Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 2

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 14. 1. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 11.742 » Innlit 20.661 » Flettingar 150.359 » Heimild: Samræmd vefmæling BÓNA OG ÞVO Í KULDANUM HÉÐAN FER ENGINN BÍLL SKÍTUGUR, SEGIR GUÐJÓN EIÐSSON, VERKSTJÓRI Á BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐINNI >> 12 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 43/47 Staksteinar 8 Menning 48/55 Veður 8 Sjónspegill 50 Vikuspegill 20/23 Leikhús 52 Hugsað upphátt 25 Myndasögur 54 Forystugrein 32 Dagbók 57/61 Reykjavíkurbréf 32 Staður og stund 58 Umræðan 37/41 Víkverji 60 Bréf 38/39 Velvakandi 60 Auðlesið efni 42 Bíó 58/61 Hugvekja 43 Sjónvarp 62 * * * Innlent  Ekki hefur verið jafnmikill snjór í Reykjavík síðan í desember árið 2001 þegar snjódýpt mældist 31 sentímetri. Í gærmorgun var snjó- dýptin 24 sentímetrar og er t.a.m. meiri á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri. Snjómokstur kostar Reykjavíkurborg um sex milljónir á dag. » Baksíða  Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki verði farið að kröfum samtakanna Sól á Suðurlandi sem vilja íbúakosningu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Árni segir alla geta gert at- hugasemdir í kynningu sem fer fram í gegnum umhverfismat. » Baksíða  Ákveðin samkennd ríkir meðal kvenna á Alþingi, þvert á pólitískar flokkslínur, að mati Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar. Hún fullyrðir að konur séu tillitssamari hver við aðra en almennt tíðkast í pólitík og segist ekki viss um að karlarnir skilji það jafnvel. » Forsíða og 26  Matthías Halldórsson, land- læknir, segist fagna rafrænum að- gangi fólks að eigin sjúkraskrá á netinu ef hægt er að búa svo um að einungis sjúklingurinn sjálfur fái ákveðið pin-númer með aðgangi. Hann segir það geta aukið öryggi sjúklinga þar sem alltaf væri hægt að komast í gögnin þegar mikið lægi við og meðferð gæti orðið markviss- ari. » 4  Læknar á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss gagnrýna stjórnendur LSH fyrir að bregðast ekki við al- varlegum athugasemdum við stjórn- unarlega stöðu BUGL. Þeir eru einnig ósáttir við að heilbrigð- isráðherra hafi ekki beitt sér fyrir úrbótum sem sænskir skýrsluhöf- undar telja nauðsynlegar. » 10–19  Breska netferðaþjónustufyr- irtækið Cheapflights hefur keypt hlut í íslenska flugleitarvefnum do- hop.com. Í tilkynningu frá fyrirtækj- unum segir að um umtalsverðan hlut sé að ræða en kaupverðið verði ekki gefið upp. Starfsemi dohop.com hófst árið 2004. Á vefnum er leitað að ódýrasta flugi á tiltekinni flugleið. » Baksíða Erlent  Norðmenn óttast að mikið um- hverfisslys geti orðið vegna strands flutningaskipsins Server við litla eyju á Hörðalandi á suðvesturhluta landsins á föstudagskvöld. Allri áhöfninni, 25 manns, var fljótlega bjargað með þyrlu. Talið er að allt að 290 tonn af þykkri olíu hafi lekið úr flakinu en skipið brotnaði í tvennt skömmu eftir strandið. Friðland fyr- ir um 220 fuglategundir er rétt við svæðið og einnig eru fiskeldis- stöðvar í grennd. Þegar voru hafnar umfangsmiklar aðgerðir til að reyna að hindra olíumengun á svæðinu en vindátt er sögð hagstæð og ekki víst að tjónið verði jafn mikið og óttast var í fyrstu. » Forsíða Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ORKUVEITA Húsavíkur (OH) hef- ur sótt um nýtingarleyfi á jarðhita úr rannsóknarholu sem boruð var haustið 2005 í Kelduhverfi. Holan er um þrjá km frá bænum Keldu- nesi og á milli Skjálftavatns og Jök- ulsár á Fjöllum, 610 metra djúp og 150 mm víð. Hún gefur um 13 sek- úndulítra af 76°C vatni í sjálf- rennsli. Það er talið henta vel til hitaveitu á 15 bæi í næsta nágrenni. Með dælu á 25 metra dýpi er talið að hægt sé að ná 35–40 sek- úndulítrum úr holunni, en það myndi nægja fyrir meira en 500 manna byggð. Hreinn Hjartarson, veitustjóri OH, sagði að nú þegar rannsókn- arleyfi væri í höfn og umsókn um nýtingarleyfi í vinnslu yrði næsta skref að hanna hitaveitu