Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
REIÐVAÐ - GLÆSILEG ENDAÍBÚÐ
4ra-5 herbergja glæsileg 122,7 fm endaí-
búð í lyftuhúsi með sérinngangi af svölum
ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin hefur
verið innréttuð á einkar glæsilegan hátt,
m.a. er granít á vinnuborðum. Stórar svalir.
Fallegt útsýni er til Bláfjalla og víðar. Eign í
sérflokki. V. 33 m. 6250
ÆGISÍÐA - GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Vorum að fá í einkasölu 261,4 fmeinbýlis-
hús við Ægisíðu. Íbúðarrými er skráð 231,5
fm og bílskúr 29,9 fm Húsið stendur á 797
fm glæsilegri hornlóð á eftirsóttum útsýnis-
stað. Arkitekt er Aðalsteinn Richter. Á aðal-
hæð hússins eru tvær glæsilegar stofur-
sem gengið er í niður af palli, borðstofa,
eldhús, snyrting, rúmgott hol ogforstofa.
Gengið er út í garð úr stofu og borðstofu.
Á efri hæð eru 3-4 herbergi, baðherbergi
og hol. Rúmgóðar svalir útaf hjónaherbergi.
Í kjallaraeru herbergi, baðherbergi, þvotta-
hús, búr og hol. Miki lofthæð er í húsinu.
Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið. Hús-
ið er laust til afhendingarfljótlega. 6005
LAUFBREKKA - VERSLUNAR-/ATVINNUHÚSN.
Snyrtilegt 107 fm verslunar-/atvinnuhús-
næði nálægt Toyotaumboðinu. Stutt í
helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðis-
sins. Húsnæðið er bjart með góðri lofthæð,
nýmálað m/ nýju steinteppi á gólfi og snýr
til norðurs. Mjög hentugt fyrir lítinn iðnað,
verslun eða heildsölu. V. 21,4 m. 6377
MIÐLEITI - GIMLI - ÚTSÝNISÍBÚÐ
Glæsileg 4ra herbergja 114,5 fm íbúð á 5.
hæð í „Gimli“ með stórkostlegu útsýni,
ásamt stæði í bílageymslu. Húsið er hann-
að með þarfir eldri borgara í huga og þurfa
kaupendur að vera 55 ára og eldri. Íbúðin
skiptist þannig: Stofa, borðstofa, eldhús,
herbergi, baðherbergi, snyrting, hol (sem er
herbergi á teikningu) og forstofa.
V. 46,0 m. 6371
LUNDARBREKKA - LAUS FLJÓTLEGA
Falleg og rúmgóð 3ja herbergja 88 fm íbúð
á 3. hæð er skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö
herbergi og baðherbergi. Í kjallara er sam-
eiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt
sérgeymslu. Sameiginlegt þvottahús er á
hæðinni. Sameign er nýmáluð og húsið var
viðgert og málað fyrir nokkrum árum.
V. 19,5 m. 6370
VATNSSTÍGUR - 101 SKUGGI - 2.H.H.
Um er að ræða einstaka 136 fm glæsilega
íbúð í hinu nýja Skuggahverfi ásamt stæði í
bílgeymslu. Íbúðin er staðsett á 2. hæð og
með svalir til vesturs. Allar innréttingar eru
sérsmíðaðar og öll gólfefni eru sérvalin.
Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, 3 svefn-
herbergi, eldhús, baðherbergi og snyrtingu.
V. 59,0 m. 6355
LITLIKRIKI - RÚMLEGA FOKHELT
Fallegt 219,3 fm einbýlishús með inn-
byggðum tvöföldum bílskúr á góðum út-
sýnisstað. Húsið er í byggingu og skiptist í
forstofu, snyrtingu, innra hol, eldhús, stofu,
borðstofu, 3 stór svefnherbergi, fataher-
bergi, tvö baðherbergi, tvöfaldan bílskúr,
geymslu o.fl. V. 39,9 m. 6357
DALATANGI - MOSFELLSBÆ
Fallegt einnar hæðar raðhús í Mosfellsbæ.
Húsið er miðjuhús. Góður garður er við
húsið baka til og einnig ný verönd framan
við húsið. Húsið hefur verið mikið endurnýj-
að, meðal annars gólfefni, hurðar, eldhús-
innrétting o.fl. Húsið skiptist í tvö svefnher-
bergi, baðherbergi, geymslu, eldhús og
stofu. Steypt loftaplata er yfir húsinu og er
köld geymsla yfir íbúðinni. V. 24,5 m. 6369
HVASSALEITI - ENDARAÐHÚS
Vel staðsett þrílyft um 258 fmendaraðhús
með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 2
saml. stofur,bókaherb., 5-6 herb., innb. bíl-
skúr o.fl. Stór og vel gróin lóð. Ákv. sala.V.
48,0 m. 6375
FLYÐRUGRANDI - FALLEG
3ja herb. íbúð í mjög vinsælli blokk með-
verðlauna sameign o.fl. Íbúðin snýr inn í
garðinn, til suðurs og er meðmjög stór-
umsuðursvölum. Nýstandsett baðherbergi.
