Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 37
UMRÆÐAN
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali
BÁRUGATA-GLÆSILEG - OPIÐ HÚS
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
Barugata 10, 101 Reykjavík, efri hæð.
Opið hús í dag frá kl 16-17. Glæsileg
eign í þessu fallega húsi við Bárugötu í
Reykjavík. Um er að ræða 156,9 fm. íbúð,
hæð og ris, auk 30 fm. bílskúrs. Eignin
hefur verið nýlega endurnýjuð að miklu
leyti að innan sem að utan, sama gildir
um bílskúrinn. falleg og vönduð gólfefni
og innréttingar. Þrú svefnherbergi og tvær stofur. Verð 69 milljónir.
Sindri tekur vel á móti væntanlegur kaupendum í dag frá kl 16-17.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15
ÁLFKONUHVARF 27 - BÍLAGEYMSLA
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
MJÖG VÖNDUÐ 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ
Á JARÐHÆÐ Í FJÖLBÝLISHÚSI ÁSAMT
STÆÐI Í LOKAÐRI BÍLAGEYMSLU.
Eldhús með fallegri eikarinnréttingu úr
HTH, granít borðplata, stáltæki, háfur yfir
eldavél. 2 góð svefnherbergi með skápum
í báðum. Parket og flísar á gólfum.
Útgengt á hellulagða suðurverönd úr
stofu. Verð 23,9 millj.
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14-15. Ásta á bjöllu.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15
RAUÐARÁRSTÍGUR 1
3ja herbergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlis-
húsi. 2 góðar stofur, auðvelt að nota aðra
sem svefnherbergi. Góð innrétting í eld-
húsi. Svefnherbergi með skápum.
Útgengt á svalir til s-austurs.
GÓÐ STAÐSETNING. ÁHV. HAGST. LÁN
M. 4,15% VÖXTUM KR. 12,2 MILLJ.
GR.BYRÐI UM 73 ÞÚS. PR. MÁN.
Verð 15,9 millj.
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14-15. Katrín sýnir.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Vel staðsett tveggja hæða raðhús
271 fm með innbyggðum bílskúr.
Húsið er vandlega innréttað og vel
umgengið. Góð staðsetning og
útsýni. V. 50 m. 7569
RAUÐÁS
Glæsileg 3ja herbergja 105 fm
íbúð á efstu hæð (þakíbúð) í vön-
duðu lyftuhúsi við Naustabryggju
fast við sjávarbakkann. Mikið út-
sýni yfir Sundin. 2 svalir.
V. 31,5 m. 6263
VIÐ SJÁVARBAKKANN Í BRYGGJUHVERFI
Mjög vel staðsett 174 fm ein-
býlishús og bílskúr 70 fm alls 244
fermetrar. Húsið er rétt við
Hraunjaðarinn á mjög skólsælum
stað. Fallegur garður með mik-
lum gróðri og heitum potti og
garðhúsi. Stórt upphitað bílaplan
framan við bílskúr. Einstök staðsetning. V. 67 m. 7571
SMÁRAFLÖT- GARÐABÆ
TIL AFHENDINGAR STRAX.
Glæsileg 4ra herb. íbúð í hæsta
fjölbýlishúsi höfuðborgarsv. Sérm.
stæði í bílag. fylgir. Íbúðin er merkt
01.01. Íbúðin er 125,2 fm með sérg.
í kj. Íbúðin er til afh. strax, fullb. án
gólfefna. V. 27,9 m. 403
HÖRÐUKÓR 1 - KÓPAVOGI - ÚTSÝNI
Ca 114 fm íbúð á efstu hæð í 3ja
hæða lyftuhúsi sem staðsett er í
suðurjaðri byggðarinnar í Grafar-
holti. Stæði í bílskýli fylgir. Stórar
suðv.svalir. Steinsnar að ganga út í
holt og heiðar. V. 29,4 m. 7372
ÞORLÁKSGEISLI - GLÆSILEG EIGN
STUTT NIÐUR AÐ TJÖRN.
Tæplega 100 fm íbúð á 1. hæð í
góðu lyftuhúsi. 2 svefnh. og 2 sto-
fur. V-svalir. Frábær staðst. beint
fyrir ofan bandaríska sendiráðið.
Laus strax. V. 32 m. 7529
ÞINGHOLTSSTRÆTI
Góð íbúð á 2. hæð í sex íbúða
húsi. Aðkoma frá bílastæði við
Stangarholt. Góðar stofur, suður-
svalir. Sérlega hentug staðsetning.
V. 19 m. 7531
NÓATÚN - VIÐ STANGARHOLT
Vel skipulagt einbýlishús á einni
hæð, alls 196 fm með góðum bíl-
skúr. Í húsinu eru 3-4 góð svefnh.,
stórar stofur og gott eldhús. Mjög
fallegur garður og stórt bílaplan.
VEL SKIPULAGT HÚS. V. 57,9 m. 7334
FURULUNDUR - GARÐABÆ
Mjög góð ca 81 fm íbúð á 3. (2.)
hæð ásamt stæði í bílskýli. 2 svalir.
Nýbúið að taka blokkina í gegn að
utan. Mögul. skipti á 4ra herb. íbúð
í hverfinu. V. 24,5 m. 7522
KEILUGRANDI
Mjög falleg og vel umgengin 2ja
hæða þakíbúð. Íbúðin er 148,8 fm
að stærð og er fallega innr., m.a. er
eldhús með kirsuberjainnr., gólf
neðri hæðar er með náttúrusteini
og gólf efri hæðar með parketi.
Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Glæsilegt útsýni.
V. 35,9 m. 7557
KÓRSALIR - ÞAKÍBÚÐ
NÚ þegar við Íslendingar höfum
tekið við rekstri Keflavík-
urflugvallar þurfum við að kanna
hvernig við getum aukið umsvif og
umferð um völlinn til
að af honum skapist
meiri tekjur.
Sú sérstaða sem
við höfum ennþá,
sem öllum er ljóst
sem að flugmálum
starfa, er einstök
staðsetning Keflavík-
urflugvallar. Flug-
völlurinn er með
kjörstaðsetningu fyr-
ir alla umferð um
Norður-Atlantshafið
og þá ekki síst sem
millilendinga-
flugvöllur. Hinsvegar hefur hann
ekki komið að fullum notum sem
slíkur þar sem ekki hefur verið til
staðar nálægur varaflugvöllur.
Við flugáætlunargerð, í upphafi
flugs, ber flugfélögum að tilgreina
varaflugvöll sem notast yrði við ef
fyrirhugaður lendingarflugvöllur
(aðalflugvöllur) skyldi lokast af
einhverjum ástæðum t.d. veð-
urfarslegum. Varaflugvöllur þarf
að geta tekið við stórum sem
smáum vélum. Stóru vélarnar eru
yfirleitt mjög þungar og mikið
hlaðnar og til að geta tekið á loft á
ný þarf varaflugvöllurinn að vera
með flugbrautir til að mæta þörf-
um þeirra.
Enginn flugvöllur er á Íslandi
sem getur verið varaflugvöllur fyr-
ir stærri vélar t.a.m. getur Reykja-
víkurflugvöllur einungis verið
varaflugvöllur fyrir minni flug-
vélar. Vegna þessa hafa flugfélög
þurft að velja varaflugvöll fyrir all-
ar stærri vélar utan Íslands, t.d. í
Skotlandi. Þetta gerir það að verk-
um að vélarnar hafa þurft að hafa
mun meira af aukaeldsneyti en ef
varaflugvöllur væri til staðar hér á
landi. Í þessu felst gífurlegur
aukakostnaður fyrir flugfélögin,
bæði vegna meiri eldsneytisnotk-
unar sem eykur óþarflega á þyngd
flugvélanna og verður þess
valdandi að þær eyða mun meira
eldsneyti, jafnframt minnkar þá
burðargeta flugvélanna bæði varð-
andi farþega og fragtflutninga.
Þessir auka kostnaðarliðir eru
þess valdandi að margir erlendir
flugrekstraraðilar nýta sér Kefla-
víkurflugvöll ekki sem millilend-
ingaflugvöll. Úr þessu þarf að
bæta til að auka tekjur flugvall-
arins og skapa meiri möguleika
sem tengjast þjónustu fyrir fragt
og farþegaflutninga.
Það að hafa ekki varaflugvöll
fyrir Keflavík hefur í gegnum tíð-
ina kostað íslensku flugfélögin gíf-
urlegar fjárhæðir í aukakostnað
auk tekjumissis bæði fyrir flug-
félögin og ríkið. Millilandavélar ís-
lensku flugfélaganna, hafa t.a.m.
alltaf þurft að hafa mikið magn
aukaeldsneytis þar sem næsti
varaflugvöllur fyrir Keflavík-
urflugvöll er í Skotlandi. Eins og
áður var sagt er Keflavík-
urflugvöllur einstaklega vel stað-
settur sem millilandaflugvöllur,
mitt á milli Norður-Ameríku og
Evrópu og viðskipti á milli Austur-
Evrópu, Rússlands og Kína aukast
jafnt og þétt.
Flugvallarmálin hafa verið mikið
í umræðunni undanfarið, sér-
staklega varðandi Reykjavík-
urflugvöll og Vatnsmýrina og eru
ýmsar hugmyndir á lofti. Margar
þeirra eru með öllu
óraunhæfar t.a.m. að
flugvöllur verði á
Hólmsheiði þar sem að-
flugsskilyrði eru þröng
og veðurskilyrði erfið.
Það er ekki á allra
vitorði að mjög ítarleg-
ar og nákvæmar athug-
anir hafa verið gerðar
um framtíðarskipan
Reykjavíkurflugvallar.
Má þar fyrst nefna
skýrslu bandaríska
verkfræðifyrirtækisins
James C. Buckley Inc.
sem gerð var fyrir Bandaríkja-
stjórn árið 1961. Mikil vinna var
lögð í vinnslu skýrslunnar, sem var
mjög ítarleg og vandlega unnin,
jafnt flugtæknilega sem verk-
fræðilega. Tekið var tillit til að-
flugsskilyrða og staðsetningar.
Skýrslan er 142 blaðsíður með
greinargerð og nákvæmum teikn-
ingum af nokkrum stöðum fyrir
flugvallarsvæði innan marka höf-
uðborgarsvæðisins. Niðurstaða
verkfræðistofunnar var sú að besti
staðsetningarkosturinn fyrir flug-
völl væri á Álftanesi.
Flugvallarmál til íhugunar
Dagfinnur Stefánsson fjallar
um flugvallarmál » Það er ekki á allravitorði að mjög ít-
arlegar og nákvæmar
athuganir hafa verið
gerðar um framtíð-
arskipan Reykjavík-
urflugvallar.
Dagfinnur Stefánsson,
Höfundur er fyrrverandi flugstjóri.