Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 4. maí 1976: „Undanfarnar vikur hefur Alþýðusamband Íslands staðið fyrir stófelldri áróðursherferð, sem að þess sögn hefur verið ætlað að sýna fram á, að þær verð- hækkanir, sem orðið hafa að undanförnu, hafi ekki stafað af nýgerðum kaupgjalds- samningum en að dómi Al- þýðusambandsins eiga rík- isstjórnin og ýmsir stuðningsaðilar hennar að hafa staðið fyrir herferð í því skyni að kenna verkalýðs- samtökunum um þessar verð- hækkanir. Þessi áróð- ursherferð Alþýðusambands Íslands hefur verið rekin með miklum fyrirgangi og má segja, að hún hafi náð há- marki með ræðu Björns Jóns- sonar, forseta ASÍ, á útifundi hinn 1. maí síðastliðinn. Í þessari ræðu hélt Björn Jónsson því fram að „öll áróð- urstæki andstæðinga verka- lýðshreyfingarinnar (eru) sett á fulla ferð til þess að sannfæra menn um að verð- hækkanir séu bein afleiðing kjarasamninganna og að þær séu sönnun þess, að launabar- áttan séu í raun einskis virði“. . . . . . . . . . . 4. maí 1986: „Sú var tíðin, meðan óðaverðbólgan geis- aði, að vöruverð hækkaði dag frá degi og gjaldskrár fyrir hvers konar þjónustu vóru á stanzlausri „uppleið“. Það var nánast keppikefli bæði fólks og fyrirtækja að koma fjármunum „fyrir katt- arnef“, svo að segja, jafn- tímis og þeir komu í hendur, enda fengust minni verð- mæti fyrir þá á morgun en í dag. Þetta leiddi með öðru til þess að innlendur sparnaður hrundi og íslenzkt atvinnulíf var sífellt háðara erlendu lánsfjármagni. Þetta flýtti fyrir fjárfestingum, sem á stundum vóru lítt grundaðar og ekki arðbærar – og höml- uðu gegn hagvexti og raun- verulegum kjarabótum. Kaupgengi krónunnar hríð- féll. Viðskiptahalli og erlend- ar skuldir hrönnuðust upp.“ . . . . . . . . . . 5. maí 1996: „Tölur um fjölda atvinnulausra sýna, að at- vinnuleysi fer minnkandi. Í febrúar á þessu ári voru 7.032 einstaklingar atvinnu- lausir en í febrúar á árinu 1995 voru þeir 8.349. Þetta þýðir, að atvinnulausum hef- ur fækkað um rúmlega 1.300 manns á einu ári, sem er verulegur árangur. Jafn- framt kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í gær, að at- vinnuleysi hefur stórminnk- að á landsbyggðinni, sem endurspeglar auðvitað þá miklu uppsveiflu, sem nú er í sjávarútveginum. Þótt þróunin sé í rétta átt veldur það hins vegar áhyggjum, að langtíma- atvinnuleysi er að aukast. Þannig voru 916 ein- staklingar á skrá í febrúar í ár, sem höfðu verið atvinnu- lausir í meira en eitt ár og er það meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr á þessum áratug. Reynsla okkar Íslendinga hefur verið sú á und- anförnum áratugum, að at- vinnuleysi hefur gert vart við sig, þegar að hefur kreppt í sjávarútvegi. Um leið og birt hefur til á þeim vettvangi, hefur það nánast horfið. Það er ekki víst, að svo verði nú. Atvinnufyrirtæki hér hafa endurskipulagt rekstur sinn frá grunni á undanförnum árum og fara nú mun var- legar í mannaráðningar en áður tíðkaðist. Þess vegna má ætla, að þau fari sér hægt í að fjölga starfsmönnum, þótt efnahagsbatinn sé aug- ljós. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F yrir nokkrum dögum var frá því skýrt að æðstu stjórn- endur Kaupþings banka hefðu ákveðið að nýta sér rétt til að kaupa ákveðið magn hlutabréfa í bankan- um á tilteknu verði, sem samþykkt var á aðalfundi bankans fyrir tveimur árum. Nýting á þessum kauprétti færði hvorum um sig nokkur hundr- uð milljónir króna. Þetta voru samningar þeim til handa, sem samþykktir voru á aðalfundi bankans af hluthöfum og fyrir opnum tjöldum og þar með ekkert við þá að athuga sem slíka. Jafnframt kom fram að sömu stjórnendur og nokkrir samstarfsmenn þeirra hefðu keypt töluvert magn hlutabréfa á markaðsverði í bankanum án nokkurra fyrirvara um að þeir gætu selt bréfin á sama verði síðar, m.