V. 18,9 m. 6372
BIRKIMELUR FRÁBÆRT ÚTSÝNI
Þriggja herbergja 80,5 fm íbúð á 4.hæð í
fremsta fjölbýlishúsinu við Hagatorg með
frábæru útsýni.Íbúðin er ífallegu fjölbýlishúsi
sem hefur verið m.a. steinað að utan.Íbúð-
in skiptist íhol, tvö herbergi, stofu, eldhús
og bað. V. 21,5 m. 6358
DRÁPUHLÍÐ - GLÆSILEG
5 herbergja mjög falleg og vönduð efri sér-
hæð sem skiptist í þrjú svefnherbergi, tvær
samliggjandi stofur, stórt eldhús og bað-
herbergi. Yfir hæðinni er gott geymsluris
auk sérgeymslu í kjallara. V. 31,5 m. 6126
OPIÐ HÚS LAUGAVEGUR 82
4.H. BARÓNSTÍGSMEGIN
Góð 3ja herbergjaíbúð í 4ra hæða húsi á
horni Laugavegs og Barónsstígs. Íbúðin
skiptistþannig: Stofa, tvö herbergi, eldhús,
baðherbergi, geymsla og hol. Glæsilegt út-
sýni er til norðurs EIGNIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13-14.
Guðni á bjöllu. V. 18,9 m. 6356
VATNSSTÍGUR - 101 SKUGGI 2.H.V.
Glæsileg íbúð á 2. hæð í einu af glæsilegri
fjölbýlum í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er í
Skuggahverfinu í húsi nr. 15 við Vatnsstíg.
Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðin er
4ra herbergja og er þvottahús innan íbúð-
arinnar. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi,
stofu, eldhús, baðherbergi, gestasnyrtingu
og þvottahús. Tvennar svalir eru á íbúðinni.
Parketið á íbúðinni er plankaparket úr eik.
V. 50,0 m. 6368
GULLSMÁRI - YFIRBYGGÐAR SVALIR
Falleg 87,1 fm íbúð á 3. hæð með yfir-
byggðum svölum. Íbúðin skiptist í anddyri,
þvottahús, tvö svefnherbergi, baðherbergi,
stofu, eldhús og yfirbyggðar svalir.
Geymsla fylgir á jarðhæð. Stutt er í alla
þjónustu og í verslunarmiðstöðina Smára-
lind. 6374
LAXAKVÍSL - JARÐHÆÐ MEÐ GARÐI
Rúmgóð 107,6 fm 4ra herbergja íbúð á
jarðhæð í fjórbýli. Íbúðin skipstis í anddyri,
eldhús, þvottahús, stofu, sólstofu, þrjú
svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Íbúðin er staðsett efst í Ártúnsholtinu og er
rétt við Ábæjarsafnið. Stutt er í skóla og
útivist. V. 27.6 m. 6373
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2,
110 Reykjavík
Bréf til blaðsins | mbl.is
UM áramótin
varð ljóst að ís-
lenska krónan
hafði fallið um
18% á árinu
2006. Hinn 5.
janúar 2006 rit-
aði Einar Kr.
Guðfinnsson
sjávarútvegs-
ráðherra grein í
Blaðið sem hann
kallaði „Gleðilegt gengisfellingar
ár“. Vissulega hefur hann verið
bænheyrður. Hins vegar eru
svona skrif algjört einsdæmi í ís-
lenskri efnahagssögu. Engum hef-
ur dottið svona nokkuð í hug áður.
Nú liggur það fyrir, að sextíu
ára og eldri eru um 39.000. Eins
eru upplýsingr um það, að pen-
ingaleg eign þeirra er um 210
milljarðar í bönkum og sparisjóð-
um. Innlánsvextir af þessari upp-
hæð gera aðeins um fimm millj-
arða. En á móti kemur rýrnun,
tap, á eign þeirra gagnvart er-
lendum gjaldeyri um 36 milljarða.
Þetta merkir nettótap um 30 millj-
arða. Fáir ættu að gleðjast yfir
þessu.
Svo vildi til sem oftar, að RÚV,
sjónvarp, fjallaði nýlega um hluta-
bréfamarkaðinn á liðnu ári. Þar
kom fram mikill hagnaður á þeim
vettvangi og sumir með djúpa
vasa.
Svo óhönduglega vildi til að ekki
var talin nein ástæða að fjalla um
gengissigið og rýrnun íslenskra
peninga. Því síður að minnast á
stöðu eldri borgara og „plokkun“
á þeim. Því hringdi ég í sjónvarpið
og í símann kom Helgi H. Jóns-
son. Hann vildi ekki ræða sjón-
armið varðandi halla hjá eldri
borgurum og kallaði til konu. Eft-
ir nokkur orðaskipti við hana mat
ég það svo að hún kæmi með
fréttir um „útreið“ á 60 ára og
eldri í verðbólgunni. Svo er þó
ekki.
Mér finnst full ástæða að fjalla
um svona þróun og hversu alvar-
lega er farið með sparnað eldri
borgara. Fólk er beðið að spara,
en í raun þróast það upp í vit-
leysu.
Þessi hópur er tryggasti hópur
bankanna og sparisjóðanna, sem
varðveita peningalega eign hóps-
ins. Engin peningastofnun stendur
undir nafni gagnvart þessu fólki
árið 2006.
Bankarnir hvetja fólkið til að
koma með peninga til sín en í
raun er það stór tap. Þeir hafa
enga „varðveislu“ ábyrgð. Langa-
umastur er KB-bankinn gangvart
þessum hópi, enda þéna þeir mest
og hælast um.
Þetta ástand minnir mann á
gömlu þuluna: „Kallinn í kell-
inguna, kellingin í kálfinn, en ekki
gekk rófan …“
Það kann þó að breytast. Allir
lofa öllu núna. Ókyrrð er á mark-
aðnum. Það er eins og menn viti
af einhverju, sem er framundan og
almenningur hefur áhuga á að
breyta til. Kjör þessa hóps, 60 ára
og eldri, skipta þjóðina miklu
máli.
JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON,
Birkigrund 59, Kópavogi.
30 milljarð-
ar í súginn
– Sjónvarp-
ið þegir
Frá Jóni Ármanni Héðinssyni:
Jón Ármann
Héðinsson