Morgunblaðið - 10.09.2006, Page 47

Morgunblaðið - 10.09.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 47 elsta kortið af Íslandi er frá 1536 og varðveitt í bókasafni Vatikans- ins í Róm. Kortið sýnir að hver fjörður og vík á þessu svæði rétt merkt. Hval- og fiskveiðar voru geysi mikilvægar fyrir Evrópu svo tíðar siglingar voru á Djúp og Strandir. Héðan kom harðduglegt fólk, afburðasjósóknarar sem gengu fyrir um skipsrúm í kreppunni þegar 20 manns börðust um hvert laust pláss. Það ber síður en svo vott um andlega deyfð að fyrsta kynslóð þeirra sem fluttu á mölina stofnuðu öflug útgerðarfélög sem urðu burðarbitar í atvinnuvegi? Ein ríkasta konan hér á Íslandi á sl. öld, var frá Hesteyri, Sonja Zo- rilla. Það var ekki andleg deyfð sem olli því að Hornstrendingar fluttu á brott heldur samverkandi þættir sem íbúar réðu ekkert við. Bresk- ir togarar höfðu eyðilagt fiskislóð- ir þeirra á árunum milli stríða. Í síðari heimsstyrjöldinni voru tundurdufl á miðunum þannig að Hornstrendingar gátu ekki sótt sjóinn á bátum sínum. Stjórnvöld daufheyrðust við ótal bæn- arskjölum um; lækni, kennara og ljósmóður. Þetta má lesa í þing- skjölum. Af heimildum má sjá að allt var gert af hálfu íbúanna til að halda byggðinni við. Enda mik- ið í húfi, lífsafkoma fólksins. Höfundur greinarinnar ætti í fyrsta lagi að kynna sér kirkju- bækur og heimildir áður en svona klisju er varpað fram. Í öðru lagi ætti hann frekar að minnast þess fólks með þakklæti sem átti draumalandið hans og varð að þreyja þar þorrann og góuna. Ekki aðeins við bestu skilyrði í júní og júlí eins og þeir kappar sem nú ganga þessar fornu slóðir Hornstrendinga. Höfundur er sagnfræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali KÁRASTÍGUR - AUKAÍBÚÐ Vel staðsett parhús í hjarta miðbæj- arins. Húsið er bárujárnsklætt timb- urhús, byggt árið 1916. Húsið skipt- ist á þrjár hæðir og er stúdíóíbúð á jarðhæð. Húsið hefur verið klætt að nýju á framgafli og hlið. Miðhæðin skiptist í stofur, eldhús og bað. Ris- ið er í dag þrjú svefnherbergi og svo er stúdíóíbúð á jarðhæðinni. V. 36,0 m. 6060 GRANDAVEGUR - ÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM Glæsileg íbúð á tveimur hæðum. Á neðri hæð er hol, baðherbergi, stofa, borðstofa, herbergi og eld- hús. Í risi er stórt herbergi (baðstofa) sem er opið niður í stofuna en fallegur límtréstigi er upp í það rými. V. 22,0 m. 5834 GOÐABORGIR - ÚTSÝNI - TVENNAR SVALIR Björt og opin 119 fm fimm her- bergja íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi af svölum og stórkost- legu útsýni. Á neðri hæðinni er for- stofa, hol, stofa, 2 góð herbergi, baðh., eldhús og suðursvalir. Á efri hæðinni eru tvö góð herbergi, snyrt- ing, stór geymsla og vestursvalir. Á jarðhæð fylgir einnig sérgeymsla auk sam. hjóla- og vagnageymslu. STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI ER ÚR ÍBÚÐINNI. V. 25,9 m. 6061 SAFAMÝRI - LÆKKAÐ VERÐ 127 fm neðri sérhæð í 3-býlishúsi við Safamýri. Auk þess fylgir 26 fm bílskúr, samtals 153 fm. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur og fjögur svefnherbergi. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir og þaðan niður í garð. Húsið var viðgert og málað fyrir um ári síðan. V. 35,5 m. 5802 ESKIHLÍÐ - MEÐ AUKAHERBERGI Falleg og björt 4ra herb. 116 fm endaíbúð við Eskihlíð í Hlíðunum. Íbúðin skiptist í stofu, þrjú herbergi, eldhús, uppgert baðherbergi og hol. Í kjallara fylgir gott herbergi með að- gangi að snyrtingu. Sérgeymsla í kjallara. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Glæsilegt útsýni. V. 21,9 m. 6063 TJARNARBÓL - UPPRUNALEG Stór og vel skipulögð, 4ra herb. 108 fm endaíbúð sem skiptist í þrjú herb., stóra stofu, stórt eldhús, og baðherb. Geymsla fylgir í kjallara svo og sam. hjólageymsla o.fl. Sameiginlegt þvottaherb. er á hæð- inni. Stórar suðursvalir. Fallegt hús á góðum stað. Íbúðin er upprunaleg að mestu leyti. V. 23,0 m. 6064 LÆKJASMÁRI - LYFTUHÚS 3ja herb. falleg 95 fm íbúð á 3. hæð í viðhaldslitlu lyftuhúsi. Stórar suðursvalir. Örstutt í alla þjónustu í Smáratorgi og Smáralind. Ákv. sala V. 24,0 m. 6057 ASPARFELL - LYFTUBLOKK Góð tveggja herbergja íbúð á 7. hæð í húsi sem verið er að gera við að utan. Íbúðin skiptist í herbergi, eldhúskrók tengdan stofu, stofu og baðherbergi. Verið er að gera við húsið að utan og greiðist það af seljanda. V. 11,6 m. 6059 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Um er að ræða fyrirtæki sérhæft í vinnslu á sjávarafurðum, einkum humri og hefðbundinni flökun, snyrtingu og frystingu. Fyrirtækið selur afurðir sínar einkum á innanlandsmarkaði en hefur einnig stundað nokkurn útflutning á frystum afurðum. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði á góðum stað á Akranesi. Húsnæðið er mjög fjölhæft og getur hentað undir hvers konar starfsemi. Fyrirtækið selst í heild eða vinnsluhluti þess sér, án fasteignar. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar í síma 533 4800. Fiskco ehf. – Akranesi Falleg 127 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í 4ra hæða fjölbýli. Einungis ein íbúð er á hverri hæð. Stæði í bílageymslu. Rúmgóð stofa og þrjú her- bergi. Alno innrétting. Ný- standsett baðherbergi. Svalir til suðurs útaf stofu. Þvotta- hús í íbúðinni. V. 32,5 m. 5806 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Miðleiti - Kringlunni Glæsileg 137 fm efri sérhæð ásamt 21,3 fm innbyggðum bílskúr í litlu fjölbýli á þessum eft- irsótta stað í Salahverfi í Kópavogi. Sérinngangur og sérþvottahús. Frábært útsýni er úr íbúðinni til Hafnarfjarðar, yfir Kópavog og út á sjó. Stutt í skóla, sundlaug og aðra þjónustu. STRAUMSALIR – GLÆSILEGT ÚTSÝNI Halldór I. Andrésson lögg. fasteignasali, sími 840 4042

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.