Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ skrifa í dagblað eða tímarit á Íslandi er ekki tekið út með sæld- inni. Hverjum sem les prentmiðla að staðaldri verður fljótlega ljóst að blöð og tímarit halda enn ákaflega fram sínu forna kóngsvaldi til stýr- ingar á umræðu/flæði hugmynda og til stýr- ingar á virðingarröð- inni í hópi þeirra sem hefja upp skriffærin. Umræðuefni og virðingarröð Þær aðferðir sem einkum er beitt í þessu skyni eru flest- um kunnar: 1. neitun um birtingu yfirleitt án skýringar; 2. þver- neitun á yfirlestri höf- undar á texta sínum fyrir birtingu; 3. birt- ingartíminn: vegna þess að eftir því sem frá líður dregur úr gildi um- fjöllunar miðað við slagkraft á rit- unartíma; 4. birtingarstaðurinn: vegna þess að með réttu eða röngu er enn almennt ríkjandi sú sjálf- hverfa skoðun ritstjórna að umfjöll- un nær ritstjórnargrein, sem eins konar konungsstóli blaðsins, beri sjálfkrafa með sér aukna þungavigt og auki sjálfkrafa tign ritarans; 5. rammar/viðhafnarrammar: sem fanga augað eins og skartklæði og lauma því inn hjá lesanda að hér sé merkilegra á ferð. Málfar og stíll Aðferðir sem stýra málfari/stíl enn fjölbreyttari: Úrfellingar afar fjölbreytt flóra, viðbætur einnig allra handa, breytingar alls kyns. Og allt í þessum flokki meira og minna í höndum fárra; og um véla dag hvern um texta dags- ins eftir eigin smekk/ tilfinningu þegar vís- um leiðbeiningum mál- fræði og orðabóka sleppir og ósjaldan er vísað til sem guðlegs lagabókstafs/heilagrar ritningar um ritun ís- lensks máls. Þörf að árétta að þau lög/sú guðsorðabók er ekki til. Og mega/má ekki vera til í lif- andi máli. Úrelt vinnubrögð? Það skrítna við þessa útbreiddu og alkunnu stjórnunarháttu/áráttu er það að hún hittir einkum stjórn- endurna sjálfa/fjölmiðlana sjálfa fyrir: Upplýstir/óupplýstir lesendur fá til sín aukna hugmyndafátækt, sem þeir vilja ekki; aukna rétt- hugsun, sem þeir vilja ekki; aukið titlatog, sem þeir vilja ekki; aukna flatneskju og fábreytni í málfari og stíl, sem þeir vilja ekki. Afleiðingin augljós: lesandinn/ viðskiptavinurinn leitar óánægður annað. Og með honum auglýsand- inn. Sá er munurinn nú og fyrr. Stutt dæmi Eitt prívatdæmi stutt: sunnudag- inn 3ja september sl. (2006) birtist eftir mig örstutt grein í Morg- unblaðinu undir heitinu: Nýjar nátt- úruperlur! Þennan sama morgun skrifa ég fallega grein enn styttri með vísukorni undir heitinu: Hvað er að gerast hjá Mogganum? og sendi Morgunblaðinu. Auðvitað. Til- efnið: alls kyns pensilför í „mál- verkinu“ um náttúruperlurnar sem ég kannast ekkert við. Á mánudegi er ljóst að þessi nýja gagnrýnisgrein fæst ekki birt. Upp- gefin ástæðan þessi orðrétt og staf- rétt: „… get ég ekki séð að greinin sem þú sendir … eigi erindi við les- endur Morgunblaðsins.“ Ég skrifa þá strax bréf til við- komandi/blaðsins uppfullur kurteisi og inngróinnar virðingar við blaðið og útskýri nánar að ekki sé neitt hættulegt í þessari nýju grein; að- eins örstutt gagnrýni á málfars/ stílfarsoffors hjá Mogga, sem ekki á við nein rök að styðjast í heilagri ritningu málfræði né orðabóka. Jafnframt vísað í afar vinsamlegt orðaskak við Mogga um sama nokkru áður og lauk í sátt með góðri von um mildari handtök mál- jötna Mogga á máli og stíl undir fullu nafni og ábyrgð. En það er ekki við það komandi; greinin skal aldrei inn óbreytt! Og mér gefinn kostur á því að senda inn at- hugasemd um vinnubrögð Morg- unblaðsmanna. Örstutta; á því má ég alls ekki villast. Hvað hefur gerst? Dyggur og trúr lesandi/viðskiptavinur Morg- unblaðsins í áratugi má ekki gagn- rýna fallegum orðum hið augljósa: að einhver hafi farið