Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 38

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 38
leiðtogar 38 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á rið er 1986. Madonna tröllríður heimsbyggðinni með smelli sínum La Isla Bonita, Hólmfríður Karls- dóttir er ungfrú heimur, Geir H. Haarde býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 undirbýr sínar fyrstu út- sendingar. Engan órar fyrir þeim tíðindum sem eru í vændum þegar síminn á stjórn- arheimilinu hringir hinn 29. september: Leið- togar stórveldanna Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, sem köldu hefur andað á milli allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, óska eftir að funda í henni Reykjavík tæpum tveimur vik- um síðar. Daginn eftir greindu Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra frá þessari beiðni og að íslensk stjórnvöld hefðu gefið grænt ljós á fundarhöldin. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, voru á leiðinni til Íslands. Til- gangur fundarins var sagður vera að undirbúa fund þeirra í Washington þar sem stefnt var að því að ná samkomulagi „um takmörkun vígbúnaðar, ræða svæðisbundin deilumál og mannréttindamál“, eins og það er orðað í Morgunblaðinu 1. október. Hótel tekin leigunámi Nú var um að gera fyrir eyjarskeggja í norðri að spýta í lófana því tíu dagar til und- irbúnings slíks fundar voru vægast sagt í knappasta lagi. Þannig hafði undirbúningur fyrir fyrsta fund leiðtoganna tveggja tæpu ári áður í Genf staðið yfir í þrjá mánuði. Í upphafi þótti Hótel Saga koma sterklega til greina sem fundarstaður en einnig voru Kjar- valsstaðir nefndir sem og Laugardalshöllin og Árbæjarsafn, eins ólíkir og þessir staðir hljóta að teljast. Sunnudaginn 6. október var Höfði fyrst nefndur í Morgunblaðinu sem hugs- anlegur fundarstaður leiðtoganna sem gekk svo eftir. Sjaldan hafa Íslendingar orðið vitni að öðr- um eins viðbúnaði vegna öryggismála í Reykja- vík og þessa fyrstu daga í október haustið 1986. Skipulag var að miklum hluta til í hönd- um öryggisvarða leiðtoganna tveggja en ís- lenska lögreglan spilaði einnig stórt hlutverk. Skotheldar bifreiðir voru fluttar til landsins, víkingasveit lögreglunnar var með aukaæf- ingar, hús í nágrenni Höfða voru rýmd og eftirlit með komufarþegum til landsins var hert til muna, svo eitthvað sé nefnt. Ekki var tilstandið minna í kringum fréttamenn sem flykktust að úr öllum heimshornum. Talið var að um 3.500 manns hefðu komið til landsins vegna fundarins og var gengið í að huga að gist- ingu fyrir þennan mannskap um leið og tilkynnt var um fundinn. Þegar 2. októ- ber greip ríkisstjórnin til þess ráðs að taka fjögur hótel í Reykjavík leigunámi með bráðabirgðalögum, Hótel Loftleiðir, Hótel Holt, Hótel Sögu og Hótel Esju. Varð að vísa gestum, sem áttu bókaða gist- ingu á meðan á fundinum stóð, af hót- elunum vegna þessa. Einstaklingar keppt- ust við að bjóða híbýli sín til leigu meðan á fundinum stæði og norska skemmti- ferðaskipið Bolette var leigt til landsins og látið liggja við festar í Reykjavíkurhöfn þar sem kaupa mátti gistingu fyrir 10 þúsund krónur nóttina og þótti ekki alveg gefins í þá daga. Póstur og sími, sem þá var og hét, stóð frammi fyrir sínu stærsta verkefni til þessa vegna þess gífurlega fréttaflutnings sem vænta mátti af fundinum. „Núna höfum við um Heimsviðburður í Höfða Tuttugu ár eru liðin frá því að sjónir heimspressunnar beindust að lítilli eyju í norðri eftir að tilkynnt var um að leiðtogar stórveldanna, Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, myndu funda í höfuðstað hennar, Reykjavík. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir rifjar upp aðdragandann, fund- ardagana og dóm sögunnar. Vonbrigði Reagan og Gorbachev voru þungir á brún þegar þeir kvöddust eftir síðasta fundinn í Höfða. Spurningaflóð Rozanne Ridgeway, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna svarar blaðamönnum í Hagaskóla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að hermannasið Bandaríkjaforseti hélt tölu fyrir samlanda sína í herstöðinni í Keflavík áður en hann hélt af landi brott. Þar var ræðu Reagans ákaft fagnað og ríkti nánast árshátíðarstemmning í salnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.