Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 39 FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur sími 487 5028 TIL SÖLU BÚJARÐIR OG LÖND Í RANGÁRÞINGI HELLATÚN 2 Í ÁSAHREPPI Landstærð er um 180 hektarar, allt gróið og grasgefið land, sem hallar til suðurs með fallegu útsýni. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús, sem er nýtt sem geymsla. Í gegnum landið rennur lækur sem í er sil- ungur. Jörðinni fylgir veiðiréttur á Holt- amannaafrétti. Verð kr. 108.000.000 SYÐSTA-GRUND UNDIR EYJAFJÖLLUM Landstærð er 43,4 hektarar, allt gróið og mjög grasgefið land. Á jörðinni er steypt fjós og hlaða, stærð 509 fm. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Holtsós og upprekstrarréttur á Holtsheiði. Veðursæld er mikil á þessum stað og útsýni fagurt. Verð kr. 36.000.000 TJARNARBAKKI Í ÞYKKVABÆ Einbýlishúsið Tjarnarbakki í Þykkvabæ, ásamt 17,5 hekturum lands. Húsið er 70 fm, byggt úr timbri árið 1997 og er staðsett miðsvæðis í Þykkvabænum. Landið er allt gróið og grasgefið og hentar vel til beitar. Verð kr. 22.000.000 SUMARHÚSALÓÐIR Í HAUKA- DAL Á RANGÁRVÖLLUM Lóðirnar eru staðsettar á svonefndu Norður- svæði sem eru kjarri vaxnar öldur með boll- um sem veita skjól fyrir vindum. Útsýni er einkar fagurt m.a. til Heklu. Innfalið er vegur að lóðarmörkum og vatnslögn að byggingar- eit. Stærð lóðanna er frá 5.600 til 8.200 fm. Verð pr. lóð er kr. 2.000.000 SUMARHÚSALÓÐ Í LANDI SVÍNHAGA Á RANGÁRVÖLLUM Lóðin er á skipulögðu sumarhúsasvæði í svonefndri Heklubyggð. Stórbrotin náttúra og fallegt útsýni m.a. til Heklu. Innfalið er vegur og vatnslögn að lóðarmörkum. Heimilt er að byggja veglegt hús á lóðinni. Stærð lóðarinnar er 34.300 fm. Verð kr. 3.500.000. LANDSPILDA Í LANDI HAUKA- DALS Á RANGÁRVÖLLUM Stærð spildunnar er 10.050 fm. Hún er kjarri vaxin með aðgengi frá þjóðvegi. Þarna er sérstæð náttúrufegurð og mikið útsýni, m.a. til Heklu. Möguleiki er að fá keyptar þrjár jafnstórar aðliggjandi land- spildur. Verð kr. 2.000.000. Höfum einnig til sölu einbýlishús, raðhús, parhús og íbúðir á Hellu og Hvolsvelli. Sjá nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is Góð 3ja herbergja íbúð í 4ra hæða húsi á horni Laugavegs og Barónsstígs. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, geymsla og hol. Glæsilegt útsýni er til norðurs. V. 18,9 m. 6356 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14. Guðni á bjöllu. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS LAUGAVEGUR 82 4.H. BARÓNSTÍGSMEGIN Laugavegur - verslun og skrifstofuhúsnæði Höfum fengið í einkaleigu glæsilegt verslunar og skrif- stofuhúsnæði við Laugaveginn. Um er að ræða 304,1 fm götuhæð og kjallara og 172,4 fm skrifstofu á 2. hæð. Eignin er laus fljótlega. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson. 6380 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg 2ja herbergja, 79,6 fm íbúð á jarð- hæð, þar af 10,5 fm geymsla. Íbúðin er vel skipulögð og björt. Fermetrafjöldinn nýtist vel, stórt baðherbergi, gott svefnherbergi með stór- um fataskáp og rúmgóð stofa með opið inn í fallegt eldhús. Útgengi úr stofu á sérafnotareit þar sem hægt er að byggja góðan pall. Stórt þvottahús í íbúð. VERÐ 18,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14-15 ÁLFKONUHVARF 23 - 201 KÓP. (Íbúð 002) Sölufulltrúi Akkurat verður á staðnum og sýnir íbúðina. Nánari upplýsingar gefur Anna Lilja í síma 899 0708. Verið velkomin! www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Í einkasölu stórglæsilegt nýlegt parhús á eftirsóttum stað. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar, vönduð gólfefni. Glæsilegt útsýni. Stórar svalir. Innbyggð lýsing. Góðar stofur, 3 góð svefnherbergi. Innangengt í góðan bílskúr. Hiti í plani og stéttum. Eign í sérflokki. Óskað er eftir tilboði í húsið. Sími 588 4477 Lindarbraut – Glæsilegt parhús Eign í sérflokki Kvenkynsorð sem enda á a enda í eignarfalli ft. á na (gata/gatna, rjúpa/rjúpna) nema þau sem enda á ja (ferja - ), þá aðeins ef g eða k er í stofni (sprengja/sprengna, kirkja/kirkna). Undantekningar frá þessum reglum leyna sér ekki (t.d. stofa). Gætum tungunnar SUMUM er það mikið mál að geta keypt áfengi í matvöruversl- unum og líta jafn- vel á það sem mannréttindamál. Það sé skerðing á frelsi ein- staklingsins að ríkið einoki áfeng- issölu og haldi henni í sérverslunum. Heimdellingar telja þetta slíkt stór- mál að þeir hafa skipulagt aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni. Nú hefur áfengisverslunum fjölgað mjög á undanförnum árum. Ég held ég búi við svipaðar aðstæður og flest- ir aðrir í þéttbýli. Þar sem ég bý er vissulega svolítið úr leið fyrir mig að ná í áfengi, en ekki tiltakanlega, og þar sem ég er ekki dagdrykkjumaður veldur þetta mér sjaldnast vandræð- um. Auk þess hefur áfengi ágætis geymsluþol, þannig að það er lítið mál að birgja sig aðeins upp, eins og margir gera með aðrar vörur þegar þeir fara t.d. í Bónus. Menn segja stundum sem svo að það sé ófært að geta ekki keypt sér rauðvínsflösku um leið og kjötið. En fáa heyri ég kvarta undan erfiðleik- unum við að ná í kjöt með rauðvíninu sem maður á inni í skáp. Fyrir mig er það jafnmikið úrleiðis að ná í kjötið eins og vínið. Hverfisverslunin, sem heitir 10–11, er opin allan sólarhring- inn, en ef ég ætla að kaupa eitthvað almennilegt í matinn, þá verð ég fara að jafnlangt og til að kaupa rauðvínið. Þannig er þetta með flestar hverf- isbúðir, sem yfirleitt eru annaðhvort 10–11- eða 11–11-búðir. Og það sem fæst er rándýrt. Mér finnst satt að segja meira um vert að eiga greiðan aðgang að mat- vöruverslun en áfengisverslun og er þó enginn bindindismaður. En frammistaða einkaframtaksins er ekkert óskaplega góð, aðgengi að góðu kjöti eða fiski er hreint ekki betra en að áfengi. Og þjónustan og fagmennskan í áfengisversluninni er auk þess betri en í hverfisbúðinni. Kannski ætti bara að þjóðnýta mat- vöruverslunina? EINAR ÓLAFSSON, bókavörður og rithöfundur. Aðgengi að áfengi og matvöru Frá Einari Ólafssyni: Einar Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.