Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 55

Réttur - 01.02.1937, Page 55
hæfði, að nýbygging sósíalismans í Sovétríkjuiium væri óframkvæmanleg, nema heimsbylting kæmi til þegar í stað, og að hann, þar sem heimsbyltingin lét nú, eins og kunnugt er, bíða eftir sér, dró af forsend- um sínum þá rökréttu ályktun, að Sovétríkin væru að svíkja verklýðsstéttina og sósíalismann, væru að breytast í borgaralegt ríki. Almenningur þekkir of illa sögu þeirra Sinovjeffs og Kameneffs, sem 1917 voru meðlimir miðstjórnar Bolsivíkaflokksins og í október það ár ljóstuðu upp um þá ákvörðun, sem tekin var á leynilegum miðstjórnarfundi, að hefja vopnaða uppreisn innan fárra daga — flokkssvik, sem h e f ð u getað riðið byltingunni að fullu. Al- menningi er of ókunn sú staðreynd, að Trotzky, ásamt Sinovjeff, Kameneff og þeim félögum, sem flestir höfðu að baki sér svipaðan feril, stofnaði loks 1927 innan Sovétríkjanna leyniflokk gegn Bolsivíka- flokknum, sem þeir voru sjálfir meðlimir í. Að síðan 1927, er honum var vikið úr Bolsivíkaflokknum, hef- ir Trotzky rógborið Sovétríkin að minnsta kosti eins svívirðilega og sjálfir fasistarnir — já, enn svívirði- legar, því að fasistarnir hafa þó aldrei, eins og Trotzky, borið Sovétríkin svívirðingu svívirðinganna: þeirri, að þar ríkti fasismi. Þarf nokkurn að undra, þó að menn, sem mynd- að hafa sér slíkar skoðanir, telji sér skylt að vinna að því að steypa sovétstjórninni frá völdum og stofna í landinu sinn „sósíalisma“. Og þar sem það er nú löngu fullreynt, að þeir hafa engan hljómgi’unn meðal sovétþjóðanna — er þá furða að þeir velji þá einu leið, sem fær virðist vera, að hefja skemmda- starfsemi, einstaklingsofbeldi og jafnvel samninga við erlenda fasista um hernaðarinnrás í landið. Myndu það ekki vera sæmileg kaup að láta af hendi Ukrainu og Kyrrahafsströndina fyrir slíkar mann- virðingar sem það að verða stjórnarherrar í Rúss- landi. 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.