Réttur - 01.02.1937, Síða 15
baráttu gegn auðvaldi af samfylktri alþýðu, og því
,,lýðræði“, sem stungið er svefnþorni af auðvaldinu,
spillt og maðksogið, til að láta að 'vilja þess, — eins
og ég lýsti í 2. kafla þessa rits, að íslenzka lýðræðið
enn á árinu 1935 hefði verið.
Það er harmsaga Jónasar frá Hriflu, að hann, sem
svo lengi hefir staðið sem foringi í baráttunni gegn
íhaldinu á Islandi, skuli nú, þegar að úi’slitahríðinni
í þeim átökum kemur um hvort klíku Kveldúlfs og
Landsbankans, ásamt heildsala- og hringavaldi
Reykjavíkur skuli takast að nota lýðræðið áfram sem
vopn sitt og færa það í fasistiskt horf, — eða hvort
alþýðunni á Islandi eigi að takast að sameinast um
það tvennt í senn: að vernda þetta lýðræði gegn fas-
ismanum og hagnýta það í þágu fólksins, þó á kostn-
að auðmannaklíkunnar sé, — að hann skuli þá taka
afstöðu gegn samfylkingu alþýðunnar, hamast hvað
mest gegn kommúnistum, en hneigja höfuð sitt í
lotningu fyrir Landsbankanum, þegar bankinn held-
ur áfram verndarhendi yfir svindilfyrirtæki Thors-
aranna.
Jónas frá Hriflu talaði hæst um ,,endurbætur“, á
meðan hann hélt að með þeim væri hægt að halda
verkalýðnum tjóðruðum við yfirráð auðmannastétt-
arinnar. En nú þegar kröfur alþýðunnar eru orðnar
um endurbætur á bankamálunum, fisksöluskipulag-
inu, innflutningskerfinu, alþýðutryggingunum, at-
vinnufyrirkomulaginu, — þá óttast hann þessar end-
urbætur, því hann sér, að þær muni sprengja hinn
þrönga stakk, er auðvaldið sníður alþýðunni, — muni
vcra orðnar byltingarkenndar. Og þá gerist hann aft-
urhaldssamur — andvígur virkilegum endurbótum.
Og nú skulum við í síðasta kafla þessa rits athuga
hvaða leið það er, sem fær er hér á íslandi, til að
framkvæma kröfur fólksins til lífsins, til að vernda
og fullkomna frelsi íslenzku þjóðarinnar og tryggja
henni sjálfri að njóta lífsgæða og auðlinda landsins.
143