Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 20

Réttur - 01.02.1937, Page 20
að því skapi, sem tollinum næmi. B. P. notaði að þessu sinni allt áhrifavald sitt innan Alþýðuflokks- ins, þar á meðal blöð flokksins, til þess að berjast gegn verkamönnum, þegar þeir gerðu eitt hið harð- vítugasta 'verkfall, sem lengi hefir verið háð hér á landi, til að knýja niður benzínverðið. Eins og kunn- ugt er, beið B. P. ósigur í þeirri deilu og Alþýðu- flokkurinn, sem gerður var handbendi olíuhring- anna í þessu máli, beið hinn mesta hnekki í augum verkamanna, en olíuhringarnir eru hið mest hataða, svívirðilegasta og purkunarlausasta glæpaauðvald, sem til er á jörðinni. Hinn beini pólitíski árangur þessa ótrúlega atferlis var sá, að þúsundir alþýðu- manna kröfðust þess að ílokkurinn skipti um stefnu, sliti sig undan anda og yfirráðum British Petroleum, en fylkti liði við Kommúnistaflokkinn og tæki hönd- um saman við hann um verklýðssinnaðar kröfur. Hið ytra tákn þessara straumhvarfa var hin svokallaða samfylkingarkröfuganga verkalýðsins í fyrra 1. maí, hin fjölmennasta verklýðskröfuganga, sem sést hefir hér á landi. Til þess að leiðrétta stefnu British Petro- leum innan Alþýðuflokksíns og berja í brestina fyrir flokkinn, sem um tíma í fyrravor virtist vera að lið- ast í sundur, greip flokksstjómin góðu heilli til þess úrræðis að taka upp sem stefnuskrá sína flestar hin- ar róttæku höfuðkröfur samfyikingarinnar frá í fyrravor, en þær voru í senn runnar undan rótum Kommúnistaflokksins og róttækra verkamanna inn- an Alþýðuflokksins. Heill Alþýðuflokksins og við- gangur á næstu misserum, er undir því kominn hvort hann hefir siðferðilegt þrek til þess að fylgja þessari starfskrá eftir í verki. Takist honum ekki að fram- kvæma starfskrána eftir þann áróður, sem hann hef- ir þegar hafið um hana, m. ö. o., reynist starfskráin aðeins orð, orð innantóm, táknar það í reyndinni víð- tæk vonbrigði í röðum verkalýðsins, væntanlegt 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.