Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 24

Réttur - 01.02.1937, Page 24
átta geg'n Alþýðuflokknum, hvaðan sem þær koma. Þær geta ekki fælt neinn stéttvísan verkamann burt frá hugsjón kommúnismans, en þær eru heillaráð til að villa ópólitíska alþýðumenn inn í raðir íhalds- fasismans. Hitt er satt, að fátt er eins auðvelt á Islandi eins og að gagnrýna ýmsar aðferðir Kommúnistaflokks- ins íslenzka frá því hann hóf starf sitt til þessa dags. En það er því miður nákvæmlega eins auðvelt að gagnrýna ýmsar aðgerðir Alþýðuflokksins og sýna fram á hve fjarstæðar tilgangi verklýðsflokks þær hafi einatt verið. Þó er kannske auðveldast af öllu fyrir þessa tvo flokka að gagnrýna æru og mannorð af þriðja vinstriflokknum, sem starfar í landinu. En slík gagnrýni vinstriflokkanna hvers á öðrum í þar- tilheyrandi skammatón og skætings, sem hér er sið- ur, það er kannske mikil og fögur listgrein, en það er ekki vinstripólitík. Það er íhaldspólitík, — að vísu öfug, en sigursæl. Sigursæl alþýðupólitík er falin í því, að vinstriflokkarnir hafi samkomulag um þau atriði, sem máli skifta í þaráttunni við auðvaldið. Víkur nú sögunni aftur að sameiningu verklýðs- flokkanna, sem var upphaf þessa máls. Mín persónu- lega skoðun, sem reyndar er lítils virði, er sú, að full sameining beggja þessara flokka sé æskileg, og beri að vinna að slíkri sameiningu með öllum skynsam- legum meðulum. En eins og sakir standa í svipinn virðist þessi ósk því miður ekki eiga sér nægilegan raunpólitískan stuðning til þess að hún sé íullkom- lega tímabær. Kommúnistaflokkurinn er lokaður flokkur, sem leggur fyrst og fremst kapp á að þjálfa pólitíska hæfileika meðlima sinna, jafnvel skapgerð þeirra, kenna þeim fræði jafnaðarstefnunnar, og lögmál stéttabaráttunnar, gera þá sem hæfasta til að ganga fram fyrir skjöldu sem oddalið á hverjum 152

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.