offari með mál- farspensilinn í mína litlu grein um náttúruperlur, sbr. eftirfarandi gegnumlýsingu: bætt við smáorð- unum „Hinn“, „eru“, „við“, „að“, hnikað til orðaröð, vélað um dag- setningu og brotið upphaf grein- arinnar, sem hófst á orðunum „Í dag“. Vísukorn Ég set í litla vísu og birti í minni smáu og skuggalegu gagnrýn- isgrein, sem eftir Mogga sjálfum á ekkert erindi við lesendur; kannski vísan sé sökudólgur dagsins. Þess vegna má ég til með að setja hana aftur við hér, upp á viðbrögð kóngs og hirðar: Mogginn enn af móði hart Meiðir stuggar bláu Líflega skyggir skart Skemmir orði smáu Braut „í dag“ breytti í „hinn“ Bætt inn orði „eru“ Grunur fellur góði minn Grárri skuggaveru Mitt málverk eitt úr þessu Allt í stórri klessu Stjórnunarfræðin skáni Að svo mæltu dreg ég mig frá með von um að stjórnunarfræðin skáni úr öndveginu; og með sömu ósk og áður um að mýkist svolítið harðhendi húskarla á okkar víð- feðma tungumáli. Prentmiðlar og tungumálið: Hvað er að gerast hjá Mogganum? Jónas Gunnar Einarsson gagn- rýnir vinnubrögð Morgunblaðs- ins við frágang aðsendra greina »… og ósjaldan er vís-að til sem guðlegs lagabókstafs/heilagrar ritningar um ritun ís- lensks máls. Jónas Gunnar Einarsson Höfundur er rithöfundur. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Vesturberg Mjög fallegt 197,4 fm raðhús á 2 hæðum, þar af 32 fm bílskúr. 4-5 svefnherbergi. Nýlegt eldhús. 32 fm stór svalaverönd (mögul. á að byggja yfir). 2 baðherbergi. Frábært útsýni yfir borgina. VERÐ 39,5 millj. María og Jón Ægir bjóða þig og þína velkomna, sími 557 2430. Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 17:00 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. GRÆNLANDSLEIÐ 23 - 113 RVÍK Glæsileg 117 fm neðri sérhæð á þessum vinsæla stað. Mjög vandaðar innréttingar, merbau parket og flísar á gólfum. Sérinngangur. Stór afgirt timburver- önd út frá stofu. 2 sérbílastæði fylgja. Innst í botn- langa. VERÐ 29,8 millj. Indíana og Eyjólfur bjóða þig og þína velkomna, sími 698 9915. OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14.00 OG 16.00 LAUS VIÐ KAUPSAMNING! FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. SÓLEYJARIMI - 112 RVÍK 50 ÁRA OG ELDRI! 3ja herb. á 3. hæð með stórum suðursvölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, gott stæði í bílageymslu. Mjög falleg íbúð með frábæru útsýni yfir höfuðborg- ina. VERÐ 23,9 millj. Pantaðu skoðun: Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi, 822 7300 LAUS VIÐ KAUPSAMNING – SÍÐASTA ÍBÚÐIN! Fr u m Snyrtilegt og vel við haldið raðhús samtals 242.5 fm. Stæði í bílageymslu, lítil íbúð í kjallara m/sérinngangi. Garður í góðri rækt. Barnvænt umhverfi og stutt í alla þjónustu. Sjá nánar á www.nytt.is opið hús Opið hús í dag. sunnud. 10. sept. kl. 15:00 16:00 Dalsel 26 – 109 Reykjavík fasteignasala hamraborg 10 l 200 kópavogur reynir erlingsson l löggiltur fasteignasali www.nytt.is l nytt@nytt.is l sími 414 6600 l fax 414 6601 ytt heimilin ® w w w . n y t t . i s FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. OPIÐ HÚS - REYKJAMÖRK 3, HVERAGERÐI - EINBÝLI Til sölu steinsteypt einb. ásamt tvöföldum bílskúr, alls 172,4 fm. Hér er um mjög athyglisverða eign að ræða. Lýsing: 3 svefnherbergi. Rúmgóð vinkil- stofa. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Gólfefni: Parket er á gangi, eldhúsi, stofu og herbergjum, flísar á þvottahúsi, baði og forstofu. Íbúð innréttuð í bílskúrnum. Hellulögð stétt með snjóbræðslu. Fallegur garður. Verð 27,8 millj. Jóhanna og Árni sýna húsið í dag, sunnudag, frá kl. 16:00-17:00. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.