Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 57
dægradvöl
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 e6 5.
d4 cxd4 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rb6 8. Bb3
dxe5 9. Rxe5 Rc6 10. Rf3 Be7 11. Rc3
O-O 12. O-O Rb4 13. a3 R4d5 14. Re4
Bd7 15. Ba2 Hc8 16. Reg5 g6 17. h4
Dc7 18. Bb1 Rf4 19. g3
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Merida í
Mexíkó. Gi. Hernandez hafði svart
gegn J. Garcia Ramirez. 19 … Dxc1!
20. gxf4 Dxf4, svartur stendur nú auð-
veldlega til sigurs. 21. Re4 Bc6 22. He1
Bxh4 23. Rxh4 Dxh4 24. f3 f5 25. Rd2
Dxd4+ og hvítur gafst upp.
Skeljungsmótið – Skákþing Reykja-
víkur stendur yfir þessa dagana í
Skákhöllinni í Faxafeni og kl. 14.00 í
dag hefst 4. umferð mótsins. Áhorf-
endur eru velkomnir.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
(Ó)frumleg vörn.
Norður
♠KD63
♥Á85
♦74
♣10642
Vestur Austur
♠7 ♠ÁG10952
♥KDG9632 ♥104
♦D3 ♦98
♣975 ♣D83
Suður
♠84
♥7
♦ÁKG10652
♣ÁKG
Suður spilar 5♦
Vestur vakti á þremur hjörtum og sú
sögn gekk til suðurs, sem stökk beint í
fimm tígla. Hvernig er líklegt að sá
samningur fari með spaða út? Skoðum
málið: Austur tekur kóng blinds með
ás, spilar aftur spaða og vestur tromp-
ar með þristi. Vestur skiptir svo yfir í
háhjarta. Sagnhafi drepur strax og
notar innkomuna til að svína laufgosa,
sem heppnast. Hann toppar síðan tíg-
ulinn og fær ellefu slagi þegar drottn-
ingin fellur. Allt fullkomlega rökrétt og
eðlilegt, en ekki að sama skapi frum-
legt. Segjum að vestur fái hugljómun
og trompi spaðann með DROTTN-
INGU, en ekki þristi! Sagnhafi mun þá
vafalítið telja sér óhætt að sleppa lauf-
svíningunni og henda þess í stað lauf-
gosanum niður í háspaða. En þá
trompar vestur með hinum vel geymda
þristi og spilið fer einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 lögun, 8 litlir
munnar, 9 hryggð, 10
held, 11 kaka, 13 nemur,
15 menntasetur, 18 moð,
21 hlemmur, 22 skap-
vond, 23 yfirhöfnin, 24
fágar.
Lóðrétt | 2 málmur, 3
hluta, 4 einkenni, 5 af-
kvæmi, 6 mjög góð, 7
þrjóskur, 12
verkfæri, 14 þjóta, 15
veik, 16 guð, 17 vondur,
18 skips, 19 Sama, 20
duglega.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hamur, 4 valan, 7 rósin, 8 rifur, 9 gat, 11 Adam,
13 erta, 14 ætlar, 15 glær,
17 rúma, 20 frá, 22 lundi, 23 lifur, 24 norpa, 25 aðrar.
Lóðrétt: 1 harma, 2 moska, 3 röng, 4 vart, 5 lofar, 6
narra, 10 aular, 12 mær, 13 err,
15 gálan, 16 ærnar, 18 úlfur, 19 aurar, 20 fita, 21 álka.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Loðnan er fundin og kvótinn semkemur í hlut Íslendinga í byrjun er
rétt innan við 150 þúsund tonn. Hvað
er talið að aflaverðmætið sé mikið?
2 Flugvél Flugstoða lenti í óhappi áReykjavíkurflugvelli í fyrradag. Af
hvaða gerð er flugvélin?
3David Beckham hefur ákveðið aðganga til liðs við knattspyrnulið í
Bandaríkjunum. Hvar hefur liðið að-
setur?
4 Carlo Ponti, kvikmyndaframleið-andinn ítalski, er allur. Hverri var
hann kvæntur?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Háskóli Íslands hefur fengið viðbót-
arframlag frá stjórnvöldum til að efla skól-
ann og koma honum í fremstu röð. Hve hátt
er framlagið? Svar: 3 milljarðar. 2. FL Gro-
up hefur hagnast vel á fjárfestingu sinni í
móðurfélagi American Airlines. Hvað er tal-
að um að félagið hafi hagnast mikið á fjár-
festingunni á dag? Svar: Um hálfan millj-
arð. 3. Magni Ásgeirsson kemst ekki til
fundar við félaga sína í hljómsveitinni Su-
pernova í Bandaríkjunum fyrst um sinn.
Hvers vegna? Svar: Hann vantar atvinnu-
leyfi. 4. Útifundur var haldinn á Lækjartorgi
í fyrradag. Hvert var einkennistákn fund-
arins? Svar: Appelsínugular blöðrur.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
Söngkonan Madonna hefur hvattfólk til að ættleiða mun-
aðarlaus börn frá Afríku þrátt fyr-
ir að skýr lög um ættleiðingar séu
ekki fyrir hendi í mörgum ríkjum
álfunnar. Madonna sagði í viðtali
við bandaríska þáttastjórnandann
David Letterman að hún hefði
bjargað lífi eins árs gamals fóst-
ursonar síns er hún tók hann að
sér en söngkonan hefur sætt
harðri gagnrýni vegna þess hvern-
ig að málinu var staðið. Þetta
kemur fram á fréttavef BBC.
Madonna sagði jafnframt í við-
talinu að hún hefði verið vöruð við
því að málið gæti vakið neikvætt
umtal en að það hefði eftir sem áð-
ur komið henni á óvart hversu
mikið hefði verið gert úr málinu í
fjölmiðlum.
Söngkonan segir félagsráðgjafa
hafa varað sig við því að vandamál
gætu komið upp í sambandi við
ættleiðinguna. „Hún réð mér ekki
frá því en sagði mér að búast við
mótvindi og hann fengum við svo
sannarlega,“ sagði Madonna. „Það
má eiginlega segja að við höfum
verið að setja lögin um leið og við
fórum í gegn um þetta ferli.“
Þá sagði hún þörf á lagabreyt-
ingum varðandi ættleiðingar frá
Malaví þar sem milljónir barna í
landinu þurfi á fósturforeldrum að
halda.
Fólk folk@mbl.is
Leikarinn Johnny Depp hefur íhyggju að framleiða kvikmynd
um hið dularfulla morð á njósn-
aranum Alexander Litvinenko, sem
lést í London seint á síðasta ári. Seg-
ir blaðið Variety frá því í dag að
kvikmyndafyrirtækið Warner Brot-
hers hafi keypt kvikmyndaréttinn að
óútkominni bók um málið og að
framleiðslufyrirtæki Depps hafi
fengið það verkefni að kvikmynda
söguna.
Segir í frétt Variety að Depp hafi
hrifist mjög af málinu og fylgst náið
með þróun þess, og að líklegt sé að
hann muni leika aðalhlutverkið í
myndinni jafnframt því að framleiða
hana.
Litvinenko lést á sjúkrahúsi í
London í nóvember eftir að hann
veiktist vegna eitrunar, en honum
var byrlað geislavirka efnið pólon
210. Litvinenko hafði gagnrýnt rúss-
nesk stjórnvöld harðlega og sakaði á
banabeði Vladimír Pútín, forseta
Rússlands, um að hafa fyrirskipað
morðið á sér.