Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 43 MENNING Fréttasíminn 904 1100 JÓN Þorkelsson Vídalín var biskup í Skálholti á árunum 1698-1720. Hann hefur löngum verið talinn í hópi hinna merkari Skálholtsbiskupa í lúth- erskum sið og þekktastur er hann fyrir húslestrabók sína, Vídalínspost- illu, sem prentuð var í tveimur bind- um á Hólum í Hjaltadal á árunum 1718 og 1720. Vídalínpostilla er tví- mælalaust vinsælasta húslestrabók íslensk. Hún var endurprentuð marg- sinnis og notuð til lestra á heimilum löngu eftir daga Jóns, sums staðar jafnvel fram á 20. öld. Er þá rétt að benda á, að prentun seinna bindis postillunnar var ekki lokið fyrr en ár- ið sem meistari Vídalín lést og óvíst að hann hafi litið það augum. En Jón Vídalín var ekki aðeins mikill predikari og postilluhöfundur. Hann þótti skörulegur biskup og vel lærður og röggsamur í kirkjustjórn sinni. Hann átti það til að taka hart á brotum, ekki síst er kirkjunnar menn og höfðingjar áttu í hlut, en var mild- ari og tíðum góðgerðasamur við þá er minna mátti sín. Prestastefnur voru öldum saman helstu samkomur íslenskra kenni- manna og mikilvægt tæki biskupa í kirkjustjórninni. Þær voru tvenns konar. Annars vegar voru presta- stefnur sem prófastar boðuðu til í umdæmum sínum og hins vegar prestastefnur biskupa, sem haldnar voru árlega frá því á 17. öld. Á meðan biskupsstólar voru tveir í landinu hélt Hólabiskup jafnan prestastefnu Hólastiftis á Flugumýri í Skagafirði, en Skálholtsbiskup kvaddi presta til fundar á Þingvöllum við Öxará um al- þingistímann. Á prestastefnu var rætt um margvísleg mál, bæði al- menn og þau er snertu kirkjuna sér- staklega, og úrskurðir lagðir á. Þeir voru nefndir prestastefnudómar og höfðu ærið fordæmisgildi, ekki síst í siðferðismálum, jafnt kennimanna sem almúgans. Gefur því augaleið að prestastefnudómar hafa mikið heim- ildagildi og eru mikilsverðar heim- ildir um hegðun, viðhorf og siðferði fólks á fyrri tíð og segja mikið um af- stöðu kirkjulegra yfirvalda til mála. Jafnframt bregða dómarnir í mörg- um tilvikum fróðlegu ljósi á daglegt líf og kjör fólk og gefa fræðimönnum og höfundum sem um þessa tíma fjalla tækifæri til að skyggnast und- ir yfirborðið og skoða ýmsa fleti mannlífsins, sem aðrar heimildir eru tíðum þöglar um. Í þessari bók eru prentaðir úrskurðir sem kveðnir voru upp á prestastefnum á Þingvöll- um þau tuttugu og tvö ár sem Jón Vídalín var biskup í Skálholti. Allir eru þeir stórfróðlegir aflestrar og bregða upp skemmtilegri mynd af ís- lensku samfélagi á öndverðri átjándu öld. Vel er vandað til þessarar útgáfu. Hún hefst á formála eftir Matthías Guðm. Pétursson formann sókn- arnefndar Garðasóknar, en Jón Ví- dalín var fæddur að Görðum á Álfta- nesi árið 1666 og eru því rétt 340 ár liðin frá fæðingu hans. Sóknarnefndin hefur og lagt rækt við minningu hans og í Garðabæ stendur Vídalínskirkja. Mér þykir það hins vegar nokkur of- rausn af sóknarnefndarformanninum að kalla meistara Vídalín „Garðbæ- ing“, enda nokkurt miseldri með hon- um og sveitarfélaginu sem nú heitir Garðabær. Umsjónarmenn útgáfunnar, Már Jónsson prófessor og séra Skúli S. Ólafsson, rita rækilegan inngang þar sem þeir gera stutta grein fyrir ævi- hlaupi Vídalíns og síðan fyrir presta- stefnum á hans tíð, handritum sem notuð voru við útgáfu presta- stefnudómanna og vinnureglum við frágang textans. Allt þar sem byrjar í góðu fræðiriti og í bókarlok eru nauð- synlegar skrár. Þetta er þörf og tímabær heim- ildaútgáfa og vafalaust kærkomin öllu áhugafólki um íslenska sögu. Prestastefnudómar meistara Vídalíns BÆKUR Guðfræði Már Jónsson og Skúli S. Ólafsson tóku saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 12. bindi. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2006. 335 bls. Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Prestastefnudómar Jóns biskups Vídalíns árin 1698-1720 Jón Þ. Þór Jón Vídalín Aflið sem þig vantar Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Norsku Steady bátarnir hafa slegið í gegn hjá okkur. Verð frá aðeins 114.000 kr. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar. Nýja 3-D leiktækið sem er í raun þrjár sæþotur í einni, RXP 215 hö ofurtækið og GTX Limited sem er lúxus-sæþota fyrir þrjá, allt mögnuð tæki! Sea-doo sæþotur. Frá 2,5 - 250 hestöfl. Mótorar fyrir allar gerðir báta. Verð frá 74.900 kr. Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Bombardier fjórhjól. Öflugustu fjórhjólin á markaðnum eru BRP Outlander 800 4x4. Eins eða tveggja manna með spili og öllu sem prýtt getur yfirburða fjórhjól. Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími: 580 5200 • Fax 580 5230 www. lifidn.is Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2006 verður haldinn mánudaginn 8 maí, kl. 16:30 á Grand Hotel Reykjavík, Sigtúni. Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 4. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Reykjavík, 7. apríl 2006, stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar. N æ st 2006Ársfundur Lífiðnar Dagskrá Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 1 Atkvæðagreiðsla um samrunasamning2 Önnur mál löglega upp borin3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.