Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 16

Réttur - 01.02.1937, Page 16
Halldór Kiljan Laxness: Sameiiiing verklýðsflokkanna. Alþýðuflokkurinn gerir nú aftur og aftur þær kröf- ur um samvinnu við Kommúnistaflokkinn, að hinn síðarnefndi gangi skilyrðislaust inn í hinn fyrri. Rök- in sem ýmsir málsmetandi Alþýðuflokksmenn bera fram fyrir þessari hugmynd, eru þau í fyrsta lagi, að báðir séu verklýðsflokkar með sama markmiði, en í öðru lagi hafi meðul beggja og aðferðir til að ná þessu markmiði nálgast svo að eðli og einkennum á síðustu misserum, að engin skynsamleg ástæða geti framar verið fyrir því, að þeir keppi lengur um álit meðal verkalýðsins; þeir dragi hvor úr annars þrótti, báðum til tjóns. Þannig þykist meirihlutaflokkurinn innan verklýðshreyfingar vorrar geta gert þá kröfu að hinn minni afpemi sjálfan sig orðalaust og sam- einist hinum stærri til eflingar baráttunni við höfuð- óvininn. Á yfirborðinu virðist þessi málafærsla ekki aðeins alveg rökrétt, heldur einnig fullkomlega verklýðs- sinnuð. Þess er ekki að dyljast, að með breyttum að- stæðum í stjórnmálum heimsins, hér ekki síður en annarsstaðar, hefir Kommúnistaflokkurinn hvarvetna tekið upp breyttar aðferðir, að minnsta kosti í orði kveðnu. Áður en fasisminn varð heimsvald í stjórnmálum, hvatti Kommúnistaflokkurinn verkalýðinn og skor- aði á alþýðuflokkana að bylta hagstjórnarkerfi auð- valdsins. Árangurinn af þessari byltingarstarfsemi er ekki hvað sízt kunnur í því landi, sem áður var sterk- asta vígi jafnaðarstefnunnar í Vestur-Evrópu. Með- an verklýðsflokkarnir héldu áfram að deila hver við annan um það, hvort þeir ættu að bylta með hægum eða hröðum aðferðum því hagstjórnarkerfi, sem báð- 144

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.