Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 17

Réttur - 01.02.1937, Page 17
ir voru sammála um að yrði að bylta, en stunduðu gagnrýnina hver á annars villur eins og jnokkurs- konar listgrein, safnaði auðvaldið hinztu kröftum, tók fullkomið drottnunarvald yfir verklýðshreyfing- unni og sneri henni undir byssukjöftum upp í fasista- félög. Síðan sameinaði tukthúsið, öxin og útlegðin þessa ágætu foringja Alþýðuflokksins og Kommún- istaflokksins, sem fyrr höfðu verið slíkir meistarar í að sýna fram á hver annars villur. Síðan fasisminn varð yfirvofandi í hverju landi, hefir áróður kommúnista um gagngera byltingu á skipulagi auðvaldsins ekki verið tímabær, enda þótt slík bylting hafi kannske aldrei staðið öllu nær en einmitt undir fasismanum. Hið fyrsta einkunnarorð á stefnuskrá Kommúnistaflokksins er nú lýðræði. Þar sem flokkur þessi áður hvatti verkalýðinn og skoraði á alþýðuflokkana til byltingar á hagstjórn- inni, hvetur hann nú hinn sama verkalýð og skorar á hina sömu alþýðuflokka fyrst og fremst til baráttu fyrir verndun lýðræðisins. Þetta er orsökin til að sú skoðun hefir orðið algengmeðal Alþýðuflokksmanna, að með því að hætta að leggja áherzlu á byltingu, en leggja höfuðáherzluna á verndun lýðræðis, þá hafi Kommúnistaflokkurinn yfirgefið fyrri róttæka stefnu sína. Til eru kommúnistar, sem finnst hið sama um flokk sinn. Jafnvel ýmsir borgarar taka lýðræðisbaráttu Kommúnistaflokksins, sem afturhvarf til miður róttækari aðferða. Menn gera sér þess nefnilega ekki grein, að orðið lýðræði er á þessum tímum enn byltingarsinnaðra einkunnarorð en sjálft orðið bylting var fyrir nokkrum árum, áður en fas- isminn var orðinn heimsvald. Síðan fasisminn varð vald sem hvarvetna vofir yfir, er baráttan fyrir verndun lýðræðisins hin byltingarsinnaðasta afstaða sem verkalýðurinn getur tekið, enda apa íhalds- flokkarnir þetta orð eftir í gríð og ergi í lýðskrums- augnamiði, alveg á sama hátt og þýzku fasistarnir 145

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.