Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir fjórum árum vann stuðningsfulltrú-inn Guðrún við skúringar í skóla. Húnvar þá tvítug. Einn daginn í vinnunnivar hún spurð hvort hún vildi verðastuðningsfulltrúi drengs í 7. bekk. Starfið fólst í að fylgja honum eftir í kennslu- stundum. Drengurinn var með athyglisbrest og ofvirkni og sýndi auk þess ofbeldishegðun. „Strákurinn truflaði kennslu mjög mikið og hafði málað sig algjörlega út í horn. Það þoldi enginn að vera með honum og allir höfðu í raun gefist upp á honum,“ útskýrir Guðrún og bætir við að auðvitað brjóti slíkt börn niður. Hún segir að hún hafi verið forvitin um það hvort hægt væri að hjálpa stráknum og því tekið starfinu. „Ég fékk einhverja smávegis aðstoð áður en ég byrjaði en þurfti mestmegnis að finna út úr þessu sjálf. En þá gerði maður það bara. Þetta var auð- vitað mjög krefjandi en gekk furðu vel. Það þarf vissar manneskjur í starf eins og þetta því þetta er rosaleg þolinmæðisvinna og maður þarf að vera mjög ákveðinn og gefa skýr skilaboð. Starf- ið er hins vegar bæði skemmtilegt og gefandi,“ segir hún. Guðrún er í 75% vinnu, þar sem 100% staða er ekki í boði. Í heildarlaun hefur hún rúmar 122.000 krónur. „Ég fær greidda tvo undirbún- ingstíma á viku. Það er náttúrlega fáránlegt að fá ekki meiri tíma til undirbúnings. Ég held að menn átti sig illa á hversu mikið er í húfi varð- andi stuðningsfulltrúana og að vel gangi. Þetta er ábyrgðarmikið starf en við fáum því miður ekki tíma til að undirbúa það sem skyldi og vera vel inni í málum. Við fáum að minnsta kosti ekki greitt fyrir það!“ segir hún. Hún bætir við að barnið sem hún sinni í dag hafi fengið aðstoð síð- an á leikskóla og á því sé mikill munur og drengnum sem hún vann fyrst með, þar sem mál- ið var orðið að stórmáli og öll samskipti orðin mjög neikvæð. „Ég held að þessi mál hvíli á öllum kennurum“ Í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var bent á að menn ráði hvort þeir líti á börn með hegðunarfrávik og geðraskanir sem verkefni eða vandamál. Stuðningsfulltrúinn Guðrún lítur aug- ljóslega á starf sitt sem verkefni. Hvort aðrir líti á það sem vandamál hvernig kjörum, aðbúnaði og ráðningum stuðningsfulltrúa er háttað, er aft- ur önnur saga. Morgunblaðinu bárust ýmis bréf og athuga- semdir eftir síðustu grein, „Barnið þitt kostar bara of mikið“. Segja má að niðurstaðan úr þeim sé að bráðnauðsynlegt sé að velta fyrir sér mál- um barna með hegðunarfrávik og geðraskanir og skoða hver sé staða þeirra. Hvernig sinnum við börnum með athyglisbrest, andfélagslega hegð- un, kvíða, fælni, þunglyndi, ofvirkni eða annað – börnum sem glíma við ýmislegt sem þó sést ekki utan á þeim? „Ég held að þessi mál hvíli á öllum kennurum. Þegar aðeins 20 mínútur eru ætlaðar til að skipu- leggja hverja kennslustund er lítill tími til að huga að þörfum allra nemenda, sem geta verið yfir 20 í bekk. Það er ekkert eins niðurdrepandi og upplifa úrræðaleysi og vanmátt þegar kemur að því að mæta öllum nemendum þar sem þeir eru og reyna að hjálpa þeim þannig að þeim líði vel í skólanum,“ benti Þórunn Elídóttir kennari til dæmis á. Og geta kennarar þá „mætt öllum nemend- um“, eins og krafan er? Prúðum nemendum, samviskusömum, líkamlega fötluðum, afburða greindum, félagsfælnum, málglöðum í meira lagi – öllu litrófinu? Bent hefur verið á að 2-5% nemenda hafi al- varlegar geðraskanir og töluvert stærri hópur, allt upp í 15%, sé með vægar geðraskanir. Fjöldi þeirra sem sýnir mikil hegðunarfrávik, hvort sem er vegna athyglisbrests og ofvirkni á háu stigi, andfélagslegrar hegðunar sem á sér djúpar rætur eða hreinlega lítils aga heima fyrir, er síð- an á reiki. Hvernig gengur skólunum að sinna þessum börnum? Og eins og margir bentu Morgunblaðinu raun- ar einnig á: Hvað með hina nemendurna? Verða þeir útundan á kostnað þeirra sem kennarinn þarf að eyða mikilli orku í? 45.000 nemendur og tæplega 200 skólar Að skrifa um grunnskóla á Íslandi og blöndun í bekkjum er hugsanlega að reisa sér mannhæð- arhátt virki. Málið snertir 45.000 nemendur, tæplega 5.000 starfsmenn við kennslu og skóla- stjórnun, um 180 skóla og ótal sveitarfélög. Hversu margir ætli foreldrarnir séu? Afarnir og ömmurnar, frænkurnar og frændurnir? Skóla- kerfið kemur okkur öllum við. Farnar eru ólíkar leiðir í skólastarfinu og til þess að sinna nemendum með hegðunarfrávik og geðraskanir. Það sem sagt er vera röskun og frá- vik er skilgreiningaratriði. Barn sem ekki lætur að stjórn eins getur verið ljúft sem lamb hjá öðr- um. Foreldrum sem gengur illa að vinna með einum kennara geta átt besta samband við ann- an. Skólastjórar eru mismunandi og sveitarfélög ólík. Mismikill vilji er til að leysa mál. Eins og viðmælandi benti á: „Auðvitað er þetta allt mis- munandi, því þetta snýst um manneskjur og um samskipti.“ Í frétt í Morgunblaðinu 1. desember í fyrra var sagt frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefði lokið við að heimsækja alla 44 Morgunblaðið/ÞÖK Samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar eiga grunnskólar að taka við öllum börnum í hverfinu, fötluðum sem ófötluðum. Hvernig gengur þeim að sinna börnum með geðraskanir og hegðunarfrávik? Allt litrófið í einni skólastofu Börn með hegðunarfrávik og geðraskanir reynast skólum oft erfið og á sama hátt má spyrja hvernig kerfið reynist þeim. Í annarri grein í greina- flokknum „Verkefni eða vandamál?“ lítur Sigríður Víðis Jónsdóttir inn í skólana, heyrir af flóknum útreikningum skólastjóra og spyr hvernig mál- ið horfi við kennurum og öðru starfsfólki skólanna. Verkefni eða vandamál? „Ég talaði um það við kennarann að við hefðum skilaboðabók, þar sem skráð væri niður ef eitthvað gerðist áður en drengurinn kæmi í skólann og ef eitthvað kæmi upp á yfir daginn, bara svo allir vissu hvað væri að ger- ast. Kennarinn vildi það ekki.“ Foreldri „Þegar aðeins 20 mínútur eru ætlaðar til að skipuleggja hverja kennslustund er lítill tími til að huga að þörfum allra nemenda, sem geta verið yfir 20 í bekk.“ Kennari „Ef ég ætla að hafa sér- stakan starfsmann með barninu, eins og bent hefur verið á að þurfi, nota ég til þess 30 stundir á viku. Það er einn þriðji af sér- kennslustundunum sem ég hef fyrir öll börnin í skól- anum!“ Skólastjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.