Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 26

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 26
stjórnmál 26 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ S vo ég hefji leikinn á að vitna orðrétt í þig á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í Keflavík 2. desember sl. þá sagðir þú: „Vandi Samfylk- ingarinnar liggur í því að kjós- endur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til.“ Var þetta klókt útspil hjá for- manni Samfylkingarinnar, svona skömmu fyrir kosningar? Hver er staðan núna innan Samfylk- ingarinnar? „Ég var í þessari ræðu að vísa til þess hver staða flokksins hefur verið, samkvæmt skoð- anakönnunum. Þegar flokkur er að mælast und- ir kjörfylgi, eins og við höfum verið að gera í könnunum, þá segir það manni auðvitað það, að það vantar eitthvað upp á traustið frá kjós- endum. Þetta var sú staða sem ég var að færa í orð. Ég er hins vegar alveg sannfærð um, og það sagði ég líka í þessari svonefndu Keflavík- urræðu, að núna eru allar forsendur til að það verði viðsnúningur fram að kosningum. Þetta er auðvitað flokkurinn minn, sem ég trúi og treysti á og sem ég veit hvers er megn- ugur, sem ég var að tala við með þessum hætti. Það má kannski segja að ég hafi verið að tala eins og þjálfari við lið sitt í hálfleik. Lið sem er undir. Ég var að segja að við hefðum ekki skor- að nógu mörg mörk í fyrri hálfleik. Nú yrði að verða á því breyting og við yrðum að skora fleiri mörk í seinni hálfleik.“ Er hluti af þingflokknum – Ef við höldum okkur við samlíkingar úr íþróttamáli, þá ert þú þýðingarmikill leikmaður ekki satt, raunar bæði í hlutverki þjálfarans og fyrirliðans. Má þá ekki segja að þú hafir einnig verið að segja að kjósendur þyrðu ekki að treysta þér? „Ég er hluti af þingflokknum og er því alls ekkert undanskilin í þessari ræðu. Ég þarf að minna kjósendur á það sem í mér býr.“ – Heldur þú að það geti verið að ákveðinn hluti kjósenda Samfylkingarinnar sem treysti þér áður, treysti þér ekki lengur, eftir að þú yf- irgafst stól borgarstjóra með þeim hætti sem raun varð á? „Ef svo er, þá hefði það átt að endurspeglast í alþingiskosningunum 2003, sem voru kosning- arnar eftir að ég fór úr borgarstjórastólnum. Í þeim kosningum var ég forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Það kann að vera að ein- hverjir hafi ekki fyrirgefið mér en ég er einfald- lega þeirrar gerðar að ég get ekki hugsað mér að sitja á valdastóli í gíslingu manna sem vilja stjórna þó þeir hafi takmarkað umboð frá al- menningi. Skoðanakannanir hafa gjarnan verið okkur í Samfylkingunni óhagstæðar. Ég lít á skoðanakannanir sem eins konar hitamæli; þær segja okkur hvernig landið liggur á hverjum tíma, en besta forspárgildið fyrir úrslit kosninga eru síðustu kosningar. Við höfum einfaldlega engan annan betri mælikvarða.“ – Þegar þú talaðir um þingflokk Samfylking- arinnar með ofangreindum hætti, komu fram kenningar um að þú værir í raun og veru ekki að ávarpa þingflokkinn sem slíkan, heldur fyrrum formann Samfylkingarinnar, þingflokks- formanninn og svila þinn Össur Skarphéð- insson. Hvað segir þú um slíka kenningu? „Hún er einfaldlega röng. Um hana er ekkert annað að segja. Össur tók nú bara við þing- flokksformennskunni í haust og hann hefur staðið sig vel í því að stýra þingflokknum.“ – Hvers vegna tók hann við af Margréti Frí- mannsdóttur sem formaður þingsflokksins? Það er önnur kenning um að þú hafir alls ekki viljað hafa Margréti áfram sem formann þingflokksins og af tveimur slæmum kostum hafir þú valið Össur og talið hann skárri kostinn. – Hér hlær Ingibjörg Sólrún dátt, kannski líkt og þegar hún skellihló í Kryddsíldinni, eftir að Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, brýndi raust sína í hennar garð og nánast hvæsti: „Slappaðu af!