Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Verkefni eða vandamál? „GAGNRÝNISRADDIR tala um sjúkdómsvæðingu, ofgrein- ingu, oflyfjun barna eða þá að verið sé að meðhöndla hegðun eða óþekkt með lyfjagjöf. Það er áleitin spurning af hverju börn með þroskaraskanir þurfi að vera skotmark ólíkra aðila með rakalaus- um málflutningi? Börn eru auðveld bráð þar sem þau geta ekki sjálf borið hönd fyrir höfuð sér og foreldrar þeirra svara ógjarn- an fyrir sig.“ Svo segir í yfirlýsingu sem stjórn Barnageðlæknafélags Ís- lands sendi frá sér í maí í fyrra eftir fjölmiðlaumræðu um notkun geðlyfja fyrir ofvirk börn. Áhyggjufullar raddir spyrja hvort of mörgum börnum séu gefin geðlyf og hverju lyfjagjöfin eigi að sæta. Í yfirlýsingunni frá barnageðlæknunum er bent á að það sé erfið staða að geta ekki leitað úrræða fyrir barn sitt, sé það of- virkt, án þess að vera litinn hornauga. Greiningar og lyf þurfa alls ekki að fara saman og hvað sem lyfjaumræðunni líður er ljóst að hópur barna með alls kyns grein- ingar stækkar jafnt og þétt hér á landi. Að sögn viðmælenda Morgunblaðsins eiga meðal annars þátt í þessu aukin þekking, aukin meðvitund og það að stuðningur við börnin er í skólunum stundum háður greiningum. Skólastjóri benti í gríni á að svo margir væru komnir með greiningar í dag að „maður þyrði varla lengur að segja að einhver væri greindur, það er að segja gáf- aður!“ Berserksgangur og Íslendingasögurnar Þótt það sé frekar nýtt að tala um ADHD, mótþróaþrjósk- uröskun og annað slíkt, þýðir það ekki endilega að það hafi ekki verið til áður. Tilfellin geta hafa verið til staðar þótt ekki hafi ver- ið búið að „finna upp“ greiningarnar. Vandinn þarf ekki að vera meiri en áður og samkvæmt upplýsingum frá barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans (BUGL) benda rannsóknir raunar ekki sérstaklega til að hópur barna með geðraskanir fari stækkandi. Margir viðmælendur spurðu sig þó hvort agavandamál væru ef til vill að aukast í takt við „meiri kröfur í þjóðfélaginu og meiri hraða,“ eins og einn orðaði það. Í skólanum hafa lengi verið börn sem rekast illa í hópi eða skól- inn telur að ekki eigi þar heima. Ólína Jónsdóttir, kennari á Akra- nesi í yfir 40 ár, bendir á að þeir sem umgengist hafi börn á langri ævi viti að alltaf hafi einhverjir verið með athyglisbrest eða of- virkni, þótt það hafi heitið eitthvað allt annað. „Ætli þetta sé ekki bara skylt því sem talað var um í Íslendingasögunum? Menn gengu berserksgang og svo rann berserksgangurinn af þeim!“ Í áðurnefndri yfirlýsingu frá barnageðlæknum segir um stöð- una áður fyrr: „Í dag vitum við að ein alvarlegasta afleiðing of- virkni er að nám barns misferst og að mörg börn, þrátt fyrir eðli- lega greind, voru talin treggáfuð vegna hegðunar sinnar og fengu þess vegna takmarkaðan möguleika á námi.“ En hvað verður um allar greiningarnar? „Því miður er oft ekk- ert gert með þær. Þótt barn sé með greiningu og ef til vill ráð- leggingar varðandi hana, er svolítið handahófskennt hvort tekið sé mark á því og unnið með það. Ég held að þetta sé oft vegna þess að skólastarfsfólkið hittir ekki greiningaraðilana. Það hvernig greining er kynnt fyrir skólafólki getur verið mjög mis- munandi,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, foreldraráðgjafi hjá Sjón- arhóli, sem er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarf- ir. Helgi H. Viborg, sálfræðingur og deildarstjóri hjá Reykjavík- urborg, tekur undir þetta og segir greiningar sem skólasálfræð- ingar gera á hegðun barna oft vera settar ofan í skúffu og ekki notaðar. Hann segir hugsanlegt að of mikil áhersla sé lögð á greiningar og að fá fyrirgreiðslu vegna