Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar SAMKVÆMT svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins og að- alskipulagi Mosfellsbæjar mun þar eiga sér stað mikil fjölgun íbúa á næstu árum. Mos- fellsbær er það sveitarfélag á land- inu sem ætlað er að taka við hvað hlut- fallslega mestri fólksfjölgun. Á kjörtímabilinu hefur meirihluti sjálfstæðismanna unnið mikið starf við undirbúning þessa stóra verk- efnis. Þannig er málum háttað í Mosfellsbæ að byggingarlönd eru nær eingöngu í eigu einkaaðila. Gömlu landbúnaðarjarðirnar og til- vonandi byggingarlönd, Blikastað- ir, Lágafell, Teigur, Sólvellir, Akr- ar, Reykir, Helgafell og Leirvogstunga falla öll í þennan flokk. Ný hugmyndafræði í Mosfellsbæ – 1.000 lóðir fyrir sérbýli Þegar skoðaðir eru þeir mögu- leikar sem sveitarfélagið hefur til að takast á við þessa miklu upp- byggingu koma einkum tvær leiðir til greina. Annars vegar að kaupa upp byggingarlöndin og úthluta lóðum og hins vegar að gera samn- inga við landeigendur varðandi uppbyggingu á svæðunum. Við fyrstu sýn virðist fyrri leiðin að- gengilegri og betri en við nánari skoðun kemur í ljós að henni fylgja verulegir annmarkar. Eins og öll- um er kunnugt hefur verð á bygg- ingarlandi á höfuðborgarsvæðinu margfaldast á undanförnum árum. Sveitarfélagið þarf því að leggja í gífurlegar fjárfestingar vegna kaupa á byggingarlandi með til- heyrandi áhættu. Auk þess sem leggja þarf uppkaupsverð ofan á gatnagerðargjöld til að ná þeim fjármunum til baka sem lagðir væru í kaupin, nema að lóðir séu niðurgreiddar af skattfé sem án efa mundi ekki nást sátt um meðal bæj- arbúa. Því var skoðuð sú leið að gera samninga við landeigendur um uppbyggingu á svæðunum og aðkomu þeirra að byggingu þjón- ustumannvirkja. Nú hafa verið gerðir tveir slíkir samningar, þ.e. um uppbyggingu 400 sérbýlisíbúða í Leirvogstungu og byggingu 1000 íbúða í landi Helgafells. Þessir samningar fela m.a. í sér:  Landeigendur kosta allar framkvæmdir sem uppbygg- ing á hverfunum krefst, hverju nafni sem þær nefnast, s.s. vegna gatnagerðar, und- irganga, holræsalagna, stíga- gerðar, lýsingar, frágangs leikvalla og allra sameig- inlegra svæða.  Landeigendur greiða allan skipulagskostnað svæðanna.  Landeigendur afhenda Mos- fellsbæ landið til eignar sam- hliða uppbyggingu.  Landeigendur greiða Mos- fellsbæ a.m.k. um 1.050 mkr. vegna beggja hverfanna, sem notaðar verða til uppbygg- ingar á skólamannvirkjum í hverfunum. Með þessu móti er tryggt að fjár- magn fylgir frá landeigendum til að standa undir uppbyggingu á nauð- synlegri þjónustu í hverfunum og sá kostnaður lendir ekki á íbúum sveitarfélagsins. Auk þess fríar bæjarfélagið sig þeirri miklu áhættu sem fylgir uppkaupum. Jafnframt er tryggt mikið framboð af fjölbreyttum lóðum í bæjarfélag- inu sem stuðlar að því að jafnvægi myndast milli framboðs og eft- irspurnar sem leiðir jafnframt til lægra lóðaverðs. Sú leið sem hér hefur verið kynnt um uppbyggingu íbúðahverfa í Mosfellsbæ hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að hér er um nýja hugmyndafræði að ræða sem önnur sveitarfélög munu vafa- laust nýta sér. Uppbygging íbúðarhverfa ný hugmyndafræði í Mosfellsbæ Eftir Harald Sverrisson Höfundur er formaður bæjarráðs og skipulags- og bygging- arnefndar í Mosfellsbæ. SAMFYLKINGIN í Reykjavík lít- ur svo á að allir íbúar borgarinnar hafi jafnan rétt til þjónustu, burtséð frá þjóðerni þeirra. Við flokkum fólk ekki í ákveðna hópa, held- ur viljum að allir geti verið með. Innflytj- endur þurfa aukinn stuðning og munum við veita hann með sérstakri áherslu á íslenskukennslu sem er lykill að að- lögun í okkar samfélagi. Í grein í Morgunblaðinu í gær sagði Toshiki Toma, prestur innflytj- enda, að í stefnuskrá Samfylking- arinnar væri hvergi minnst á fjöl- menningu eða innflytjendur í ellefu megináherslum. Að mínu mati nýtist gjaldfrjáls leikskóli, fjölbreytt hús- næðisframboð og framúrskarandi nám öllum Reykvíkingum, þ.m.t. inn- flytjendum. Svo fátt eitt sé nefnt. Í stefnuskrá okkar er fjallað um 11 megináherslur sem snerta alla íbúa borgarinnar á einn eða annan hátt. Jafnframt er hægt að skoða stefnu- skrána ítarlegar eftir málefnaflokk- um. Þar má m.a. finna eftirfarandi texta: „Í Reykjavík á að tryggja grunnþarfir íbúa. Samfylkingin vill stuðla að jöfnum tækifærum, óháð efnahag eða annarri stöðu. Samfylk- ingin vill jafna lífskjör og vinna mark- visst gegn félagslegri einangrun. […] Samfylkingin vill virkja þann mann- auð sem í innflytjendum býr, auka þarf stuðning við aðlögun og tungu- málanám og sérstakt átak þarf til að styrkja stöðu barna af erlendum upp- runa. Fjölmenningarstefnu Reykja- víkurborgar á að endurskoða reglu- lega.