Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 48
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Kvikmyndin Little MissSunshine var frumsýndhér á landi í síðustu vikuá vegum Græna ljóssins. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur hér sem annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Blaðamaður náði sambandi við Valerie Faris, annan leikstjóra myndarinnar, sem stödd var á bið- stofu tannlæknis í Los Angeles á dögunum. Eiginmaðurinn, og hinn leikstjóri myndarinnar, Jonathan Dayton, var í stólnum meðan samtalið fór fram. Hjónin eru afar samrýnd. Þau hafa verið samstarfsfélagar í meira en tvo áratugi og að sögn Faris kom aldrei annað til greina en að leik- stýra myndinni saman. „Við vorum samstarfsfélagar áður en við byrjuðum saman. Þá komum við okkur upp vinnureglum sem við förum enn eftir í dag og ég held að þess vegna gangi samstarfið svona vel,“ segir Faris. Ferilinn hófu hjónin á sjónvarps- stöðinni MTV. „Þar vorum við í mjög gagnlegum vinnubúðum ef svo má að orði kom- ast, sáum um flesta hluta fram- leiðslu þáttarins The Cutting Edge, sem var eins konar heimildaþáttur um hljómsveitir,“ segir Faris en auk þess hafa þau hjón leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda fyrir hljóm- sveitir og tónlistarmenn á borð við The Smashing Pumpkins, Macy Gray, Janet Jackson, Oasis og The Ramones. „Við höfum svo séð fyrir okkur síðustu ár með því að leikstýra sjón- varpsauglýsingum,“ bætir hún við en meðal þeirra vörumerkja sem þau hafa auglýst eru IKEA, Gap, Apple og Sony Playstation. Meðfram auglýsingagerðinni hafa þau Dayton svo verið að glugga í eitt og eitt kvikmyndahandrit. Faris segir það þó hreint ekki hafa verið langþráðan draum að leikstýra kvik- mynd í fullri lengd. „Við höfum alltaf haft áhuga á öll- um formum kvikmyndagerðar og tökum ekkert framyfir annað,“ full- yrðir hún. Ekkert spennandi í upphafi Forsögu Little Miss Sunshine má rekja um sex ár aftur í tímann þegar þau Faris og Dayton fengu handrit Michaels Arndts í hendurnar. „Tveir framleiðendur sem við höf- um þekkt í áraraðir bentu okkur á handritið. Þeir sögðu okkur að það væri um fjölskyldu sem fer í ferða- lag því yngsti meðlimurinn er að fara að taka þátt í fegurðarsam- keppni. Það fannst okkur satt að segja ekkert sérstaklega spennandi hugmynd í upphafi en þegar við lás- um það féllum við fyrir karakter- unum. Okkur leið eins og það hefði verið skrifað fyrir okkur, það var bráðfyndið en hafði samt þungavigt og tilfinningar,“ segir Faris. „Þetta var uppskriftin að einni af þessum myndum sem við elskum en sjáum of sjaldan og við ákváðum að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fá að leikstýra henni.“ Það var þó ekki sjálfsagt því fjór- tán aðrir leikstjórar fengu handritið til yfirlestrar og margir höfðu mik- inn hug á að leikstýra því. „Við þurftum því að grátbiðja og einhvern veginn varð handritið okk- ar,“ segir hún og hlær. Óttinn við gagnrýnendur Þau Greg Kinnear, Toni Collette, Alan Arkin og Steve Carell fara með aðalhlutverkin í myndinni og segir Faris þau hjón hafa ráðið mestu um leikaravalið „enda mikilvægt fyrir leikstjórana að treysta fullkomlega á leikarana. Alveg frá upphafi var það draum- ur okkar að fá Greg Kinnear til að fara með hlutverk fjölskylduföð- urins,“ segir hún. „Til allrar ham- ingju tók langan tíma að gera mynd- ina því þegar við loksins komum að leikaravalinu var Steve Carrell far- inn að láta að sér kveða og við gátum fengið hann til liðs við okkur. Hann var reyndar farinn að leika í The Of- fice svo tökurnar frestuðust aðeins en það var þess virði. Hann er frá- bær í hlutverkinu og varð að leika það.“ Það eru ekki allir leikstjórar svo heppnir, já eða hæfileikaríkir, að frumraun þeirra sé tekið með eins jákvæðum hætti og raun ber vitni. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga til margra af virtustu kvikmyndaverðlaunum dagsins í dag. Hún vann meðal annars áhorf- endaverðlaunin á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í San Sebastián og er tilnefnd til Golden Globe- verðlaunanna sem besta gam- anmyndin. Auk þess keppast kvik- myndaskríbentar í Bandaríkjunum og Evrópu við að hlaða myndina lofi. Eru viðtökurnar eitthvað sem Faris bjóst við? „Nei alls ekki. Við höfum alltaf gert okkur hugmyndir um eitilharða gagnrýnendur sem eirðu engum. Vinir okkar eru reyndar okkar hörð- ustu gagnrýnendur og þegar við höfðum sýnt þeim myndina við góð- ar undirtektir styrktumst við í þeirri skoðun að við værum á réttri leið.