Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 22

Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 22
22 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is S teve Jobs hefur enn og aft- ur sveiflað töfrasprota sínum og afhjúpað nýj- ustu afurð tækniundra- fyrirtækisins Apple. Allir vilja fá bita af þessu nýja epli, sem nefnist iPhone, en Jobs kynnti góð- gætið á Macworld Expo á þriðjudag- inn. Ég er enginn tæknisnillingur en hins vegar mikil áhugamanneskja um fallega og notendavæna hluti. Hinn nýi iPhone er mikið listaverk, sem lengi hefur verið beðið eftir. Orðrómur um tilvist hans hefur verið álíka þrálátur og sá um samband An- gelinu Jolie og Brads Pitt, áður en þau staðfestu hann og eignuðust í kjölfarið dótturina Shiloh Nouvel. Hún er að sjálfsögðu falleg eins og foreldrarnir og að sama skapi stenst iPhone fegurðarvæntingar. Þegar ný tækniundur koma fram býst maður ekki endilega við því að eiga eftir að nota þau sjálfur. En fyrr eða síðar bætist maður í hópinn, það kennir reynslan manni. Bróðir minn minnti mig nýlega á að ég hefði sagt að ég þyrfti ekki farsíma, það væri hægt að ná í mig því kærastinn væri með einn slíkan. (Mér til varnar eru áreiðanlega átta ár síðan þessi fleygu orð voru mælt). Fullyrðingin hjómar nú hreint og beint fáránlega. Möguleikarnir eru margir En hvað hefur iPhone upp á að bjóða? Í tækinu er myndavél, tónlist- arspilari og netsamskiptatæki með tölvupósti, vafra, leit og kortum. Það er með breiðtjaldsskjá og stjórnast af fjölsnertiskjá, sem er ný tækni, og SMS-forritið er með hefðbundnu tölvulyklaborði. Í iPhone er jafn- framt fjöldi forrita og notast tækið við stýrikerfið Mac OS X. Hægt er að nota símann um allan heim en hann er fjögurra bandbreidda. Breiðtjaldsskjárinn er sérstak- lega til þess gerður að hentugt sé að horfa á kvikmyndir af honum og eru gæðin meiri en í öðrum iPod-tækj- um. Sérstakur skynjari sér til þess að skjárinn breytist eftir því hvernig síminn snýr. Í iPhone er ein sann- arlega hentug nýjung, sýnilegt tal- hólf þar sem öll skilaboðin birtast á lista eins og tölvupóstur. Hægt er að sjá frá hverjum skilaboðin eru og velja þau skilaboð sem notandinn vill hlusta á, í þeirri röð sem hann vill. Í staðinn fyrir „skroll“-hjólið sem er á núverandi iPod-gerðum notar maður fingurna á snertiskjá. Hrað- inn stjórnast af því hvernig notand- inn færir fingurinn til á skjánum og auðvelt á að vera að fletta í gegnum tónlist og myndir. Hvað varðar nánari upptalningu á smáatriðum með viðeigandi tækni- tali er vísað til fréttavefjar Apple.is. Þessi kokkteill af farsíma, smá- tölvu og iPod er í eðli sínu margbrot- inn en Apple hefur áður sýnt að fyr- irtækið getur framleitt stílhreina og notendavæna afurð úr slíku samsulli. Margir eru áreiðanlega tilbúnir til þess að kaupa símann bara vegna út- litsins og treysta á það að smám saman læri þeir á tæknina og nýti á endanum möguleikana til fullnustu. Litið til Lagerfelds Fólk getur líka notað tæknina á hvaða hátt sem það vill og ekki endi- lega á þann hátt sem ætlast var til í fyrstu. Fatahönnuðurinn Karl Lag- erfeld er mikill aðdáandi iPod-tón- listarspilarans. Hann færði geisla- diskasafn sitt, sem samanstóð af um 60 þúsund diskum, yfir á spilarana. Hann hundrað stykki, sem dreifð eru um heimili hans víðs vegar um heim- inn. Árið 2004 hannaði hann tösku ætlaða fyrir marga spilara fyrir Fendi-tískuhúsið – ekki liggur fyrir hversu margir keyptu töskuna en hann sjálfur hefur a.m.k. mikla þörf fyrir hana. Fjöldamörg dæmi eru um töskur og hulstur hönnuð fyrir iPod, einnig hérlendis, eins og laxaroðs- hulstrið frá Farmers Market. Annað dæmi frá Karl Lagerfeld um hvaða áhrif tækni hefur á tísku og miðlun er að hann var fyrsti hönn- uðurinn sem gerði sýningar sínar að- gengilegar sem „podcast“ á iTunes. Á tískusýningu Chanel árið 2005 not- aði hann jafnframt risastóra tölu- skjái frá Apple, merkta með tvöfalda C-inu. Hvað skyldi hann eiga eftir að gera með iPhone? Kannski verður bein útsending í símann frá sýning- arpöllunum í París að veruleika? Eða Chanel-iPhone? Vonandi les Jobs þessa grein, þetta er allavega meira spennandi en U2-iPod. Apple hefur hingað til kallað fram Með lífið í lúkunum Þessi kokkteill farsíma, smátölvu og iPod er margbrotinn en Apple hefur áður sýnt að fyrirtækið getur framleitt stílhreina og notendavæna afurð úr slíku samsulli. Reuters Spenningur Hinn nýi iPhone fékk heiðurssess á ráðstefnunni og hópaðist fólk að litla tækinu í glerboxinu. TÆKNI» Í HNOTSKURN»iPhone kemur á markað íEvrópu, og þá einnig hér- lendis, í