Sljesvík voru 300 jarðir seld- ar á nauðungaruppboði í vor og fólksfjölgun rýrnar geysilega.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.