Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 44
44 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HólmgeirBjörnsson fædd-
ist á Mjóeyri á Eski-
firði 15. maí 1934.
Hann lést á 25. des-
ember síðastliðinn –
jóladag. Foreldrar
hans voru: Björn
Tómas Ingimar Jón-
asson, f. á Eskifirði
hinn 17. febrúar
1901, d. 12. júní
1971, og Kristín El-
ísabet Ásmunds-
dóttir, f. á Fá-
skrúðsfirði hinn 2.
nóvember 1898, d. 5. mars 1973.
Hólmgeir var fjórði í aldursröð
systkina sinna. Hin eru: Ásmund-
ur, Vigdís Júlíana, Jónas Guðgeir,
Birna Ósk, Valsteinn Þórir og
Olga Aðalbjörg.
Hólmgeir fluttist snemma suð-
ur og lauk prófi frá Skipstjóra- og
stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1963.
Hinn 14. apríl 1963 kvæntist
Hólmgeir Hansínu Jónu Trausta-
dóttur, hárgreiðslumeistara og
framhaldsskólakennara, f. 9. jan-
úar 1941 í Keflavík, og bjuggu
þau allan sinn búskap í Reykjavík.
Eignuðust þau fjór-
ar dætur og eru
þær: 1) Sigurborg
Íris, hárgreiðslu-
meistari, f. 2. októ-
ber 1966. Eig-
inmaður hennar er
Árni Eiríkur Berg-
steinsson hár-
skerameistari, þau
eiga tvær dætur,
Hönnu Kristínu tíu
ára og Línu Rut sex
ára. 2) Kristín El-
ísabet, sjúkraþjálf-
ari, f. 11. júní 1969.
Eiginmaður hennar er Agnar
Birkir Helgason rafvirki, börn
þeirra eru Hólmgeir Gauti níu
ára, Helgi Björn sjö ára og Agnes
Lea eins árs. 3) Áslaug Eir, stjórn-
málafræðingur, í meistaranámi
við H.Í. Sambýlismaður hennar er
Pétur Kristmanns bifvélavirki,
synir þeirra eru Guðlaugur Geir,
sex ára og Ríkharður eins árs. 4)
Vigdís Birna, hjúkrunarfræði-
nemi við HÍ. f. 23. mars 1982.
Unnusti hennar er Sigurjón
Magnússon verkfræðinemi við HÍ.
Útför Hólmgeirs hefur farið
fram.
Heima í Vesturberginu var alla tíð
mikið líf og fjör, pabbi var mjög
stoltur af stelpunum sínum fjórum
og hafði endalausa þolinmæði í að
hafa opið hús fyrir stóra vinahópa
sem fylgdu hverri stelpu fyrir sig.
Oft kom það fyrir að hann var í kaffi
í eldhúsinu með einhverri af vinkon-
um dætra sinna þó þær væru ekki
heima.
Pabbi hafði mikinn metnað fyrir
námi okkar, líkt og mamma, og
studdi hann dyggilega við bakið á
okkur. Hann fylgdi okkur öllum vel
eftir, mætti á íþróttaleiki, hesta-
mannamót, fór með okkur á skíði og
að renna fyrir fisk, jafnframt því að
kenna okkur grunnatriði baksturs
og eldamennsku.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar við hugsum til pabba er
hjálpsemi. Pabbi var sá maður sem
alltaf var til staðar þegar maður
þurfti á honum að halda og eins var
hann til staðar þegar ekkert var um
að vera. Setningin „ég hef ekkert
betra að gera“, situr fastar í okkur
en aðrar þegar við hugsum til hans.
Lýsir sú setning líka hversu umhug-
að honum var um að okkur væri létt
að leita til hans.
Pabbi var ánægður með tengda-
synina fjóra og var hann fljótur að
kynnast þeim og átti gott samband
við þá. Pabbi og í seinni tíð afi, titill
sem hann bar með miklu stolti, var
alltaf að snúast í kringum okkur.
Fjölskyldan var hans aðaláhugamál
seinni árin og eyddi hann sinni orku
og tíma í það. Á sínum yngri árum
var hann hins vegar maður víns og
vífa, mikið fyrir dans og tónlist og
varð honum tíðrætt um þá daga.
Pabbi gat verið kaldhæðinn og
hafði beittan húmor. Utanaðkom-
andi aðilum sem kynntust honum af
eigin raun leist almennt ekki á blik-
una í fyrstu en þeir sem hafa til
lengdar haldið samfloti við pabba
lærðu af eigin raun hversu góðan
mann hann hafði að geyma.
Hátíð ljóss og friðar er viðeigandi
kveðjustund fyrir pabba, hann kunni
vel að meta jólin og ekki síður ára-
mótin. Kramarhús á jólunum og fyllt
egg á áramótunum eru nokkuð sem
pabbi gerði á hverju ári enda mikill
veisluhaldari. Hann elskaði að kaupa
margar og fallegar gjafir handa
stelpunum sínum og ekki minnkaði
gleðin hjá honum þegar hann gat
loksins líka farið að kaupa handa öll-
um afabörnunum sem urðu fleiri
með hverju árinu, honum til mikillar
gleði og ánægju. Nú rétt fyrir jólin
var hann mikið að velta fyrir sér
hver fengi hvaða gjöf þar sem hann
komst ekki af spítalanum til þess að
kaupa þær sjálfur. Hann vildi hafa á
hreinu hvað hver fengi og að það
væri nú eitthvað almennilegt.
