Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 27
– Hvaða vísu kvað afi þinn? „Hann kvað gjarnan eitthvað eftir Hallgrím Pétursson. Hallgrímur var hans maður og er minn líka. Ég var spurður að því í viðtali fyrir skömmu hvort ég tryði heldur á Guð eða Óðin, af því að ég hef verið að sniglast með ásatrúarmönnum. Ég svaraði því til að ég tryði á Hallgrím Pétursson eins og allir sannir Íslendingar. Og það er rétt að ég hef alltaf dáðst að Hallgrími og hans trúarhita og kveð- skap. Vísan sem afi flutti var svona: Guð faðir mig gjörði sinn, Guðs sonur mig leysti; Guðs fyrir andann gafst mér inn góður trúarneisti. Þegar Steindór tók að sér for- mennsku segir hann að enginn annar hafi nennt því, enda mikið fyrir því haft ef vel eigi að vera. „Margir höfðu verið beðnir þar til einhverjum datt sú fásinna í hug að fá mig til þess. Ég tók því vel enda vildi ég ekki að allt færi til fjandans. Ekki er laust við að þar hafi einnig ráðið hé- gómi,“ segir hann og brosir. „Ég lét mig dreyma um að félagið færi nú ekki að vekja athygli akk- úrat á meðan ég væri formaður. En ég var ekki fyrr búinn að taka við sprotanum en það var eins og yrði bylting og allir fjölmiðlar fóru að hafa áhuga á Iðunni. Þó gerði ég aldrei neitt til að vekja á athygli á fé- laginu og hef aldrei gert. Þetta er al- gjör ráðgáta fyrir mér, þó að ég telji að yngra fólkið eigi sinn þátt í því, eins og Andri Snær Magnason og Eva María Jónsdóttir, sem leiddi mig og Sigurrós saman á sínum tíma. Að ógleymdum Hilmari Erni Hilmarssyni sem hefur verið al- gjörlega óþreytandi við að finna ný sjónarhorn og gera meira úr rímum en að umla úti í horni. Hann átti hug- myndina að því að leiða okkur Erp [Eyvindarson] saman í lagi og mér sýnist það hafa vakið einna mesta at- hygli á rímunum. Þetta voru rímur og rapp, þar sem hann rappaði texta sem ég hef aldrei skilið og ég kvað hestavísur inn á milli,“ segir Stein- dór og skellihlær. „Úr þessu varð heilmikið rokk. Ég hitti einu sinni mann sem hafði verið á rússneskum togara við Austur- Grænland og þar náðu Rússarnir ekki sambandi við neina útvarpsstöð aðra en Gufuna. Hann sagði að Rúss- arnir hefðu alveg ætlað að ærast þegar lagið var spilað þar og mikið fjör verið um borð.“ Iðunn fær inni í Gerðubergi Á 77 ára afmælisdegi Iðunnar 15. september næstkomandi verður kynnt ný aðstaða sem félagið hefur fengið í Gerðubergi. Í tilefni dagsins verður opið hús fyrir almenning, stutt skemmtidagskrá og léttar veit- ingar. „Það markar auðvitað tímamót að eiga í slíku samstarfi og geta nýtt sér þá frábæru aðstöðu, sem er til staðar í Gerðubergi. Reglulegir fundir hefj- ast svo í byrjun október og eins munu félagar standa fyrir nám- skeiðum í rímnakveðskap og brag- fræði í húsakynnum Gerðubergs. Það eiga allir að geta skemmt sér á fundum Iðunnar, þar sem kveðnar eru rímur, lesin ljóð, flutt fróðleg er- indi, spilað og sungið. Hljóðfæraleik er alls ekki úthýst og það stendur til að víkka út starfsemina og samein- ast félagi sem lítið hefur borið á, Þjóðlagafélaginu, en það var stofnað árið 2000.