ö.o. þeir eru að taka áhættuna sjálfir af því að bréfin lækki ekki í verði umfram það, sem orðið er. Væntanlega hefur þessi stjórnendahópur kom- izt að þeirri niðurstöðu, að bréfin hafi lækkað svo mikið í verði á undanförnum mánuðum, að þessa dagana hafi verið gott „kauptækifæri“, eins og það er kallað í fjármálaheiminum, auk þess, sem kaup þeirra eru væntanlega vís- bending um trú þeirra, sem bezt til þekkja á þróun hlutabréfaverðs í bankanum á næstu mánuðum og misserum. Svo má líka vera, að stjórnendahópurinn sjái hagnaðarmöguleika í því sem gerist þegar bankinn losar sig við hlutabréfin í Exista eins og er yfirlýst markmið bankans að gera í fyr- irsjáanlegri framtíð og kann að færa hluthöf- unum meiri hagnað en þeir sjálfir gera sér grein fyrir á þessari stundu. Ekkert uppnám hefur orðið vegna þessara viðskipta eins og varð fyrir nokkrum árum, þegar í ljós kom hvers konar samninga banka- ráð Kaupþings banka hafði gert við æðstu stjórnendur og þeir tóku þá ákvörðun um að falla frá. Það er að sjálfsögðu grundvallar- munur á því, hvort bankaráð eða stjórn bank- ans gerir slíka samninga fyrir luktum dyrum eða hvort þeir eru gerðir á aðalfundi viðkom- andi banka eða fyrirtækis. Hins vegar kom upp töluverð gagnrýni á stjórnendur Íslandsbanka fyrir nokkrum misserum, þegar í ljós kom, að stjórnendahóp- ur þar hafði keypt hlutabréf í bankanum og selt nokkrum mánuðum seinna með umtals- verðum hagnaði. Þá vöknuðu upp umræður um það, hvort ekki væri eðlilegt í slíkum við- skiptum, að stjórnendur fyrirtækis yrðu að eiga bréf sem þeir hefðu keypt í einhvern lág- markstíma áður en þeir mættu selja þau á ný. Sú augljósa breyting hefur orðið á kaupum t.d. stjórnenda í bönkunum á hlutabréfum í þeim fyrirtækjum, sem þeir starfa hjá, að nú er meira um að stjórnendur kaupi á markaðs- verði og taki raunverulega áhættu en áður höfðu þeir ákveðið öryggisnet, sem tryggði þeim hagnað ef bréfin hækkuðu en tryggðu þá gegn tapi ef bréfin lækkuðu. Litlar umræður hafa orðið um þessi mál meðal almennings ef undan er skilið það tilvik, þegar stjórnendur Kaupþings banka féllu frá samningum, sem þeir höfðu gert vegna reiði- öldu, sem gekk yfir landið. Einhverjar um- ræður en mun minni urðu þegar stjórnendur Íslandsbanka innleystu skjótfenginn hagnað nokkrum mánuðum eftir kaup. Það sem kannski er þó athyglisverðara er að litlar umræður hafa orðið á Alþingi um þessi mál, þótt um háar fjárhæðir sé að ræða, sem skattlagðar eru að mjög takmörkuðu leyti. Einhvern tíma hefði mátt búast við mikl- um umræðum á þingi um slík mál en það virð- ist vera liðin tíð. Rökin fyrir kaupréttar- samningum Þótt kaupréttar- samningar séu nýir af nálinni hér hafa þeir lengi tíðkazt í öðrum löndum og þá sérstaklega í Banda- ríkjunum og þá ekki bara fyrir fámennan hóp stjórnenda heldur líka fyrir almenna starfs- menn í fyrirtækjum. Rökin fyrir slíkum samningum eru augljós. Sá starfsmaður, sem á kost á að hagnast veru- lega á kaupréttarsamningi, leggur sig meira fram en ella. Kaupréttarsamningur er einfald- lega aðferð til þess að tryggja starfsmanni hlutdeild í ábatasamari rekstri fyrirtækis en ella. Í grundvallaratriðum er ekkert við það að athuga og margir mundu raunar telja, að slíkt fyrirkomulag væri sjálfsagt. Hvers vegna skyldu starfsmenn ekki njóta einhvers ábata af batnandi rekstri? Eina spurningin í þessu sambandi er kannski sú, hvort um óeðlilega mismunun sé að ræða í gerð