Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 1

Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 1
EINS EINFALT OG AÐ LESA MOGGANN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 7 7 4 1 STOFNAÐ 1913 13. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Konan Ingibjörg Sólrún segir að stjórnmálaþátttaka kvenna geti verið erfið og sársaukafull. Pólitíkin lúti leikreglum karla. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ákveðin samkennd meðal kvenna á Alþingi, þvert á pólitísk- ar flokkslínur, og hún kveðst þora að fullyrða að konur á þingi séu tillitssamari hver við aðra en al- mennt tíðkast í pólitík. Þetta kem- ur fram í viðtali Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar í dag, þar sem hún boðar „nýja jafn- aðarstefnu Samfylkingarinnar“. „Ég get mjög vel sett mig í spor annarra kvenna í forystu í íslensk- um stjórnmálum og tel mig vita hvað þær hafa þurft að leggja á sig, til þess að komast þangað sem þær eru,“ segir Ingibjörg Sólrún og tilgreinir sem dæmi tvær konur í ríkisstjórn, þær Valgerði Sverr- isdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hún segist ekki viss um karlarnir í pólitík skilji það jafnvel. Því séu konur ekki jafnárásargjarnar hver við aðra og karlarnir séu, bæði innbyrðis og við konurnar. Konur fá völd að láni Ingibjörg Sólrún segir að karlar fái þau skilaboð frá blautu barns- beini alls staðar að úr samfélaginu, að körlum sé ætlaður hlutur í völd- um og þeir eigi rétt á völdum. Konum finnist fremur sem þær fái völd lánuð um tíma. Aðspurð hvort Kaffibandalagið, sem formenn stjórnarandstöðu- flokkanna, hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni, mynduðu með sér í haust, haldi enn segir Ingibjörg Sólrún að hún hafi í upphafi gert grein fyrir því að ekki hafi orðið til kosningabandalag, heldur banda- lag um að stilla saman strengi í þinginu í vetur sem stjórnarand- staða. „Við erum ekki í sameig- inlegri stefnumótun í aðdraganda kosninga,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.  Völd og valdabarátta | 26 Samkennd kvenna á þingi þvert á flokka  Ingibjörg Sólrún boðar „nýja jafn- aðarstefnu Sam- fylkingarinnar“ »Ég get mjög vel sett mig í spor annarra kvenna í forystu í ís- lenskum stjórnmálum.“ Ingibjörg Sólrún nefnir ráðherrana Valgerði og Þorgerði Katrínu í þessu sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Valgerður Sverrisdóttir  Formaðurinn segir „Kaffibanda- lagið“ ekki vera kosningabandalag VIKUSPEGILLINN IPHONE STENST FEGURÐARVÆNTINGAR EN TEKST BECKHAM AÐ SNÚA KANANUM? >> 22 HANN ER ÁTTRÆÐUR EN UNGUR Í ANDA LITLI KJÓLLINN Á AÐ VERA SVARTUR >> 24 ALLT að 290 tonn af þykkri olíu hafa lekið úr fragtskipinu Server sem strandaði við eyna Fejde á Hörðalandi í Vestur-Noregi á föstudagskvöld, að sögn vefsíðu blaðsins Aftenposten í gær. Skipið er skráð á Kýpur og var á leið til Múrmansk í Norður-Rúss- landi þegar það strandaði í slæmu veðri. Allri áhöfninni, 25 manns, var bjargað með þyrlu og um tveimur stundum síðar brotnaði skipið í tvennt. Afturhlutinn sökk um nóttina en fremri hlutinn hefur þegar verið dreginn í land við Ågotsnes. Friðuð fuglaparadís er rétt við strand- staðinn, þar eru um 220 tegundir og talin hætta á umhverfisslysi, einnig er óttast um fiskeldi. Sést hafði olía í friðlandinu en ekki var vitað hve alvarlegt ástandið var. „Í versta falli þurfum við að verja hálfu ári í hreinsun. Þetta er ömurlegt,“ sagði Per Odd Krystad, sem stýrir aðgerðum fyrir hönd yfirvalda. Straumar og einkum vind- átt væru þó hagstæð og olíumengunin virt- ist enn vera bundin við lítið svæði. Ótti við náttúruspjöll í Noregi ♦♦♦ LENÍN var gyðingur, einnig Stalín sem vann með Adolf Hitler að því að stofna ríki gyðinga í Palestínu. Þessi sögu- skoðun kemur að sögn Jyllandsposten fram í viðtali við Mohammad Ali Ramin, ráðgjafa Mahmouds Ahmad- inejads Íransforseta, við íranska vefritið Baztab. Ramin er yfirmað- ur nýrrar „Heimsstofnunar um helfarar- rannsóknir“ í Teheran. Ramin segir að amma og móðir Hitlers hafi verið gyðingar og vændiskonur, þetta hafi valdið togstreitu í sál hans gagnvart gyðingum. Hitler hafi að lokum stutt hug- mynd ríkra gyðingavina sinna um end- urreisn Ísraels. Bretar hafi stutt viðleitni Hitlers og öll Evrópuríki hafi viljað losna við gyðinga. „Að sjálfsögðu er bannað að birta upplýsingar af þessu tagi í Þýska- landi og á Vesturlöndum,“ segir Ramin. Íranar endur- skoða söguna Adolf Hitler Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HJÓNIN Steinar Steinsson, fyrr- verandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, og Guðbjörg Jónsdóttir slá ekki slöku við þótt þau séu bæði komin á níræðisaldur. Þegar Steinar fór á eftirlaun fyrir rétt rúmum 11 árum tók hann til við að hanna og þróa fiskflokkunarvélar sem nýtast vel einyrkjum í fisk- vinnslu. Steinar þróar vélar sínar í bílskúrnum, en vélarnar nýtast ann- ars vegar til að flokka seiði og hins vegar fullorðna fiska á leið til slátr- unar. Smíði vélanna og markaðssetning er í höndum fyrirtækisins Vaka, en vélar Steinars má finna víða um land auk þess sem þær hafa verið seldar m.a. til Noregs, Skotlands, Hollands, Chile og Bandaríkjanna. Meðan Steinar þróar fiskflokk- unarvélar slípar Guðbjörg steina og býr til úr þeim fallega skrautmuni. Aðspurð segjast þau hjónin keyra vítt og breitt um landið í leit að steinum. „Við förum upp í fjöll og niður í fjöru. Núna erum við reyndar hætt að fara í skriður að leita steina, því við getum það ekki lengur,“ segir Guðbjörg og tekur fram að auk þess noti þau tækifærið á ferðalögum sín- um erlendis til þess að vera á útkíki eftir sérstökum steinum. | 6 Þau slá ekki slöku við Morgunblaðið/Ásdís Samhent og iðjusöm hjón Steinar Steinsson og Guðbjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.