Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 23

Réttur - 01.02.1937, Síða 23
vítahringir er málaflutningur auðvaldsins, sem gerir ráð fyrir því fyrirfram, að alþýða sé heimsk og trú- gjörn. Slíkan munað geta verklýðsmálgögn ekki leyft sér. í málgögnum verklýðsflokks er vonlaust um, að hægt sé með árangri að reka andróður gegn fasist- um, Hitler, herveldisstefnu Japana og blámönnum Francós í sama orðinu og skorin er upp harör til krossferðar gegn kommúnistum. Alþýða veit nefni- lega allt of vel, að fasisminn, Hitler, herveldisstefna Japana og blámenn Francós er allt í einni óslitinni krossferð gegn kommúnismanum, og hún veit enn- fremur að Kommúnistaflokkurinn er nátengdasti flokkur Alþýðuflokksins, já, hún hefir meira að segja óútrýmanlegan eðlislægan grun um það, að hvað sem foringjarnir segja, þá sé Kommúnista- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn í raun og veru sami flokkurinn, og þessvegna getur enginn kraftur milli himins og jarðar fengið hana til að sameinast fasist- um, Hitler eða blámönnum Francós í krossferð gegn kommúnismanum. Alþýða manna veit það líka allt of vel, þó ekki sé nema af eðlisávísun stéttar sinnar, að rússnesku Ráðstjórnarríkin eru undir stjórn Kom- múnistaflokksins hið sanna skjól og bólverk allrar jafnaðarstefnu í heiminum, og að öreigum heimsins er, ef á reynir, lítils skjóls að vænta frá hinum veiku félögum, sem eru tengd II. Alþjóðasambandinu, í nokkrum þýðingarlausum smálöndum, auk hins alls vesæla enska Verkamannaflokks. Á þeim degi, sem Hitler, Francó, Márar, japanski herinn og aðrir þeir aðilar, sem sumir Alþýðuflokksforingjar vilja á sín- um myrkustu augnablikum kveðja íslenzka alþýðu til fylgis við í krossferð gegn kommúnismanum, hafa brotið 200-miljóna heimsveldi rússneska verkalýðs- ins undir yfirráð sín, þá er hætt við, að það verði ekki mikið lið í danska eða enska alþýðuflokknum til verndar öreigalýð heimsins. Krossferðaprédikan- irnar gegn kommúnismanum eru fyrst og fremst bar- 151

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.