desember á þessu ári en í Bandaríkjunum heldur fyrr, eða í júní. »Ekki er búið að ákveða verð-ið en Apple IMC á Íslandi giskar á 50 þúsund krónur, án ábyrgðar. » Í tækinu er myndavél, tónlist-arspilari og netsam- skiptatæki með tölvupósti, vafra, leit og kortum. Það er með breið- tjaldsskjá og stjórnast af fjöl- snertiskjá, sem er ný tækni. » iPhone hljómar eins og eitt-hvað úr framtíðarkvikmynd og er tækið líklegt til að breyta samskiptamunstri fólks. » iPod er vinsæll á Íslandi ogaldrei hafa fleiri Apple- tölvur selst hér en á síðasta ári. Líklegt er að vinsældir iPhone verði í takt við þessa þróun. Í nærmynd Nýi síminn frá Apple, iPhone, var sýndur í bak og fyrir. » Orðrómur um tilvist iPhone hefur verið álíka þrálátur og sá um samband Angelinu Jolie og Brads Pitt, áður en þau staðfestu hann og eignuðust dóttur. VIKUSPEGILL» Knattspyrna er geysivinsæl í Banda- ríkjunum. Þar iðkar gríðarlegur fjöldi íþróttina og æfir. Hins vegar vill nán- ast enginn horfa á knattspyrnu, nema kannski nokkrir innflytjendur. Gerð- ar hafa verið nokkrar tilraunir til að færa Bandaríkjamönnum knatt- spyrnuna, en til lítils. Þeir halda fram að knattspyrna sé leiðinleg og tíð- indalítil og þó flykkjast þeir á hafna- boltaleiki sem geta staðið heila eilífð og virðast ganga út á að fjöldi leik- manna bíði hreyfingarlaus eftir að einum manni takist að hitta bolta með priki. Þegar fjallað er um knatt- spyrnu á íþróttasíðum bandarískra dagblaða heyrir til undantekninga að það sé ekki gert í háði. En nú á að reyna til þrautar að koma knatt- spyrnu á kortið vestra og bjargvætt- urinn er enginn annar en David Beckham, sem rökstyðja má að sé frægasti knattspyrnumaður heims. Beckham hefur í fjögur ár stundað fótalist sína hjá spænska liðinu Real Madrid. Þegar hann kom þangað var liðið prýtt slíkum stjörnufans að það hafði viðurnefnið „galacticos“, en nú hallar undan fæti og hefur liðinu ekki gengið verr í hálfa öld. Fabio Capello þjálfara er ætlað að snúa þróuninni við og á miðvikudag kom fram að dagar Beckhams í byrjunarliðinu væru nánast taldir. Þetta var ekki fyrsta merkið um að Beckham væri kominn af hátindinum. Í ágúst var til- kynnt að Beckham yrði ekki valinn í enska landsliðið. Á fimmtudag var síðan tilkynnt að í júlí gengi Beckham til liðs við klúbb- inn Los Angeles Galaxy. „Ég fer ekki vegna peninganna,“ sagði stjarnan. „Ég þarfnast nýrrar áskorunar – svo einfalt er það. Þessi áskorun bauðst. Knattspyrna er gríðarvinsæl alls staðar nema í Bandaríkjunum en það má gera meira úr henni þar en nokk- ur trúir. Ég vil lyfta henni á hærra plan.“ „David Beckham mun hafa meiri áhrif á fótbolta í Bandaríkjunum en nokkur annar íþróttamaður hefur haft á nokkra íþróttagrein, nokkurs staðar. David er líklega sá eini sem getur brúað bilið sem er á milli fót- boltans í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Hann getur orðið Michael Jordan fótboltans,“ sagði Timothy J. Leiweke, forseti fyrir- tækisins Anschutz Entertainment Group, sem á Los Angeles Galaxy. Beckham heldur kannski ekki til Hollywood af peningahvötum, en hann mun þó eiga fyrir salti í graut- inn og gott betur. Tekjur hans næstu fimm árin verða með öllu um 275 milljónir dollara, eða um 19,6 millj- arðar króna, sem samsvarar um 70 milljónum króna á viku. David Beckham og Victoria kona hans eru ekki óþekkt í Bandaríkj- unum. Vinskapur þeirra við Tom Cruise og Katie Holmes hefur verið fréttamatur og sömuleiðis húsnæð- isleit Victoriu Beckham í Los Angel- es. Blaðið Guardian orðaði það þann- ig að Los Angeles hefði verið andlegt heimili Victoriu Beckham, sem löngum hefði sóst eftir að verða fyr- irmynd í tískuheiminum án þess að eiga erindi sem erfiði. Nú yrði borgin hennar raunverulega heimili. Er hins vegar líklegt að David Beckham takist að gera knattspyrnu að alvöruíþrótt í Bandaríkjunum? Hann er frægasti knattspyrnumaður, sem þangað heldur í atvinnumennsku síðan Pele og Franz Beckenbauer, kóngurinn og keisarinn, léku fyrir New York Cosmos í lok áttunda og í upphafi níunda áratugarins. Líkt og Beckham komu þeir til Bandaríkj- anna þegar þeir voru að byrja að dala í sparklistinni og ekki dugði koma þeirra til að hleypa af stað knatt- spyrnuvakningu vestan hafs, frekar Beckham fer til Hollywood Reuters Ímyndin og íþróttamaðurinn Mun David Beckham takast það sem Pele og Franz Beckenbauer mistókst og laða Bandaríkjamenn að knattspyrnunni? SVIPMYND» » „Ég fer ekki vegna peninganna,“ sagði stjarnan. „Ég þarfnast nýrrar áskorunar – svo einfalt er það.“ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.