Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 48
26.900.000 Laus fljótlega 108,8 fm ásamt 38 fm bílskúr, útihús um 200 fm. 2 LANDSPILDUR sem eru í leigu til 25 ára, samtals 23 ha. Tilvalið til trjáræktar eða beitar. Þórgunnur s. 483 1047/Helgi Már s. 530 1808 Birkihlíð - 825 Sto 48 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN w w w . a u s t u r l a n d . i s Nýtt í einkasölu - Selnes - Breiðdalsvík Til sölu eða leigu 177,7 fm iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á Breiðdalsvík. Mjög rúmgott hús sem hentar vel fyrir margs konar starfsemi. Heiðarsel er 800-900 ha. land, 12- 14 km frá Egilsstöðum. Ræktað land er 31 ha., 126 fm einbýlishús, stór fjárhús og hlaða ásamt fjölda ann- arra smærri bygginga. Góð jörð með skemmtilegu útsýni til Dyrfjalla. Lagarás 4, 700 Egilsstaðir. S. 580 7905 ● Búðareyri 2, 730 Reyðarfjörður. S. 580 7907 Nýtt í einkasölu - Heiðarsel - Hróarstungu Hilmar Gunnlaugsson, lögg.fasteignasali. Nánari upplýsingar á Fasteigna- og skipasölu Austurlands. Sími 533 4040 Fax 533 4041 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali SUNNUVEGUR 27 - REYKJAVÍK Glæsileg efri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt innbyggðum bílskúr. Stærð alls 221,4 fm. Rúmgóð stofa með arni. Sérlega fallegur garður með timburver- önd. Góðar svalir með fallegu útsýni yfir Laugardalinn. Mjög gott ástand á húsi og íbúð. Frábær staðsetning. Verð 56,5 millj. Kristinn Wiium sölumaður tekur á móti áhugasömum milli kl. 16.30 og 18.00 í dag, sunnudag. OPIÐ HÚS í dag, sunnudag, kl. 16.30-18.00 Kristinn Valur Wiium sölumaður, s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. LAUTASMÁRI 51- 201 KÓP. Frábær staðsetning! Mjög skemmtileg og góð 83,9 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð með suðvestursvölum. Nýlega viðgert/málað hús og sameign nýtekin í gegn. Þvottahús í íbúð. Lítið fjölbýli, stutt í alla þjón- ustu og verslanir. VERÐ 18,9 millj. Sylvía og Simon bjóða þig og þína velkomna, sími 555 0336. OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14.00 OG 16.00 FRÁ árinu 1996 hefur Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar og Orkuveita Reykjavíkur staðið fyr- ir verkefninu ,,Heilsuborgin Reykja- vík“ eða ,,Spa City Reykjavik“. Tilgangur verkefnisins er að þróa laugarnar í Reykjavík frá sundlaug til laugar. Hér er átt við að laug- arnar séu ekki ein- göngu sundlaugar heldur einnig heilsu- lindir þar sem borg- arbúar og aðrir geta stundað líkamsrækt, notið hvíldar, slökunar og samvista með fjöl- skyldu og vinum. Ann- ar þáttur verkefnisins er að gera laugarnar í Reykjavík áhugaverðar í augum erlendra ferða- manna; ekki síst yfir vetrarmán- uðina. Lífsstílssjúkdómar Meðal þýðingarmikilla verkefna sveitarfélaga er að sjá íbúum fyrir aðstöðu til að stunda heilbrigt líferni; íþróttir, líkamsrækt af ýmsum toga og slökun. Helsta heilbrigðisvanda- mál iðnríkjanna eru svokallaðir lífs- stílssjúkdómar. Þessir alvarlegu sjúkdómar stafa af röngu líferni, eins og nafnið ber með sér. Í þessu sam- bandi mætti nefna hreyfingarleysi og rangt mataræði. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari vá. Ís- lendingar á aldrinum 45–65 ára hafa þyngst um 7 kg að meðaltali á 7 ár- um. Ofþyngd getur, sem kunnugt er, orsakað marga hættulega sjúkdóma. Í því sambandi mætti nefna syk- ursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdóma. Lífsstílssjúkdómarnir, eða velmeg- unarsjúkdómarnir eru samfélaginu dýrir. Í löndum Evrópusambandsins er talið að kostnaður vega sjúkdóma sem stafa af offitu sé um 7% af heildarútgjöldum ríkjanna til heilbrigð- ismála. Útgjöld til heil- brigðismála hér á landi eru um 130 milljarðar króna. Það er vísbend- ing um að útgjöld ís- lenska heilbrigðiskerf- isins vegna offitutengdra sjúkdóma séu um 7 milljarðar króna. Talið er að 12% ótímabærra sjúkdóma séu vegna hreyfingarleysis. Með því að stunda einhverja líkamsrækt, t.d. að ganga 5–6 km á dag, hjóla, synda og borða hollan mat, er hægt að minnka hættuna allverulega á því að fá lífshættulega sjúkdóma. Rann- sóknir síðari ára sýna einnig að lík- amsrækt dregur talsvert úr hætt- unni á að fá ýmis krabbamein eins og t.d. krabbamein í ristil. Vísbendingar eru einnig um að líkamsrækt og holl hreyfing dragi úr hættunni á að fá þunglyndi og heilabilun síðar á æv- inni. Við