Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 11

Réttur - 01.02.1937, Page 11
2. Að viðurkenna verklýðsbyltinguna, sem einu leiðina til að verkalýðurinn geti tekið völdin og fram- kvæmt sósíalismann. 3. Að viðurkenna alræði öreigalýðsins, sem það fyrirkomulag, er verkalýðurinn verði að koma á eft- ir byltinguna, til að ráða niðurlögum burgeisastétt- arinnar og tryggja framkvæmd sósíalismans. í>að er slæm útreið, sem staðreyndirnar í Frakk- landi gefa Jónasi. Og eins og til þess að stríða Jón- asi Jónssyni, vini sínum, ,,privat“, — þá byrjar svo þessi ótætis franska vinstristjórn á því að setja „Magnús Sigurðsson“ Frakklands úr aðalbanka- stjórastöðu Frakklandsbanka, — einmitt verkinu, sem J. J. hefði átt að byrja á hér, ef hann hefði ætl- að sér að framkvæma virkilega vinstri pólitík. Reynsla Og þá skulum við athuga Spán. Til Spánar. þessa lands fór Jónas Jónsson snemma árs 1934, (að mig minnir), vafalaust til þess að athuga m. a. hvernig lýðræðinu á Spáni vegn- aði. Hann var svo sem ekki í neinum vafa um ástand- ið áður en hainn fór og sagði þá, ,,að allir, sem eitt- hvað þekkja til þar í landi, viti að slíkt sé fullkomin fjarstæða“, að valdataka verkalýðsins sé þar í nánd eins og eg hafði álitið, að myndi ekki fjarri lagi. Og þegar Jónas svo kom heim, var hann fyllilega sannfærður um, að „lýðræðisstjórnin" væri þar föst í sessi og gumaði mikið af því í viðtali við Nýja Dag- blaðið og kvað kommúnista varla gæta þar. Eg leyfði mér (1934) að efast um spádóm hans og benti á staðreyndirnar, sem mæltu á móti því. En Jónas gekk framhjá þessu „með þögninni". En ,,lýðræðisstjórn“ sú, sem J. J. dáðist að, var einmitt í hans anda, ofsótti kommúnista, en þorði ekkert að framkvæma, — og varð því ekki fastari í sessi en svo, að hún vék fyrir fasismanum í október 1934. En verkalýðurinn barðist hetjulega gegn fas- ismanum, einkum undir forustu kommúnista. Og 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.