“ Innflytjendur í Reykjavík eru Reykvíkingar. Því telur Samfylkingin sig eiga samleið með þeim og hlakkar til að hjálpa þeim að setja mark sitt á borgarlífið. Toshiki Toma hefur unnið dyggilega að sama markmiði og ber að þakka honum fyrir það. Að lokum vil ég benda á grein eftir Dofra Hermannsson og Oddnýju Sturludóttur sem birtist í Frétta- blaðinu á verkalýðsdaginn þar sem fjallað er um málefni innflytjenda. Greinin birtist einnig á ensku á vef okkar, www.xsreykjavik.is. Reykjavík er allra Eftir Björk Vilhelmsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Opið hús í dag frá 14.00 til 16.00 Hraunhamar kynnir sérlega glæsilega íbúð á þessum góða stað miðsvæðis í Breið- holtinu. Íbúðin er 73,2 fm og er á 4. hæð í fallegu fjölbýli. Gott aðgengi og lyfta. Skipting eignarinnar: 2 svefnherbergi, hol, eldhús með borðkrók, stofa, svalir, baðher- bergi og geymsla, auk þess er sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymsla í sam- eign. Verð 14,9 millj. Björn býður ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vesturberg 78 - Rvík. - Opið hús Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Vel staðsett 270 fm raðhús með innbyggðum 52 fm tvöföldum bíl- skúr. Í húsinu eru meðal annars 5 svefnherbergi þar af eitt mjög stórt með eldhúsi, stórar stofur með uppteknu lofti, tvö baðher- bergi og gott eldhús. Skjólsæll suður garður með verönd. Mjög vel umgengið hús. Gott útsýni. Verð 44,0 millj. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14 TIL 17 GRÆNIHJALLI 5 - KÓPAVOGI FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. TÓMASARHAGI 16 Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00 JÖRFABAKKI 18 3.hæð Opið hús í dag frá kl. 14.00-15.00 VALSHÓLAR 2 - ÚTSÝNI Opið hús í dag frá kl. 14.00-15.00 Fallega og björt 3ja herb.endaíbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Anddyri, rúmgóð stofa, eldhús með þvottaherb. innaf, nýl. uppgert baðherb. flísar í hólf og gólf, tvö góð herbergi annað með skáp. Gólfefni er parket og flísar. Sameign er til fyrimyndar og falleg lóð. Fallegt nýl.málað og viðgert lítið fjölbýli. Mjög góð staðsetning. Verð16.6 millj.Verið velkominn í dag milli 14-16 Þór tekur á móti gestum Falleg, björt og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 3.hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Björt og rúmgóð stofa/borðstofa m/útg.á svalir m/miklu útsýni. Þrjú góð herbergi öll m/ skápum, fallegt baðherbergi flísar í hólf og gólf. Eldhús m/ nýl. fallegri innréttingu, flísar milli skápa. Gólfefni er parket og flísar. Einstaklega barnvænt umhverfi, stutt í alla þjónustu. Verð 18,7 millj. Elín Ída sýnir. Vorum að fá í einkasölu, efri sérhæð í þríbýlishúsi. Sérinngangur. Stigapallur með útgang á vestursvalir. 3 svefnherbergi með skápum í einu. Eldhús með nýrri innréttingu. Stofa. Geymsluris yfir allri íbúð, með miklum möguleikum. Verið er að setja nýtt dren og nýjar skólplagnir við húsið. Hús í góðu standi. Verð 27,2 m. Opið hús verður í dag frá kl. 14-16, sölumaður sýnir. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Allar nánari upplýsingar á Stórborg Fasteignasala. Kirkjustétt 4. Sími: 534-8300. Sími: 534-8300 Fax: 534-8301 Kirkjustétt 4 - 113 Reykjavík www.storborg.is Til Sölu einn vinsælasti veitingastaðurinn í Reykjavík www.storborg.is - 534 8300 - storborg@storborg.is STÓRBORG Júlíus Vífill Ingvarsson hdl. og löggiltur fasteignasali Gaukur á stöng Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Kórsalir 5 penthouse Höfum fengið í einkasölu einstaka 264 fm penthouse íbúð á tveimur hæðum með óviðjafnanlegu útsýni, ásamt bílskýli. Íbúðin er glæsil. innréttuð og frágangur hinn vandaðasti. Lofthæð í stofu er allt að 7 metrum og mjög stór gluggi í stofu gerir íb. mjög bjarta og sér- staka. Íb. skiptist þannig: neðri hæð er stofa, borðst., eldhús, þrjú svefnh. og tvö baðh., annað innaf hjónah. Yfir hluta íb. er milliloft og stór stofa og þaðan er hægt að horfa niður í stofu og eldhús sem hafa allt að 7 metra lofthæð. Óskað er eftir tilboðum. 4853 EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.