Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 79

Réttur - 01.08.1931, Side 79
Rjetturj BARÁTTA BÆNDA ERLENDIS J!)l I Reinsdorf í Mið-Þýskalandi bar svo við 6. mars að bjóða átti upp á nauðungaruppboði 4 kýr smábónda eins. En þá komu þar fjölmargir atvinnulausir verka- menn og hindruðu uppboðið ásamt smábændunum. Uppboðshaldarinn fann sem sje hvorki kýrnar nje nokkra kaupendur — og snáfaði heim. í Flöha sigruðust atvinnurekendur með hjálp fas- istasvikara á vefnaðarverkamönnum í verkfalli og úti- lokuðu þá djörfustu síðan gersamlega frá allri vinnu í hefndarskyni. En smábændurnir í Flöha og hinum þorpunum söfnuðu þá handa þessum ofsóttu verka- mönnum 38 vættum af kartöflum og öðrum matvælum og nokkrir af bændunum gefa fjölskyldum verkamann- anna upp frá þessu daglega mjólk. f Breslau átti nýlega að dæma bónda fyrir að hafa hindrað með valdi að kýr hans yrðu teknar upp í skatta, er hann skuldaði. En 200 bændur mættu með honum fyrir rjettinum og þar var ekki hægt að koma þeim út fyr en eftir harða baráttu lögreglunnar, sem var mjög fjölmenn. Bændahetjur í frelsisbaráttu gegn fasismanum. í ítalíu er verstu kúgun beitt við alla frelsishreyf- ingu bænda, en þeir láta það ekki á sig fá. Hvorki fangelsi nje morð fasistanna megna að drepa kjarkinn í ítölsku bændaalþýðunni. í maí voru á einni viku 300 menn dæmdir í samlagt 1000 ára fangelsi. Af þessum voru helmingurinn land- búnaðarverkamenn og smábændur úr ríkustu hjeruð- um ítalíu. Sökin var »undirbúningur uppreisnar« eftir því sem dómsskjölin segja. í Feneyjahjeraði voru 3 kornungir-bændasynir, 12 —14 ára, teknir fastir, sakaðir um að hafa útbreitt leynilega flugblöð í sveitinni. í tvo mánuði hjelt fas- ista-lögreglan þeim í fangelsi og barði þá tíðum, til að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.