“ Segir svo: „Nei, nei, nei. Þetta er alveg fáránlegt. Ég hefði svo vel getað hugsað mér að hafa Margréti Frí- mannsdóttur áfram sem þingflokksformann. Margrét ákvað einfaldlega nú í haust að hætta í pólitík og gefa ekki kost á sér í kosningunum í vor. Það var því sameiginleg niðurstaða okkar Margrétar, að það færi best á því að Össur tæki við þingflokksformennskunni.“ Kárahnjúkamálið erfitt – Í Kryddsíldinni á gamlársdag hafðir þú á orði að gríðarlega mikil málefnavinna hefði farið fram innan ykkar flokks. Hverju hefur slík vinna skilað ykkur og hverju telur þú að hún muni skila Samfylkingunni? „Hún skilar gríðarlega miklu. Stefnumót- unarvinna skiptir sköpum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stjórnmálaflokka eða aðra. Það er ekki bara stefnan sem er mikilvæg heldur er það ekki síður sjálft vinnuferlið sem skiptir máli. Það er samvinnan í stórum hóp, sem hugsar sig saman í gegnum flókin mál, sem leggur grunn- inn að sterkri málefnalegri stöðu. Það hefur Samfylkingunni tekist að gera. Samfylkingin á t.d. stóran hlut í vinnu s.k. auðlindanefndar, sem lagði til efniviðinn í þau frumvörp sem iðnaðarráðherra og umhverf- isráðherra munu leggja fram í þinginu, eftir þinghlé. Samfylkingin knúði það m.a. fram í þinginu, þegar frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var til umræðu, að það væri farið í þessa vinnu, þótt því frum- kvæði hafi nú ekki verið fagnað í byrjun og stjórnarliðar kvartað um málþóf. Við börðumst fyrir því með oddi og egg, með Jóhann Ársæls- son fremstan í flokki, að mótaðar yrðu tillögur um það hvernig standa ætti að úthlutun á virkj- analeyfum og rannsóknaleyfum og hvernig al- mennt ætti að móta gagnsæjar leikreglur í kringum auðlindamálin. Það var með öllu ól- íðandi að iðnaðarráðherra hefði þetta vald einn og gæti úthlutað leyfum eftir geðþótta. Þetta gerðum við eftir að mikil vinna hafði farið fram í framtíðarhópi Samfylkingarinnar, þar sem rætt var um auðlindanýtingu, auk þess sem þingflokkurinn mótaði tillögur sínar um „Fagra Ísland“ sem tekur á náttúruvernd- arþætti málsins.“ – Ertu með þessu að segja að þú teljir að það geti myndast þverpólitísk samstaða á Alþingi, um úthlutun virkjanaleyfa nú eftir að þing kem- ur aftur saman? „Ég held að niðurstaðan í starfi þessarar nefndar, sem iðnaðarráðherra setti á laggirnar, hafi verið góð, vegna þess að þarna er búið að skapa ákveðnar leikreglur um það hvernig á að standa að úthlutun á rannsókna- og virkj- analeyfum. Aðferðafræðin er sem sé klár og það er mjög mikils virði. Hins vegar er langt frá því að það sé þverpólitísk samstaða um einstaka virkjanakosti sem eru inni í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hún hlýtur núna að koma til kasta Alþingis og inn í henni eru virkjanir sem við í Samfylkingunni getum ekki samþykkt og nægir þar að nefna virkjanir í Brennisteinsfjöllum. Við erum þeirrar skoðunar að til að skapa sátt um þessi mál þá vanti okkur rammaáætlun um náttúruvernd til mótvægis við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Út á það ganga tillögur okkar um „Fagra Ísland“.“ Kaffibandalagið – Víkjum aðeins að hugsanlegu stjórnarsam- starfi, í kjölfar alþingiskosninganna í maí í vor. Ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið talsvert á ferðinni upp á síðkastið og komið að máli við þingmenn Sjálfstæðisflokksins og lýst áhuga á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Eru þessi samtöl með þinni vitund og vilja og jafnvel að þínu undirlagi? „Ég hef ekki skipulagt nein slík samtöl en það er fullkomlega eðlilegt að þingmenn beri saman bækur.