þeirra. Það hafi valdið neikvæðri umræðu í skólunum og ekki komið börnunum að gagni. Áherslan hafi verið á hversu lítið fjármagn fáist með þessu í stað þess að velta fyrir sér hvað hægt sé að gera. Svo virðist sem greiningar nýtist yfirhöfuð mjög misvel. Við- mælendur bentu á að þær sem væru ítarlegar og leiðbeinandi kæmu að gagni en sumar væru stuttar og nýttust til lítils annars en að setja stimpil á börnin í von um meira fjármagn. Fjölmargir urðu raunar til að staðhæfa að haga þyrfti greiningum vegna um- sókna um sérstakan fjárstuðning þannig að þær þyrftu ekki að fara í gegnum þungt og svifaseint kerfi eða koma frá ákveðnum aðilum á borð við BUGL. Íhuga mætti að færa þetta nær skól- unum á einhvern hátt. Þótt margir gagnrýni að greiningar berist ekki á milli réttra aðila, til dæmis innan skólans, heyrði Morgunblaðið einnig af for- eldrum sem óttuðust umrædda „stimpla“ og voru einmitt hrædd- ir um að þeir fylgdu börnunum um ókomna tíð og á milli allra skóla og kennara. Börnin væru þannig stimpluð „vandamál“ til frambúðar. Þegar kerfið snýst um sjálft sig Grétar Marinósson, prófessor í sérkennslufræðum, bendir á að skýrslurnar séu oft upptalning á því sem barnið getur ekki, í stað þess hvað það geti og hjálpi kennurunum þar af leiðandi ekki. „Þeir vita þá ekki hvernig hægt er að vinna með það eða hvaða kröfur er hægt að gera til þess. Þarna fara bæði mjög mikil vinna og peningar í súginn, peningar sem nýta mætti í stuðning við börnin. Einhliða greiningarárátta, þar sem ekkert fylgir á eftir, hefur átt sér stað í nokkur ár og ekki skilað miklu. Hér á landi er miðað við alþjóðlegt kerfi, svokallað ICD-10, nú ICF, sem margir eru mjög uppteknir af. Kerfið verður stöðugt nákvæmara og leið- beiningarnar um það hvaða börn eigi að fella inn í hvaða flokk verða æ ítarlegri,“ segir Grétar og bætir við: „Þá eru allir bara allt í einu í því að fella börnin inn í kerfið og kerfið fer á endanum að snúast um sjálft sig.“ Á sunnudag eftir viku verður farið frá skýrslum um greiningar á börnum, til skýrslna sem skrifaðar hafa verið um málefni barna með hegðunar- og geðraskanir – og spurt: Hvað segist af þeim? „Maður þorir varla lengur að segja að einhver sé greindur!“ Ætli þetta sé ekki bara skylt því sem talað var um í Íslendingasögunum? Menn gengu berserksgang og svo rann hann af þeim! Greining sem gerð er á börnum virðist nýtast misvel. SKÝRSLA frá sálfræðingum fer ekki endilega á milli kennara eða annarra sem vinna með börnin. Foreldrar sem Morgunblaðið ræddi við eiga dreng sem greind- ur var lesblindur af sálfræðingi á stofu. Þegar greiningin lá fyrir skiluðu foreldrarnir öllum skýrslum til skólans. „Á foreldrafundi tveimur árum síðar vorum við spurð hvort það gæti nokkuð verið að drengurinn okkar væri lesblindur. Við urðum náttúrlega mjög hissa. Hvort það gæti verið að hann væri les- blindur?! Kennarinn vissi sem sé allt um málið en sérkennarinn ekki og greiningin fór aldrei neitt lengra,“ segja þau. Þau segja að yfirhöfuð virðist sem ekkert mál sé að fá grein- ingu prívat en að fá aðstoð eftir hana sé annað mál. „Það vantar líka ef til vill að bent sé á jákvæðu hliðarnar í greiningum, til dæmis hjá börnum með athyglisbrest með ofvirkni eða eitthvað annað. Það er að segja að bent sé á hvað barnið geti en ekki einungis fókuserað á hvað það geti ekki.