viljum, með þessari umfjöllun um lífsstílssjúkdóma, benda á mik- ilvægi lauganna í Reykjavík á sviði forvarna. Mikilvægt er þó að hafa í huga aðra vá sem ekki er síður hættuleg en hreyfingarleysi og rangt mataræði; en það er streita. Nútíma- lífshættir valda stöðugt meiri streitu. Streita veikir ónæmiskerfið og er oft undirrót alvarlegra sjúkdóma. Þess vegna er vart hægt að hugsa sér betri og hollari afþreyingu en kröft- uga göngu, hjólreiðar og svo sund. Tilvalið er svo að slaka á í eim- eða gufubaði og heitum potti. Þreyta og streita líður úr líkamanum og við nærum líkama og sál. Stóriðja Reykvíkinga Talið er að innan ferðaþjónust- unnar séu um 7.000 heilsárs störf. Á síðastliðnu ári voru tekjur af erlend- um ferðamönnum um 40 milljarðar króna. Fjölmargir starfa þó í hluta- störfum eða óbeint í greininni; líkleg- ast snertir ferðaþjónustan störf 20.000 Íslendinga með einum eða öðrum hætti. Tekjur af þessari grein eru því í raun talsvert hærri en 40 milljarðar. Flestir erlendir ferðamenn sem koma til Íslands, líklegast um 90%, koma vegna hinnar fögru náttúru landsins. Eins og gefur að skilja, koma því flestir ferðamenn yfir sum- artímann. Brýnasta verkefni ís- Hollt, gott og gaman í Reykjavík Sigmar B. Hauksson fjallar um heilbirgiðsmál og heilbrigð- istengda ferðaþjónustu » Laugarnar eru þátt-ur af menningu okk- ar, Reykvíkinga, og jafnframt ómetanleg efnahagsleg auðlind; en einnig uppspretta góðr- ar heilsu og vellíðunar. Sigmar B. Hauksson „SKÓLINN á að tendra hið and- liga ljós, og hið andliga afl, og veita alla þá þekkingu sem gjöra má menn hæfiliga til fram- kvæmdar öllu góðu sem auðið má verða, versl- unin á að styrkja þjóð- araflið líkamliga, færa velmegun í landið, auka og bæta atvinnuvegi og handiðnir, og efla með því afur hið andliga, svo það verði stofn annara enn æðri og betri fram- fara og blómgunar ept- ir því sem tímar líða fram.“ (Jón „forseti“ Sigurðsson.) Fyrir um viku síðan hóf ég nám við Háskólann á Akureyri og hófst nám mitt þar á kynningu á starfi hinna ýmsu brauta í félagsvísinda- og laga- deild. Eitt var þó sameiginlegt með tölum forstöðumanna þessara deilda og voru það loforð um að það fjársvelti sem skólinn á við að etja myndi ekki bitna á nemendum eða námsframboði á þeim brautum sem þeir stunda nám við. Þetta þótti mér gott að heyra, en það er gefið mál að einhvers staðar þurfti að hagræða til að svo færi ekki. Því gripu stjórnendur skólans til þess ráðs að sameina deildir og fækka þar með stjórn- endum, sem sagt segja upp hæfu há- skólamenntuðu fólki, sem er einmitt það sem skólinn vonast til að gera úr nemendum sínum. Það er því gefið að óneitanlega hljóti fækkun á hæfum aðilum til leiðbeiningar nemenda að einhverju leyti að bitna á þeim. Sömu sögu er að segja úr her- búðum Háskóla Íslands þar sem fjár- skortur mun og hefur leitt þá á sömu braut hagræðingar sem setur þá enn fjarri marki sínu sem mennta- og rannsóknarstofnun að verða meðal þeirra bestu á heimsmælikvarða. Lít- ið hefur þó heyrst af slíku frá þeim menntastofnunum sem eru í nánu samstarfi við þau fyrirtæki sem verið hafa að mala gull í hinni að því er virðist óstöðvandi útrás íslenskra auðmanna. Því þeir vita að það er þeirra hagur að gera vel við það fólk sem ákveður að ganga mennta- veginn, og líta því fremur á þetta sem fjárfestingu heldur en útgjöld. En það er einmitt það viðhorf sem við, þar sem samkvæmt skilgreiningu er- um við ríkið, verðum að temja okkur. En svo ég víki aftur að titli þessa bréfs þá er í raun fátt annað sem hægt er að segja að sé allra hagur. Því að menntun er grunnur alls þess sem talist getur hagur allra. Mennt- un bætir gæði heilbrigðisþjónustu og vísinda, hag aldraðra, aðstæður fatl- aðra og svo mætti lengi telja, en síð- ast en ekki síst bætir menntunin hag komandi kynslóða. Sem gerir það að verkum að til lengri tíma litið mætti segja að til verði nokkurs konar margföldunarstuðull betra sam- félags. Með því „sýndargóðæri“ sem nú ríkir er reynt að sannfæra okkur um að hagur allra sé tryggður með áframhaldandi góðæri. En ef Menntun er allra hagur Hjörtur Ágústsson fjallar um menntun, góðæri og fjárskort menntastofnana »Menntun bætir gæðiheilbrigðisþjónustu og vísinda, hag aldraðra, aðstæður fatlaðra og svo mætti lengi telja … Hjörtur Ágústsson Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.