“ – En þú veist af þeim samtölum sem ég er að vísa til? ,,Í pólitík skiptir máli að tala saman og það fylgir starfinu að þingmenn Samfylkingarinnar sem annarra flokka kanni hvernig landið liggur. Það er ekkert óeðlilegt við það, síður en svo, enda geri ég ráð fyrir að þeir eigi slík samtöl við þingmenn úr öllum flokkum. Ég legg hins vegar mikla áherslu á að það verður ekki mynduð rík- isstjórn fyrir kosningar vegna þess að kjós- endur eiga eftir að fella sinn dóm. Í aðdraganda kosninga hljótum við auðvitað fyrst og fremst að leggja áherslu á þau framfaramál sem við telj- um mikilvægt að verði verkefni nýrrar rík- isstjórnar. Síðan eftir kosningar, þá tekur við stjórnarmyndun sem tekur mið af vilja kjós- enda. Hún stendur ekki yfir núna.“ – En hvað með „Kaffibandalagið“? Heldur það, eða er það bara einhvers konar sjónhverf- ing fram yfir kosningar? „Það er engin sjónhverfing en það er mik- ilvægt að muna um hvað það bandalag snýst. Þegar hið s.k. Kaffibandalag varð til, þá gerði ég þegar í upphafi grein fyrir því, að það væri alveg skýrt í mínum huga að hér hefði ekki orðið til kosningabandalag stjórnarandstöðunnar. Með öðrum orðum, við erum ekki í sameiginlegri stefnumótun í aðdraganda kosninga. Kaffi- bandalagið varð hins vegar til um tvenns konar markmið. Annars vegar að stilla saman strengi í þinginu í vetur sem stjórnarandstaða og hins vegar gáfum við það út, að ef meirihluti stjórn- arflokkanna félli í þingkosningunum í vor, þá myndum við stjórnarandstöðuflokkarnir tala fyrst saman um stjórnarmyndun. Við lýstum því yfir, að ef leikar færu svo, þá teldum við að í því væru fólgin skilaboð frá kjósendum, sem okkur bæri að hlusta á.“ – Svo ég vitni aftur í Kryddsíldina á gaml- ársdag, þá tel ég að fjölmargir, sem horfðu á þann þátt, séu ekki ýkja trúaðir á að þessir þrír stjórnarandstöðuforingjar, sem þar sátu, Ingi- björg Sólrún, Steingrímur J. Sigfússon og Guð- jón A. Kristjánsson, muni eiga auðvelt með að ná saman eftir kosningar. Þar vísa ég annars vegar til þess ágreinings sem augljóslega var uppi á milli þín og Steingríms J. um það hver ætti að vera forsætisráðherraefni slíkrar sam- steypu, þar sem hann gat ekki fallist á það sjón- armið þitt að eðlilegt væri að forsætisráðherra væri formaður stærsta flokksins í samstarfinu og hins vegar til þess, að hvorki þú né Stein- grímur J. virtust hafa mikinn áhuga á að vinna með Frjálslynda flokknum og sameinast um innflytjenda- og nýbúamálflutning þess flokks. Hvað segir þú um svona snöggsoðna fréttaskýr- ingu? „Þegar þessi orð þín eru skoðuð, verður að hafa eitt í huga. Stjórnarandstaðan á Alþingi valdi sig ekki saman, ákvað ekki að vera saman í stjórnarandstöðu, hún lenti saman. Það er því alls ekki hægt að gera sömu kröfur til hennar og stjórnarflokkanna um að þar ríki einurð, sam- staða og samhljómur. Þær kröfur er hægt að gera til ríkisstjórnarflokkanna sem hafa valið að starfa saman, en hver stjórnarandstöðuflokkur starfar auðvitað og talar á eigin forsendum. Auðvitað hljóta flokkarnir í stjórnarandstöðu, hver um sig, að hafa til þess svigrúm og frelsi, að leggja áherslu á þau mál sem þeir standa fyrir og skapa þeim ákveðna sérstöðu. Það er engin ástæða til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir séu að gefa nokkurn afslátt í þeim efnum. Þegar kemur síðan að því, að mynda ríkis- stjórn, þá verður það auðvitað gert á grundvelli ákveðinna málefna. Það á við um okkur í Sam- fylkingunni og væntanlega um aðra flokka. Varðandi Kryddsíldina og það sem fór okkar á milli, annars vegar mín og Steingríms J. og hins vegar Guðjóns Arnars, þá er það nú bara þannig að auðvitað getur kastast í kekki á milli okkar eða