Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 38
leiðtogar 38 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á rið er 1986. Madonna tröllríður heimsbyggðinni með smelli sínum La Isla Bonita, Hólmfríður Karls- dóttir er ungfrú heimur, Geir H. Haarde býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 undirbýr sínar fyrstu út- sendingar. Engan órar fyrir þeim tíðindum sem eru í vændum þegar síminn á stjórn- arheimilinu hringir hinn 29. september: Leið- togar stórveldanna Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, sem köldu hefur andað á milli allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, óska eftir að funda í henni Reykjavík tæpum tveimur vik- um síðar. Daginn eftir greindu Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra frá þessari beiðni og að íslensk stjórnvöld hefðu gefið grænt ljós á fundarhöldin. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, voru á leiðinni til Íslands. Til- gangur fundarins var sagður vera að undirbúa fund þeirra í Washington þar sem stefnt var að því að ná samkomulagi „um takmörkun vígbúnaðar, ræða svæðisbundin deilumál og mannréttindamál“, eins og það er orðað í Morgunblaðinu 1. október. Hótel tekin leigunámi Nú var um að gera fyrir eyjarskeggja í norðri að spýta í lófana því tíu dagar til und- irbúnings slíks fundar voru vægast sagt í knappasta lagi. Þannig hafði undirbúningur fyrir fyrsta fund leiðtoganna tveggja tæpu ári áður í Genf staðið yfir í þrjá mánuði. Í upphafi þótti Hótel Saga koma sterklega til greina sem fundarstaður en einnig voru Kjar- valsstaðir nefndir sem og Laugardalshöllin og Árbæjarsafn, eins ólíkir og þessir staðir hljóta að teljast. Sunnudaginn 6. október var Höfði fyrst nefndur í Morgunblaðinu sem hugs- anlegur fundarstaður leiðtoganna sem gekk svo eftir. Sjaldan hafa Íslendingar orðið vitni að öðr- um eins viðbúnaði vegna öryggismála í Reykja- vík og þessa fyrstu daga í október haustið 1986. Skipulag var að miklum hluta til í hönd- um öryggisvarða leiðtoganna tveggja en ís- lenska lögreglan spilaði einnig stórt hlutverk. Skotheldar bifreiðir voru fluttar til landsins, víkingasveit lögreglunnar var með aukaæf- ingar, hús í nágrenni Höfða voru rýmd og eftirlit með komufarþegum til landsins var hert til muna, svo eitthvað sé nefnt. Ekki var tilstandið minna í kringum fréttamenn sem flykktust að úr öllum heimshornum. Talið var að um 3.500 manns hefðu komið til landsins vegna fundarins og var gengið í að huga að gist- ingu fyrir þennan mannskap um leið og tilkynnt var um fundinn. Þegar 2. októ- ber greip ríkisstjórnin til þess ráðs að taka fjögur hótel í Reykjavík leigunámi með bráðabirgðalögum, Hótel Loftleiðir, Hótel Holt, Hótel Sögu og Hótel Esju. Varð að vísa gestum, sem áttu bókaða gist- ingu á meðan á fundinum stóð, af hót- elunum vegna þessa. Einstaklingar keppt- ust við að bjóða híbýli sín til leigu meðan á fundinum stæði og norska skemmti- ferðaskipið Bolette var leigt til landsins og látið liggja við festar í Reykjavíkurhöfn þar sem kaupa mátti gistingu fyrir 10 þúsund krónur nóttina og þótti ekki alveg gefins í þá daga. Póstur og sími, sem þá var og hét, stóð frammi fyrir sínu stærsta verkefni til þessa vegna þess gífurlega fréttaflutnings sem vænta mátti af fundinum. „Núna höfum við um Heimsviðburður í Höfða Tuttugu ár eru liðin frá því að sjónir heimspressunnar beindust að lítilli eyju í norðri eftir að tilkynnt var um að leiðtogar stórveldanna, Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, myndu funda í höfuðstað hennar, Reykjavík. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir rifjar upp aðdragandann, fund- ardagana og dóm sögunnar. Vonbrigði Reagan og Gorbachev voru þungir á brún þegar þeir kvöddust eftir síðasta fundinn í Höfða. Spurningaflóð Rozanne Ridgeway, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna svarar blaðamönnum í Hagaskóla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að hermannasið Bandaríkjaforseti hélt tölu fyrir samlanda sína í herstöðinni í Keflavík áður en hann hélt af landi brott. Þar var ræðu Reagans ákaft fagnað og ríkti nánast árshátíðarstemmning í salnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.