Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 14

Réttur - 01.02.1937, Page 14
sveita og bæja að gera lýðræðið að sínu vígi gegn auðvaldi og fasisma. Þessvegna gerist sú stórfellda breyting á baráttu verkalýðsins í Vestur-Evrópu á síðustu árum, — eftir sigur fasismans í Þýzkalandi 1933, — að átökin milli hinnar hnignandi yfirstéttar og hinna rísandi undirstétta, alþýðunnar, fara fram sem barátta milli fasisma og lýðræðis. En það lýðræði, sem alþýðan tekur þannig að verja af lííi og sál, er ekki sama gamla, spillta, borgaralega lýðræðið og áður var, — það er lýðræði, sem öðlast nú á ný sinn forna kraft frá byltingunum 1789, og 1848, lýðræði, þar sem barizt er gegn áhrifum og spillingu auðmannaklíkn- anna, fasistasveitir bannaðar, vopnaverksmiðjur auð- valdsins þjóðnýttar og frelsi og réttindi verklýðsfé- laganna aukin. Það er lýðræði, sem tekur þveröfuga stefnu við Weimarlýðræðið þýzka, sem bannaði kom- múnista, en hélt hlífiskildi yfir fasistum og þjónaði auðvaldinu. Lýðræði frönsku og spönsku samfylking- arinnar, — það er lýðræði, sem þróast í áttina til frelsis og sósíalisma. Það lýðræði er, — þrátt fyrir víxlspor og villur, — þrungið af lífi og kröfum fólks- ins, og mótast og markast af samfylkingu allra vinstri aflanna, (kommúnista, sósíalista og „fram- sóknarmanna“), gegn íhaldi og fasisma, ■— og þess- vegna ber það framtíðina, sigurinn og sósíalismann í skauti sér. Þó form þessa lýðræðis sé því hið sama og þess, er ríkt heíir hér, þá er innihaldið í rauninni orðið allt annað. Að ætla sér því nú orðið að halda dauðahaldi í auðvaldsskipulagið og beina aðalbaráttu sinni gegn kommúnisma, — eins og er aðalatriðið í pólitík Jónasar frá Hriflu, — er svo fjarri því, að vera leiðin til að varðveita lýðræðið, að slík pólitík þvert á móti kveður dauðadóminn upp yfir því, ryður brautina fyrir sigri fasismans. Það er himinhrópandi munur á því stríðandi lýðræði, sem knúið er fram til 142

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.