orðið ákveðinn pólitískur núningur, eins og á milli annarra stjórnmálaforingja. Mál- ið er ekki flóknara en það. Það er auðvitað alltaf ákveðin samkeppni í gangi og ekkert óeðlilegt við það. Ég hef hins vegar þá staðföstu skoðun, að þegar Samfylkingin fer í ríkisstjórn, þá eigi það að marka ákveðin tímamót á þremur mála- sviðum sem hin nýja jafnaðarstefna byggist á. Í fyrsta lagi á ég við velferðarmálin, en þar yrðu að verða ákveðnar breytingar sem stuðla að auknum jöfnuði í íslensku samfélagi; í öðru lagi þá þyrfti að verða skýr stefnubreyting í þágu umhverfismála og náttúruverndar á Íslandi og í þriðja lagi þá teljum við í Samfylkingunni að nú verði að taka til hendinni í jafnréttismálunum og þar þurfi að nást sýnilegur og mælanlegur ár- angur.“ Málefni aldraðra í forgang – Það styttist í kosningar, eða eins og þú hef- ur stundum tekið til orða, það er bara korter í kosningar. Hverjar verða helstu áherslurnar í breyttu velferðarkerfi, sem Samfylkingin myndi beita sér fyrir, samkvæmt hinni „nýju jafnaðarstefnu“ eins og þú kemst að orði? „Í velferðarmálum lúta höfuðáherslurnar í mínum huga að öldruðum. Málefni þeirra vil ég setja í forgang og tel raunar að það sé til hábor- innar skammar hvernig við höfum búið að ákveðnum hópum aldraðra. Það finnst mér vera eitt af meginmálunum sem við þurfum að takast á við. Það þarf að endurskoða lífeyriskerfið og bæta kjör þeirra sem hafa takmarkaðar lífeyr- isgreiðslur. Þá er gríðarlega mikilvægt að leysa vanda aldraðra hjúkrunarsjúklinga. Varðandi þau mál finnst mér við standa andspænis svip- aðri stöðu nú í ársbyrjun 2007 og við stóðum andspænis í Reykjavík árið 1994 í leikskóla- málum. Þá hafði meirihlutinn í borginni, Sjálf- stæðisflokkurinn, skellt skollaeyrum við vax- andi og aðkallandi þörf fjölskyldnanna í borginni fyrir leikskólaþjónustu og sama máli gegndi reyndar um einsetningu skólanna. Hér höfðu þess vegna safnast upp gríðarlegir biðlist- ar og fólk fékk enga lausn sinna mála. Það sama hefur verið að gerast í stjórnartíð þessarar rík- isstjórnar, sem hefur sýnt algert andvaraleysi gagnvart vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými fyr- ir aldraða. Það hefur ekkert gerst sem heitið getur síðastliðin fimm ár. Nú er einfaldlega kominn tími til að þar verði breyting á og þetta mál verði leyst. Nú bíða um 400 aldraðir ein- staklingar í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og það verður auðvitað að leysa vanda þessa fólks. Þar að auki eru um 900 manns sem búa í þving- aðri sambúð, þ.e. eru ekki á einbýlisstofum inni á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þetta er auð- vitað fjarri því að geta talist boðlegt. Svo er það staðreynd að öldruðum og háöldr- uðum mun fjölga verulega á næstu árum og ára- tugum, þannig að þörfin á bara eftir að vaxa. Samhliða uppbyggingu hjúkrunarheimila þurfum við að sjálfsögðu að styrkja og efla til muna heimahjúkrun og heimaþjónustu, þannig Völd og valdabarátta e Formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist telja að það sé einfaldlega í samræmi við leikreglur lýðræðisins, að stærsti flokkurinn í ríkisstjórnarsamstarfi leiði samstarfið. Rúmlega hálft annað ár er síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði svila sinn, Össur Skarhéðinsson, að velli í formannskjöri Samfylkingarinnar. Síðan hafa skipst á skin og skúrir í fylgismálum Sam- fylkingarinnar. Agnes Bragadóttir tók hús á formanni Samfylkingarinnar í vikunni og ræddi við hana um stöðu flokks hennar, nú í aðdraganda kosningabaráttu, helstu baráttumál Samfylking- arinnar og horfur og áherslur hvað varðar stjórnarmyndun í kjölfar kosninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.