Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 18

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 18
18 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ V ísast muna flestir sem komnir eru til vits og nokkurra ára hvar þeir voru staddir þegar þeim barst sú frétt örlagadag- inn mikla 11. september 2001 að hryðjuverkamenn hefðu flogið far- þegaþotum á tvíburaturnana svo- nefndu í New York í Bandaríkjunum. Hafi nokkur vafi leikið á því fyrir fimm árum verður vart um það deilt nú, að árás þessi breytti sjálfu ástandi heimsmálanna. Og ekki verður í efa dregið að áhrifanna á eftir að gæta um langa tíð jafnt á alþjóðavettvangi sem á sviði staðbundinna stjórnmála. Í því efni beinist athyglin eðlilega að stjórnmálum í Bandaríkjunum og stöðu eina risaveldisins sem for- usturíkis þess sem á stundum er nefnt „hinn frjálsi heimur“. Ykkar einlægur snæddi hádeg- isverð með bandarískum sendiráðs- mönnum 11. september 2001. Og sannast sagna snerist umræðan eink- um um hryðjuverkaógnina og hinn nýja veruleika eftir lok kalda stríðs- ins. Farsíminn hringdi og starfs- maður á Morgunblaðinu færði þá frétt að flugvél hefði verið flogið á World Trade Center í New York. Há- degisverðinum var slitið í skyndi og menn héldu fullir spurnar og kvíða til höfuðstöðva sinna. Við tók botnlaus og eftirminnileg vinna á Morg- unblaðinu; nítján lítt vopnaðir hryðju- verkamenn höfðu sett heiminn á ann- an endann. Árás flugumanna hryðjuverkaleið- togans Osama bin Laden á Bandarík- in umsteypti vitanlega öllu þar vestra. Árásin kostaði um 3.000 manns lífið og óskapleg eyðilegging í sjálfu musteri kapítalismans blasti við heimsbyggðinni. Nýr óvinur var kominn til skjalanna. Vissulega höfðu margir vestra áhyggjur af því að ísl- amskir öfgamenn kynnu að hafa ógn- arverk í huga. Hryðjuverk hafði áður verið framið í World Trade Center. Fáum kom hins vegar til hugar að lít- ill hópur manna gæti rænt fjórum bandarískum farþegaþotum og flogið þeim án þess að vörnum yrði komið við á tvíburaturnana og Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneyt- isins (fjórða þotan hrapaði til jarðar í Pennsylvaníuríki og virðist sem far- þegarnir hafi náð að koma í veg fyrir að henni yrði flogið á Hvíta húsið). Og þó, rannsókn hefur raunar leitt í ljós að yfirvöldum mátti vera ógnin ljós. Leyniþjónustustofnanir brugðust gjörsamlega í aðdraganda árás- arinnar á Bandaríkin og sýnist þar hafa ráðið mestu skriffinnska og hugsunarháttur þeirra sem mik- ilvægast telja að verja þúfur þær sem þeir halda sig ráða yfir. Viðbrögð þjóðarinnar við þessari svívirðilegu árás minntu um margt á þau sem Bandaríkjamenn sýndu er Japanir réðust á Pearl Harbour 1941 og þegar John F. Kennedy forseti var ráðinn af dögum haustið 1963. Þjóðin þjappaði sér saman, bylgja rétt- nefndrar „þjóðhyggju“ reið yfir, fán- ar seldust upp í verslunum og alþýða manna horfði til leiðtogans George W. Bush. Forsetinn hafði unnið naumasta sigur í sögu þjóðarinnar í kosningunum árið áður og margir voru þeirrar hyggju að þessi maður myndi seint verða óumdeildur foringi Bandaríkjamanna. Bush lýsti yfir því að stríð væri haf- ið. Það yrði háð gegn hryðjuverka- mönnum, ekki aðeins þeim sem ábyrgð bæru á árásinni á Bandaríkin heldur öllum þeim hygðu á og fremdu ógnarverk. Og hið sama myndi gilda um alla þá sem styddu hryðjuverka- menn og aðstoðuðu á einn veg eða annan. Annaðhvort stæðu þjóðir heims með Bandaríkjamönnum í hnattrænu stríði gegn hryðjuverka- ógninni eða þær stæðu gegn þeim. „Bush-kenningin“ svonefnda hafði verið kynnt til sögu. Bandaríkjamenn fylktu sér að baki Bush. Þeir kunnu vel að meta þá festu og yfirvegun sem forsetinn sýndi. Ekki varð annað séð en leið- toginn byggi yfir járnvilja. Og Banda- ríkjamenn stóðu ekki einir, leiðtogar og alþýða manna í flestum ríkjum heims fordæmdu verknaðinn, lýstu yfir samúð sinni og hétu stuðningi. Fylgi við Bush forseta mældist skömmu eftir árásina um 90% sem er hið mesta sem þekkist í stjórn- málasögu síðari tíma í Bandaríkj- unum. Forsetinn hafði fullt og óskor- að umboð til að bregðast við árásinni af öllum þeim þunga sem Bandaríkin bjuggu yfir. Úthrópuð ríkisstjórn fer fyrir klofinni þjóð Nú, fimm árum síðar, liggja við- brögð stjórnvalda vestra fyrir. Full- yrða má að niðurstaðan hafi reynst önnur en sú sem að var stefnt. Ein- ingin sem ríkti í Bandaríkjunum heyrir nú sögunni til. Bush forseti nýtur lítilla vinsælda og líkur eru á að Repúblíkanaflokkur hans glati meiri- hluta sínum í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings (hið minnsta) í þingkosn- ingunum í haust. Í huga margra Bandaríkjamanna skiptir þó mestu að orðstír þessa mikla veldis hefur skaðast stórlega víða um heim. Senni- lega er George W. Bush óvinsælasti forseti Bandaríkjanna utan heima- landsins í rúmlega 30 ár. Líklegt er raunar að enn fleiri leggi fæð á hann en á þá Lyndon B. Johnson og Rich- ard Nixon. Alþjóðleg fjölmiðlun ræð- ur trúlega miklu um það. Efasemdir, svo vægt sé til orða tekið, magnast um að Bandaríkin séu fær um að gegna því forustuhlutverki sem þau hafa tekið að sér á heims- vísu. Spurt er um umboð Bandaríkja- manna til að sinna því hlutverki og margir telja algjört siðleysi hafa ein- kennt framgöngu stjórnvalda vestra í „hnattræna hryðjuverkastríðinu“. Og þeirri baráttu er vitanlega hvergi nærri lokið; víða um heim sem og í Bandaríkjunum telja menn George W. Bush stórhættulegt idjót og álíta víst að hann láti ekki innrásir í Afgan- istan og Írak nægja. Aðdáendur for- setans telja hann mikilmenni sem val- ist hafi til forustu á mestu ógnartímum frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Bandarísk stjórnvöld eru úthrópuð víða um heim og þjóðin er klofin. Hvað fór úrskeiðis? Innrás Bandaríkjamanna í Afgan- istan tókst um margt heldur vel þeg- ar horft er til ástandsins sem löngum hefur ríkt þar í landi. Talibanar, flokkur íslamskra hreintrúarmanna, var við völd í landinu og höfðu þeir skotið skjólshúsi yfir Osama bin Lad- en og aðra menn tengda al-Qaeda- hryðjuverkanetinu. Talibanar neit- uðu að framselja bin Laden og mán- uði eftir fjöldamorðin vestra réðust Bandaríkjamenn inn í landið. Inn- rásin naut verulegs stuðnings á al- þjóðavettvangi. Talibanastjórnin féll fljótt enda voru stríðsherrar ýmsir og her- flokkar tilbúnir til að ganga til liðs við … og heimurinn breyttist á augabragði Fimm ár eru liðin frá árás hryðjuverka- manna á Bandaríkin. Ásgeir Sverrisson rifj- ar upp örlagadaginn 11. september 2001 og fjallar um viðbrögð stjórnar George W. Bush við árásinni. Reuters Árásin Reykjarbólstrar stíga upp af nyrðri turni World Trade Center og ofarlega til hægri á myndinni sést hvar síðari farþegaþotan stefnir á syðri turn- inn. Að auki var farþegaþotu flogið á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í Washington, en fjórða þotan hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu. Alls drápu hryðjuverkamennirnir um 3.000 manns í New York og Washington hinn 11. september 2001.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.