kaupréttarsamninga, hvort of fáir eignist of mikinn rétt ef vel gengur og of margir of lítinn rétt. Um þetta er ekki hægt að setja neinar sérstakar reglur aðrar en hugsanlega þær að hlutföllin á milli stjórn- enda og almennra starfsmanna geti verið eitt- hvað svipuð og hlutföllin á milli launa hinna sömu. En í grundvallaratriðum má segja, að kaup- réttarsamningar geti verið heilbrigð aðferð til þess að tryggja stjórnendum og starfsmönn- um eðlilega hlutdeild í betri rekstri og þeir leggi sig þeim mun meira fram ef hagn- aðarvonin er til staðar. Rökin gegn kaupréttar- samningum Bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi hafa hvað eftir annað gos- ið upp umræður um kaupréttarsamninga. Sú gagnrýni, sem fram hefur komið á þá, er fyrst og fremst sú að þeir færi æðstu stjórnendum í sumum til- vikum óhóflegar tekjur, sem séu ekki í neinu samræmi við það sem er að gerast í umhverfi viðkomandi fyrirtækis að öðru leyti. Jafnframt hefur það gerzt að æðstu stjórnendur hafi inn- leyst mikinn hagnað þótt rekstur fyrirtækis hafi versnað að mun. Slíkar umræður fóru fram í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Loks hefur sú gagnrýni komið fram, að kauprétt- arsamningar ýti undir tilhneigingu hjá æðstu stjórnendum til þess að fegra eða öllu heldur falsa afkomutölur fyrirtækja til þess að hafa áhrif á verð hlutabréfa í viðkomandi fyrirtæki svo að stjórnendur geti innleyst hagnað vegna kaupréttarsamninga. Enron-málið svonefnda er m.a. nefnt sem dæmi um fyrirtæki þar sem slíkt hafi gerzt. Oft hafa gagnrýnendur verið í hópi lítilla hluthafa í viðkomandi fyrirtæki. Segja má, að gagnrýni af þessu tagi hafi varla heyrzt á að- alfundum hlutafélaga hér. Ástæðan er vafa- laust það mikla návígi, sem við búum við. Ein- staklingar, sem kunna að hafa aðra skoðun á kaupréttarsamningum en stjórn fyrirtækis, skirrast við að hafa þá gagnrýni uppi vegna návígis, persónulegs kunningsskapar eða af því einfaldlega að þeir vilja ekki fá á sig það orð, að þeir séu einhverjir nöldrarar. Álitamálin Þótt rökin fyrir gerð kaupréttarsamninga séu sterk eru auðvit- að uppi nokkur álitamál í þessu sambandi. Þau snúa í fyrsta lagi að upphæðum. Í öðru lagi að því hversu stór hópur starfsmanna skuli njóta góðs af slíkum samningum og í þriðja lagi er auðvitað spurning um hvernig standa skuli að skattlagningu þess hagnaðar, sem starfsmenn njóta vegna slíkra samninga. Það er ákaflega erfitt að finna einhvern mælikvarða í sambandi við upphæðir. Segja má að um sé að ræða launagreiðslu í öðru formi eða bónusgreiðslur fyrir vel unnin störf. Hvenær eru upphæðir „eðlilegar“ og hvenær eru þær taldar „óhóflegar“? Það var alveg ljóst, að almenningi þóttu upphæðirnar óhóf- legar, þegar uppnámið varð í kringum Kaup- þing banka fyrir nokkrum árum. Og ekki bara almenningi heldur öðrum starfsmönnum bank- ans á þeim tíma. Þetta fundu þeir stjórn- endur, sem um var að ræða og féllu frá þeim samningum. En á hvaða punkti breytast kaupréttar- ákvæði úr því að vera eðlileg og í það að verða óhófleg? Hverjir fá og hverjir fá ekki? Það er ekki fráleitt að halda því fram, að í því tilviki Kaupþings banka, sem hér hefur verið nefnt vegna þess, að það er það tilvik, sem valdið hefur mestu uppnámi, hafi einhverjum hópi starfsmanna þótt óeðlilegt að þeir samningar, sem þá voru til umræðu, hefðu ekki náð til fleiri starfsmanna eða stjórnenda en raun var á þá. Og í sjálfu sér má spyrja hvers vegna kaupréttarsamningar eigi ekki að ná til allra starfsmanna en bara sumra ef gefinn er kost- ur á þeim á annað borð. Eru það bara æðstu stjórnendur, sem skipta máli í rekstri fyr- irtækja? Það