Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 57

Réttur - 01.02.1937, Page 57
Spánn. í meira en hálft ár hefir borgarastyrjöldin geis- að á Spáni. Marokkanskar leigusveitir, þýzkar og ítalskar ríkishersveitir halda uppi raunverulegu landvinningastríði gegn hinni spánsku þjóð. Alls- herjarsamsæri er hafið gegn lýðræðinu í heiminum, en lýðræðisríkin hafast ekki að. Stjórnarfáni Fran- cos blaktir í Burgos eins og æpandi níðstöng öllu réttlæti og alþjóðalögum. — Nýjustu fregnir frá Spáni herma, að fasista- . hernum hafi tekizt að vinna Malaga. Og nú æða hinar erlendu fasistasveitir um götur borgarinnar, brytjandi niður kai'la, konur og börn, eins og í Bajadoz, Irun og San Sebastian í haust. Undan- farna daga hafði reyndar ítalska herstjórnin sett á land á Suður-Spáni 16 þúsund manna herlið, vopnað fullkomnustu hernaðartækjum. Á meðan þessu fer fram, er fasistaríkjunum látið haldast uppi að tefja allar ákvarðanir um eftirlit með ákvæðum hlutleysissamningsins og allar fram- kvæmdir um hindrun á flutningi ,,sjálfboðaliða“ til Spánar. Eins og kunnugt er, sendi enska stjórnin 10. jan. ríkjum þeim, sem sæti eiga í hlutleysisnefndinni, fyrirspurn um það, hvort þau væru því samþykk, að teknar væru upp ráðstafanir til eftirlits með því, að sjálfboðaliðar færu ekki til Spánar. Jafnframt bann- aði enska stjórnin (samkvæmt lögum frá 1870!) öllum enskum ríkisborgurum þátttöku í Spánarstyrj- ♦ öldinni. (Auðvitað var bann, áður en svar og full trygging hafði borizt frá fasistaríkjunum um það, að þau myndu gera hið sama, einhliða stuðningur við uppreisnarliðið og bein endurtekning á hinni ó- heillavænlegu villu frönsku stjórnarinnar í ágúst í sumar, er hún lögleiddi einhliða vopnasölubann til Spánar). Frakkland og Sovétríkin svöruðu fyrirspurn þess- 185

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.