“ Dularfulla lesblindan … SKÓLINN með sína mörgu ganga og stóru rými, fjölmörgu nemendur og mörgu kennara, getur verið afar flókið fyrirbæri fyrir börn með mikinn athygl- isbrest, flókna geðröskun eða annað. Þetta segir Hrefna Haraldsdóttir, for- eldraráðgjafi. Hrefna bendir á að oft mætti án mikillar fyrirhafnar gera börn- unum lífið auðveldara, til dæmis með því að gera stundatöfluna skýrari og nota liti á stundaskrána, sem tengdir væru við ákveðna staði í skólanum. Því sjónrænna, því betra. Stórir bekkir geta virkað mjög ógn- andi fyrir mörg börn en hvað bíður þeirra utan stofunnar? Margir viðmæl- endur bentu á að þá kæmu „greindu börnin“ gjarnan í umhverfi sem reynd- ist þeim illa: Langa ganga, mikinn há- vaða, fjölmenna skólalóð og mikið áreiti. Börn sem hafa þörf fyrir að allt sé í röð og reglu og að unnið sé eftir ákveðinni rútínu, vita oft ekki til hvers er ætlast af þeim við þessar aðstæður. Eftirlit í frímínútum nauðsynlegt Skólar landsins eru vitanlega mis- stórir. Þetta ætti til dæmis illa við Grunnskólann í Mjóafirði þar sem ein- ungis eru 3 nemendur. Að meðaltali eru hins vegar 250 nemendur í skólunum og í sex skólum eru yfir 700 nemendur. „Við fáum til okkar krakka sem þola ekki það áreiti sem er í stóru frímín- útunum þegar allir fara út í einu. Ég held að menn ættu alvarlega að velta þessum fjölmennu frímínútum fyrir sér,“ segir Björk Jónsdóttir, skólastjóri í Brúarskóla (sjá næstu síðu). Björk bendir á að bekkir gætu til dæmis farið í frímínútur á mismunandi tíma eða krakkarnir haft afdrep einhvers staðar í skólanum, þannig að þau þyrftu ekki að fara út á skólalóð. „Það þarf líka miklu meira eftirlit í frí- mínútum því einelti getur verið mikið. Það er ekki síst félagslegi þátturinn sem skiptir máli,“ segir Björk. Nem- endur í Brúarskóla hafa langflestir kynnst einelti, annað hvort sem ger- endur eða þolendur, nema hvorttveggja sé. Laminn í sundi og í leikfimi Foreldrar allra barnanna sem Morg- unblaðið ræddi við og voru á grunn- skólaaldri og með flóknar greiningar, nefndu raunar að börnin hefðu verið lögð í einelti. Það má vera einskær til- viljun en er umhugsunarvert. Krakk- arnir hegða sér undarlega að mati hinna barnanna en líta út eins og þau. Valdimar er til dæmis 12 ára drengur sem var að sögn móður hans laminn bæði í leikfimi og sundi. „Það var kannski fyrst og fremst það að lesa ekki úr félagslegum táknum sem leiddi til eineltisins,“ segir móðir hans. „Hann skilur ekki óskýr skilaboð.“ Almennt benda viðmælendur á að leggja þurfi meiri áherslu á félagslegu hliðina í skólunum og kenna fé- lagsfærni. „Það þarf sem dæmi að kenna börnum að leysa vandamál og vinna saman í litlum hópum – það er að segja kenna þeim að gera það en ekki bara láta þau gera það og ætlast til þess að þau viti hvernig á að gera það,“ segja foreldrar. „Skólar leggja lítið upp úr því að þjálfa þau sem eru félagslega sein að höndla aðstæður. Það er eitt- hvað sem kostar kannski ekki mikið en skilar miklu.“ Nýlega fóru margir skólar að hafa svokallaða skólaliða innan sinna veggja. Þeir sinna meðal annars eftirliti í frímín- útum. Sumir stuðningsfulltrúar gera það einnig. Viðmælendur bentu á að meira þyrfti af starfsfólki sem þessu og það ætti einnig við í öðrum aðstæðum þar sem einelti er algengt, svo sem í sundi og í búningsklefum í leikfimi. Hrefna hjá Sjónarhóli bendir á að það sé mikilvægt að úti í frímínútum sé fólk með þekkingu á börnum með sérþarfir. „Ég held að skólaliðar fái oft lítinn stuðning og að hjálpa mætti þeim að læra á þau börn sem vitað er að eru í áhættu vegna eineltis. Ég á ekki við að það sé maður sem hangi utan í þeim, heldur einhver sem veit í hvaða áhættu barnið er og í hverju það gæti lent. Sæi hann eitthvað gerast gæti hann gripið inn í.“ Greindu börnin á göngunum Hvað bíður nemenda þegar bjallan hringir, kennslustundin klárast og haldið er út á gangana? Það þarf líka miklu meira eftirlit í frímínútum því einelti getur verið mikið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.