“ Í Kvæðamannafélaginu Iðunni eru tvær fastanefndir, annars vegar rímnalaganefnd, sem safnar rímna- lögum, varðveitir þau og kennir, og hins vegar vísnanefnd, sem safnar lausavísum. „Ég sé fyrir mér að við getum víkkað út starfsemina þannig að þar verði rúm fyrir alla þjóðlega tónlist, hverju nafni sem hún nefnist, s.s. sálmalög, þjóðlög eða rímur. Það mætti jafnvel tvískipta fundum í tón- fundi, þar sem tónlist yrði í for- grunni, og vísnafundi, sem væru lítil hagyrðingamót. Jafnframt mætti fjölga fundum, þannig að þeir yrðu hálfsmánaðarlega. Félagið verður að þróast ekkert síður en önnur félög og ég geri mér vonir um að það hafi jákvæð áhrif að tónlistin sé á breiðara sviði, þannig að hvað geti haldið velli með öðru. Ef félagið byggist eingöngu á rímnakveðskap er það dæmt til að falla.“ Samstarfið við Sigurrós Steindór hefur ferðast vítt um heiminn með Sigurrós og kom síðast í sumar fram á tveim tónleikum á ferð Sigurrósar um landið, þar á meðal þorrablóti sem hljómsveitin stóð fyrir á Kirkjubæjarklaustri. Þangað bauð Sigurrós Iðunnar- félögum og var dagskráin tekin upp fyrir heimildarmynd um hljómsveit- ina. „Þeir áttuðu sig strax á því þegar þeir heyrðu rímnagaulið í mér hví- líkur kraftur er fólginn í rímna- tónlistinni,“ segir Steindór. „Ætli það sýni ekki best hve traustum fót- um þeir standa í íslenskum menning- ararfi.“ Hann segir ómögulegt að segja til um hvort framhald verði á samstarf- inu; það hafi aldrei verið rætt. „Þetta hefur þróast frá degi til dags og ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efn- um.“ – Náði samstarfið ef til vill há- punkti í Hrafnagaldri? „Já, það má segja það. Þá sömdum við saman tónverk sem byggist að hluta á gömlu rímnahefðinni og ég verð að segja að ég er montinn af af- rakstrinum. Þetta var byggt á hug- mynd Hilmars Arnar Hilmarssonar, sem hafði gengið með það í vömbinni að gera tónverk upp úr þessu kvæði. En það hefur verið gaman að fara með tónverkið milli landa, því þar tvinnast saman svo margir þættir úr þjóðararfinum, þ.e. forníslenskt kvæði og óskiljanlegt og rímnakveð- skapurinn,“ segir hann og hlær. „Svo höfðum við grjót ofan úr Borgarfirði sem strákarnir spiluðu á, – steinhörpu Páls á Húsafelli, listamanns og snillings. Það er ekki amalegt að hafa fósturjörðina með sér og spila á hana. Ég fullyrði að annars hefði tónverkið hvorki verið fugl né fiskur.“ Morgunblaðið/ÞÖK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 27 A&P Arnason og Faktor einkaleyfaskrifstofa hafa sameinast undir nafninu Arnason Faktor. Fyrirtækið hefur nú flutt í glæsilegt nýtt húsnæði: Við erum flutt! Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík Sími: 5 400 200 Fax: 5 400 201 mail@arnasonfaktor.is www.arnasonfaktor.isNæ st Munið Mastercard ferðaávísunina Prag í allt haust frá kr. 19.990* Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Ís- lendinga sem fara þangað í þúsunda- tali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heim- sækja borgina. Fararstjórar Heims- ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menn- ingu. Góð hótel í hjarta Prag auk frá- bærra veitinga- og skemmtistaða. 27. sept. - 5 nátta helgarferð á frábærum tíma *Verð kr.19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 2.-5. okt. eða 6.-9. nóv. Netverð á mann. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 27. sept. í 5 nætur á Hotel ILF með morgunmat. 27. sept. - örfá sæti laus 2. okt. 05. okt. - örfá sæti laus 9. okt. 12. okt. 16. okt. 6. nóv. 09. nóv. - örfá sæti laus 13. nóv. 16. nóv. - örfá sæti laus 20. nóv. 23. nóv. Beint flug * Bókaðu núna! Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.