Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 54

Réttur - 01.02.1937, Side 54
þeim tilgangi að auðvelda þýzkum fasistum fyrir- hugaða hernaðarárás á Sovétríkin. Einkenni þessa máls er það fyrst og fremst, hversu e ð 1 i 1 e g t það er í alla staði, hversu gagnbyltingar- starfsemi Trotzkyklíkunnar er r ö k r é 11 f r a m - h a 1 d af starfsemi hennar á undanförnum árum og áratugum, hversu sjálfum sér samkvæm- i r þessir ólánsmenn hafa nú runnið skeið sitt á enda. Sennilega af þeirri ástæðu hafa óvinir Sovét- ríkjanna tekið það ráð að staglast í sífellu á því, hversu undarlegt málið sé, hversu undarlegar játningar sökudólganna og ákærurnar á hendur þeim. Undai’legt er í rauninni það eitt, hversu vel hefir tekizt að gera hið eðlilega undarlegt. Eins og allar aðrar byggist þessi blekking á ókunn- ugleika þeirra, sem blekktir eru. Almenningur veit ekki, að þegar frá upphafi hefir Trotzky verið á öndverðum meiði við Lenin og flokk hans í ýmsum aðalatriðum, að þessi misklíð nær allt aftur til árs- ins 1903, að Trotzky gekk eigi í Bolsivikaflokkinn fyrr en 1917, þegar sýnilegt var, að flokkurinn myndi á næstunni vinna meirihluta verkalýðs og bænda til fylgis við sig og taka forystu í byltingunni, það er að segja, þegar sýnt var, að það myndi verða væn- legt til frama að gerast áberandi persóna innan hans. Almenningur þekkir ekki þá kenningu Trotzkys, sem hann segist hafa fundið upp 1905, að verklýðsbylt- ing gæti ekki sigrað í einu landi, nema hún yrði um svipað leyti í öðrum löndum, að hinn sigrandi verka- lýður gæti ekki treyst á bændastéttina til bandmags við sig og hlyti því að lenda í fjandsamlegu stríði við hana, er hann hefði tekið völdin — kenn ngu, sem hefði þýtt það, ef rétt væri, að rússneskir vcrka- menn og bændur hefðu ekki mátt hefja byltinguna 1917. Almenningur er því of ókunnugur, að negar eftir dauða Lenins 1924 hóf Trotzky á ný baráttu fyrir þessum kenningum sínum, þar sem hann stað- 182

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.