fyrir bæi í nágrenni holunnar. Hitinn í holunni steig hratt Hann sagði að hitinn í holunni hefði stigið hratt á síðustu metr- unum og því þyrfti líklega ekki að bora nema tvö til þrjú hundruð metrum dýpra til að komast í yfir 100°C vatn. Rannsóknir hefðu leitt í ljós að jarðhitasvæðið í Öxarfirði væri stórt lághitasvæði, en ekki há- hitasvæði eins og áður var talið. Svæðið hentaði því ekki til raforku- vinnslu í stórum stíl, en hitann mætti nýta til hitaveitu og í ýmsum atvinnurekstri. Þannig sýndu við- námsmælingar Íslenskrar orku 2004 að sandar Öxarfjarðar geymdu minnst þrjú lághitasvæði. Rannsóknarholan sem um ræðir var boruð í kjölfar viðnámsmælinga OH við Skjálftavatn 2005. Í mars síðastliðnum greindi OH frá góðum árangri af borun hita- veituholunnar. OH og Keldunes- hreppur stóðu að boruninni með styrk frá orkusjóði. Heildarkostn- aður við borverk var ríflega 16 milljónir króna. Verktaki við þess- ar borframkvæmdir var Jarðbor- anir hf. Ljósmynd/Orkuveita Húsavíkur Fullt af heitu vatni Unnið að borun holunnar í Kelduhverfi á bökkum Jökulsár. Sótt um nýtingarleyfi á jarðhita í Kelduhverfi Holan gefur um 13 sekúndulítra af 76 gráðu heitu vatni Í HNOTSKURN » Viðnámsmælingar Ís-lenskrar orku 2004 sýndu að sandar Öxarfjarðar geymdu minnst þrjú lág- hitasvæði. » Með dælu á 25 metra dýpier talið að hægt sé að ná 35–40 sekúndulítrum úr hol- unni, en það myndi nægja fyr- ir meira en 500 manna byggð. „ÉG fagna því að aukið fjármagn sé sett til eflingar á Háskóla Íslands, því hann hefur fram að þessu verið fjársveltur rétt eins og aðrir háskól- ar landsins,“ segir Björn Þór Jóns- son, dósent við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík. Tekur hann fram að ákvörðun menntamála- ráðherra hafi hins vegar komið sér á óvart því hún sé hvorki í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherra á sjálf sæti í, né sam- þykkt Sjálfstæðisflokksins frá síð- asta flokksþingi þar sem kveðið er á um að besta leiðin til að efla rann- sókna- og vísindastarf hérlendis sé með því að veita fé til opinberra sam- keppnissjóða. Bendir hann á að í slíkum sjóðum sé horft til gæða rannsókna, auk þess sem matskerf- ið, sem byggist á jafningjamati, sé eitt hið besta á landinu. Að mati Björns á alveg eftir að koma í ljós hvaða áhrif hið aukna fjármagn til HÍ eigi eftir að hafa á samkeppnisstöðu háskólanna í land- inu. „Það fer algjörlega eftir því hvaða aðgerðir fylgja í kjölfarið,“ segir Björn og tekur fram að að sínu mati þyrfti m.a. að tvöfalda fjárfram- lag hins opinbera til Rannsóknar- sjóðs sem er stærsti rannsóknar- sjóður landsins, þ.e. úr 600 milljónum í 1,2 milljarða á ársgrund- velli. Bendir hann á að vísindamenn starfi víðar en í HÍ, þ.e. í öðrum há- skólum, í fyrirtækjum auk þess að vera sjálfstætt starfandi s.s. í Reykjavíkurakademíunni. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Þórir Sigurðsson, formaður Félags háskólakennara á Akureyri, sam- fagna HÍ og tók fram að skólinn væri vel að aukafjárveitingunni kominn. Á sama tíma sagðist hann gagnrýna menntamálaráðherra fyrir að mis- muna háskólum og tók fram að fjár- hagsstaða HA væri afar erfið. „Ef HA á að verða virk rannsóknarstofn- un þá þarf meira til, rétt eins í HÍ.“ Gæta þarf að sam- keppnisstöðunni Dósent við HR vill stórauka fjárfram- lög hins opinbera í Rannsóknarsjóð ARON Pálmi Ágústsson, sem af- plánar nú dóm í Texas fyrir kynferð- isbrot sem hann framdi sem barn, er væntanlegur til Ísland í ágúst nk. Afplánun Arons lýkur 17. ágúst og viku síðar á hann bókað flug til landsins. „Hann er mjög spenntur og ætlar að hefja nýtt líf hér á landi,“ segir Einar S. Einarsson, forsvarmaður RFJ-hópsins, sem hefur haft veg og vanda af því að styðja við bakið á Aroni. „Ég held að hann stefni að áframhaldandi námi en Aron hefur stundað háskólanám í sálfræði úti í tæp tvö ár, með áherslu á unglinga- vandamál.“ Nýtt líf Aron Pálmi mun halda áfram sálfræðinámi hér á landi. Ætlar að hefja nýtt líf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.