Nammi var afi að sjálfsögðu með í
skúffunni á spítalanum til að lauma í
litlar hendur við mikla gleði. Barna-
börnin biðu óþreyjufull eftir að afi
kæmi aftur heim og myndi sækja
þau snemma úr skólanum, labba
með þau í sjoppuna eða bakaríið og
halda síðan kaffiboð heima í Vest-
urberginu. Pabbi var daglega í sam-
bandi við börnin sín öll, stór sem
smá.
Hann kvaddi okkur á jóladag eftir
erfið veikindi. Hans verður saknað
af okkur öllum.
Þínar
dætur.
Tengdafaðir okkar, Hólmgeir
Björnsson, var maður verka frekar
en orða. Hólmgeir var alltaf tilbúinn
til að veita hjálparhönd og ekki stóð
á hans aðstoð þegar dæturnar, hver
af annarri, hófu búskap (þar sem all-
ir hans tengdasynir hófu búskap) í
kjallaranum á Vesturbergi 99.
Kunni hann einnig að meta þá að-
stoð sem honum var veitt og var það
góð nálgun til að kynnast Hólmgeiri
að taka þátt í þeim framkvæmdum
sem planaðar voru, og þá oft með
tveggja til fjögurra tíma fyrirvara.
Að hans mati var hægt að gera allt
sjálfur, ef annars vegar það væri á
færi einhvers, og þá oftast með hjálp
tengdasona.
Hólmgeir lét til sín taka í eldhúsi,
þó einna helst til að fæða fjöldann.
Að eiga fjórar dætur kallar á fjóra
tengdasyni og hefur enginn þeirra
verið matgrannur. Borða til að lifa
var meira hans, heldur en að lifa til
að borða, þó svo mikill og þjóðlegur
sælkeri væri og mátti bjóða honum
allt frá flatböku til nautasteikur af
bestu gerð. Hann var ánægður með
hvað sem á boðstólum var að und-
anskildu grænmeti.
Fylgdist hann vel með öllum
Hólmgeir Björnsson
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
FJÓLU STEINGRÍMSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Seljahlíð.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Seljahlíðar
fyrir góða umönnun.
Edvard K. Kristensen,
Kristín Kristensen, Guðmundur H. Jónsson,
Ingibjörg Árný Kristensen,
Steinunn Kristensen, Tómas Stefánsson,
Jón Valgeir Kristensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR GUNNARSDÓTTUR
frá Eiði, Eyrarsveit,
Rósarima 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk á 11-E og
hjúkrunarþjónustan Karitas.
Bryndís Theodórsdóttir, Guðni E. Hallgrímsson,
Þröstur Theodórsson, Áslaug Árnadóttir,
Lilja Theodórsdóttir, Birgir Guðmundsson,
Hrönn Theodórsdóttir, Davíð Heiðberg,
Freyja Theodórsdóttir,
Sveinn Theodórsson, Ellen María Þórólfsdóttir
og barnabörn.
✝
Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa
okkur hluttekningu og stuðning við fráfall elsku-
legrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARÍU SIGMUNDSDÓTTUR.
Stuðningur ykkar, kveðjur og heimsóknir hafa
hjálpað okkur í sorginni.
Sérstakar þakkir færum við frábæru starfsfólki deil-
dar B-6 á Landspítala, Fossvogi og líknardeild í
Kópavogi.
Ásgeir J. Guðmunsson,
Sigmundur Ásgeirsson, Kristín Ottesen,
Guðmundur Ásgeirsson, Helga Ólafsdóttir,
Þóra Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Gíslason,
Ásgeir Ásgeirsson, Berglind Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem vott-
að hafa okkur samúð og hlýhug vegna andláts
SIGRÚNAR RAKELAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Skólabraut 6,
Grindavík.
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Börkur Hansen,
Silja Hrund Barkardóttir, Jón Gunnar Þórarinsson,
Guðsteinn Haukur Barkarson, Bryndís Böðvarsdóttir,
Ólöf Guðsteinsdóttir Champion,
Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir,
Jón Valgeir Guðmundsson, Erla Stefánsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
vegna fráfalls föður okkar,
MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir hlýja og
góða umönnun.
Guðmundur Magnússon,
Sigþór Magnússon, Valdís Ósk Jónasdóttir,
Kristbjörn Magnússon, Helga Gurli Magnússon.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns og föður,
SVEINBJÖRNS KRISTINS STEINDÓRSSONAR,
Heiði,
Ásahreppi.
Sigurbjörg Finnbogadóttir,
Tryggvi Sveinbjörnsson.
✝
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORSTEINN V. KRISTJÁNSSON
fyrrum bóndi
á Uppsölum,
Svarfaðardal,
sem lést sunnudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Vallakirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján Þorsteinsson, Sæunn Guðmundsdóttir,
Freygarður Þorsteinsson, Elín S. Guðmundsdóttir,
Sigurður Einarsson, Birna Jóhannsdóttir.