er hægt að færa sannfærandi rök fyrir því að í þeim efnum skipti allir starfsmenn máli. Skattlagning hagnaðar vegna kaupréttar- samninga er auðvitað mál, sem hefur víðari skírskotun. Hvaða rök eru yfirleitt fyrir því, að launauppbót af þessu tagi skuli ekki skatt- lögð eins og önnur laun? Hvaða rök eru fyrir því, að fjármagnstekjur FRELSI OG FRELSI Í Bandaríkjunum stendur vaggakapítalismans. Þar hafa menntalið, að mest frjálsræði ríki í viðskiptum. Til Bandaríkjanna hafa menn litið til fyrirmyndar um það, hvernig ætti að tryggja frelsi til orðs og athafna. Í þessu samhengi er fróðlegt að fylgjast með því, sem nú er að gerast í viðræðum Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um loftferðir á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fyrir nokkrum mánuðum var gerður samn- ingur á milli þessara aðila, sem hefði leitt til afnáms allra takmarkana á flugi yfir Atlantshafið. Fram að þessu hafa evrópsk flugfélög einungis flogið til Bandaríkjanna frá eigin landi. Lufthansa má bara fljúga til Banda- ríkjanna frá flugvöllum í Þýzkalandi en ekki t.d. frá London eða Kaup- mannahöfn. Evrópumenn eru ekki saklausir í þessum efnum. Ef nýtt bandarískt flugfélag leitar eftir aðstöðu til lend- inga á Heathrow flugvelli í námunda við London getur það fengið slíka að- stöðu en um miðnætti. Almennt var litið svo á, að afnám hindrana mundi leiða til verulegrar lækkunar á fargjöldum yfir hafið. Nú bendir allt til þess, að ekki verði af framkvæmd þessa samkomu- lags í bili. Ástæðan er sú, að Evrópu- sambandið krefst aðgerða af hálfu Bandaríkjamanna á öðrum sviðum flugrekstrar. Hingað til hafa flug- félög í Evrópu haft heimild til að kaupa hluti í bandarískum flugfélög- um en hins vegar hefur þeim verið bannað að taka þátt í stjórn þeirra. Jafnvel þótt þau ættu t.d. fjórðung hlutabréfa. Evrópuríkin hafa krafizt þess, að þessar reglur verði þurrkaðar út. Á Bandaríkjaþingi er andstaða við það og einnig á meðal verkalýðsfélaga, sem hafa hagsmuni af því sem gerist á vettvangi flugfélaganna vestan hafs. Verkalýðsfélögin hafa áhyggjur af því að evrópsku félögin mundu efna til hreinsunaraðgerða hjá banda- rísku félögunum, skera niður kostnað og fækka fólki, sem hlýtur að segja eitthvað um aðstæður í bandaríska flugheiminum. Þau vilja að tryggt verði að evrópsku félögin kæmust ekki upp með aðgerðir í rekstri bandarískra félaga, sem gætu leitt til uppsagna og fækkunar starfsmanna hjá þeim flugfélögum, sem evrópsku félögin hugsanlega næðu tökum á. Nú geta þessar reglur í Bandaríkj- unum ekki talizt til fyrirmyndar en þær sýna að þjóðir setja þær reglur, sem þær telja að henti sér og sínum hagsmunum hvað sem líður hug- myndafræðinni á bak við þær. Bush og flokksbræður hans segjast berjast fyrir algeru frelsi í atvinnulíf- inu. En frelsið nær ekki lengra en hagsmunir Bandaríkjanna eða þrýsti- hópa innan þeirra leyfa. Ef Bush hef- ur hagsmuni af því að láta undan þrýstingi verkalýðsfélaga í þessu til- viki gerir hann það. Hugmyndafræð- in skiptir engu máli. Við Íslendingar viljum hafa leyfi til að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um í öðrum löndum og höfum gert það. Við viljum líka fá erlenda aðila til þess að fjárfesta hér og grátum það að lítið er um slíkar fjárfestingar nema í áliðnaði. En við bönnum enn erlendar fjár- festingar í sjávarútvegi. Hvernig get- um við krafizt réttinda hjá öðrum þjóðum, sem ekki geta fengið sam- bærileg réttindi hér? Við gerum það vegna þess, að sérhagsmunaaðilar krefjast þess. Er ekki kominn tími til að breyting verði á?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.