“ Hún bætir við að þótt heiðurinn sé mikill gefi kvikmyndaverðlaun þeim ekki eins mikið og að verða vitni að upplifun áhorfenda að myndinni. „Það er best þegar fólk segir okk- ur hvað því fannst að sýningu lokinni og hlær innilega,“ segir Faris og bætir við: „Verðlaun eru hluti af þessu samkeppnisumhverfi sem ég er ekkert alltof hrifin af.“ Rammpólitísk Myndin segir sem áður sagði frá ferðalagi bandarískrar fjölskyldu á leið með yngsta meðliminn í fegurð- arsamkeppni fyrir börn. „Myndin er gagnrýnin á hluti inn- an bandarísks samfélags. Pabbinn er staðalímynd þessarar stöðugu samkeppni og þeirrar skoðunar að við getum öll orðið best, bara ef við reynum nógu mikið. Ég held að við myndum aldrei gera mynd sem væri án gagnrýni á samfélag okkar,“ seg- ir Faris og segist rammpólitísk. „Það er erfitt að búa í Bandaríkj- unum í dag og vera ekki stöðugt að gagnrýna stöðu okkar í heiminum í dag.“ Hún segir kostinn við handritið fyrst og fremst þann að þar er vakin athygli á ýmsum meinum samfélags- ins „án þess þó að taka til þeirra skýra afstöðu eða rökræða það eitt- hvað frekar“. Mælir með bíóferð Aðspurður upplýsir blaðamaður leikstjórann um að Little Miss Suns- hine hafi þegar verið tekin til sýn- ingar hér á landi. „Æ ég vildi að við hefðum getað komið og verið viðstödd frumsýn- inguna,“ segir Faris að bragði. „En ef það er eitthvað sem mig langar að segja við íslenska áhorf- endur þá vil ég mæla með því að allir sjái myndina í bíó. Ég held að það sé skemmtilegra að hlæja saman í hóp yfir þessari mynd heldur en einn heima í sófa.“ Faris segir enn ekkert ákveðið um framhaldið, hvað þau hjón taki sér næst fyrir hendur. „Við erum að skoða fjögur handrit þessa dagana sem bjóða upp á að verða minni bíómyndir. Við erum nú ekki komin lengra en það,“ upplýsir Faris sem talar alltaf í fleirtölu þeg- ar talið berst að starfi hennar. „Ég vil ekki gera lítið úr neinum en við höfum fengið tilboð um að leikstýra stórum myndum, dýrum framleiðslum með fullt af starfsfólki og frægum leikurum. Okkur finnst það hins vegar ekki eins spennandi þar sem við viljum geta haldið sjálf utan um hlutina. Við viljum geta haft áhrif á handritið og hafa mögu- leikann á að breyta eftir okkar höfði.“ Uppskriftin að mynd sem við elskum Ferð í fegurðarsamkeppni Það kemur ýmislegt uppá í ferðlagi fjölskyldunnar. Abigail Breslin, Toni Collette, Steve Carrel og Greg Kinnear í hlutverkum sínum í Little Miss Sunshine. Reuters Samrýnd Leikstjórarnir og hjónin Valarie Faris og Jonathan Dayton. Kvikmyndin Little Miss Sunshine hefur fengið nær einróma lof gagnrýnenda víða um heim en hún er frumraun bæði leikstjóra og handritshöfundar á sviði kvikmynda Í HNOTSKURN » Little Miss Sunshine erfyrsta kvikmynd leikstjór- anna Valerie Faris og Jonat- hans Daytons. » Myndin er gerð eftirhandriti Michaels nokkurs Arndts, en þetta er fyrsta kvikmyndahandritið sem hann sendir frá sér. » Þrátt fyrir þetta erhreint enginn grænjaxla- svipur á myndinni, sem hefur fengið nær einróma lof gagn- rýnenda víða um heim. » Little Miss Sunshine ersýnd í Smárabíói og Regnboganum undir merkj- um Græna ljóssins sem þýðir meðal annars að ekkert hlé er gert á sýningu mynd- arinnar. staðurstund Camerarctica leikur meðal ann- ars verk eftir Telemann og Sjos- takóvitsj á tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins í kvöld. »52 tónleikar Þorgeir Tryggvason segir að sýning LR á Degi vonar lukkist á endanum, þótt ýmislegt sé við hana að athuga. »52 leiklist Í sjónspegli segir Bragi Ás- geirsson m.a. að heimurinn sé abstrakt og lífið óraunverulegur raunveruleiki. » 50 myndlist Búið er að eyða myndbands- upptökunni sem sýnir þegar gaddaskata stingur hinn ást- sæla Steve Irwin til bana. »54 fólk Jóhann Helgason hefur verið valinn bæjarlistamaður Sel- tjarnarness árið 2007, en þangað flutti hann 1981. » 53 tónlist |sunnudagur|14. 1. 2007| mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.