Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 35

Réttur - 01.02.1937, Page 35
Hér eiga aftur heima nokkrar sannar upplýsingar. Þýzkaland keisaratímanna var enginn óskastaður fyrir friðarvini eða róttæka menn — í heild sinni voru það aðallega þessir menn, sem ákærðir voru fyrir landráð. Á átta árum, frá 1906—1914 voru minnsta kosti 232 menn dæmdir fyrir landráð eða njósnir. Styrjaldarárin, 1914—1918, steig talan upp í 697. En síðan tók lýðveldið við. Og þá hækkaði talan fyrst fyrir alvöru. 1923 voru höfðuð 1200 landráða- mál, 1924 1081, og tvo fyrstu mánuði ársins 1925 var talan hærri en öll stríðsárin samanlagt, eða 755. Hinir ákærðu voru langflestir lýðræðissinnar og frið- arvinir, sem leitt höfðu athyglina að leynilegum her- foringjafélögum. Hermálastjórnin var allt af tilbúin að ákæra, og dómstólarnir alltaf fúsir að láta nota sig. (Sjá Th. Steinthal í ,,Politilcen“, 25. nóv. 1936). Og sú smán verður ekki af þvegin, að Ossietzky var dæmdur fyrir landráð. Og það gerðist á eftirfarandi hátt: 12. marz 1929 birti ,,Die Weltbuhne“ grein eftir flugmálasérfræðinginn Walter Kreiser, um „Windi- ges aus der deutschen Luftfahrt", þar sem sýnt var fram á, að samgöngumálaráðuneytið — þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnarinnar í gagnstæða átt — hefði starfandi deild ,,M“ að leynilegum vígbúnaði, og hluti af fjárveitingunum til ,,Luft-Hansa“ rynni til þessarar deildar. í greininni fólst skírskotun til þýzku þjóðarinnar. Þær tölur og upplýsingar, sem hún birti, voru teknar úr ríkisþingtíðindum, höfðu verið ræddar í þinginu og voru alkunnar meðal „innvígðra manna“, bæði í Þýzkalandi og erlendis. sinni og þjónslund við skoðanir nazista. Það birti með g'leiðgosa- legu letri, að landráðanianninumi !!) Ossietzky hefði verið veitt friðarverðlaun Nobels. Þýrf- 163

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.