Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 14. 1. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 11.742 » Innlit 20.661 » Flettingar 150.359 » Heimild: Samræmd vefmæling BÓNA OG ÞVO Í KULDANUM HÉÐAN FER ENGINN BÍLL SKÍTUGUR, SEGIR GUÐJÓN EIÐSSON, VERKSTJÓRI Á BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐINNI >> 12 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 43/47 Staksteinar 8 Menning 48/55 Veður 8 Sjónspegill 50 Vikuspegill 20/23 Leikhús 52 Hugsað upphátt 25 Myndasögur 54 Forystugrein 32 Dagbók 57/61 Reykjavíkurbréf 32 Staður og stund 58 Umræðan 37/41 Víkverji 60 Bréf 38/39 Velvakandi 60 Auðlesið efni 42 Bíó 58/61 Hugvekja 43 Sjónvarp 62 * * * Innlent  Ekki hefur verið jafnmikill snjór í Reykjavík síðan í desember árið 2001 þegar snjódýpt mældist 31 sentímetri. Í gærmorgun var snjó- dýptin 24 sentímetrar og er t.a.m. meiri á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri. Snjómokstur kostar Reykjavíkurborg um sex milljónir á dag. » Baksíða  Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki verði farið að kröfum samtakanna Sól á Suðurlandi sem vilja íbúakosningu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Árni segir alla geta gert at- hugasemdir í kynningu sem fer fram í gegnum umhverfismat. » Baksíða  Ákveðin samkennd ríkir meðal kvenna á Alþingi, þvert á pólitískar flokkslínur, að mati Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar. Hún fullyrðir að konur séu tillitssamari hver við aðra en almennt tíðkast í pólitík og segist ekki viss um að karlarnir skilji það jafnvel. » Forsíða og 26  Matthías Halldórsson, land- læknir, segist fagna rafrænum að- gangi fólks að eigin sjúkraskrá á netinu ef hægt er að búa svo um að einungis sjúklingurinn sjálfur fái ákveðið pin-númer með aðgangi. Hann segir það geta aukið öryggi sjúklinga þar sem alltaf væri hægt að komast í gögnin þegar mikið lægi við og meðferð gæti orðið markviss- ari. » 4  Læknar á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss gagnrýna stjórnendur LSH fyrir að bregðast ekki við al- varlegum athugasemdum við stjórn- unarlega stöðu BUGL. Þeir eru einnig ósáttir við að heilbrigð- isráðherra hafi ekki beitt sér fyrir úrbótum sem sænskir skýrsluhöf- undar telja nauðsynlegar. » 10–19  Breska netferðaþjónustufyr- irtækið Cheapflights hefur keypt hlut í íslenska flugleitarvefnum do- hop.com. Í tilkynningu frá fyrirtækj- unum segir að um umtalsverðan hlut sé að ræða en kaupverðið verði ekki gefið upp. Starfsemi dohop.com hófst árið 2004. Á vefnum er leitað að ódýrasta flugi á tiltekinni flugleið. » Baksíða Erlent  Norðmenn óttast að mikið um- hverfisslys geti orðið vegna strands flutningaskipsins Server við litla eyju á Hörðalandi á suðvesturhluta landsins á föstudagskvöld. Allri áhöfninni, 25 manns, var fljótlega bjargað með þyrlu. Talið er að allt að 290 tonn af þykkri olíu hafi lekið úr flakinu en skipið brotnaði í tvennt skömmu eftir strandið. Friðland fyr- ir um 220 fuglategundir er rétt við svæðið og einnig eru fiskeldis- stöðvar í grennd. Þegar voru hafnar umfangsmiklar aðgerðir til að reyna að hindra olíumengun á svæðinu en vindátt er sögð hagstæð og ekki víst að tjónið verði jafn mikið og óttast var í fyrstu. » Forsíða Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ORKUVEITA Húsavíkur (OH) hef- ur sótt um nýtingarleyfi á jarðhita úr rannsóknarholu sem boruð var haustið 2005 í Kelduhverfi. Holan er um þrjá km frá bænum Keldu- nesi og á milli Skjálftavatns og Jök- ulsár á Fjöllum, 610 metra djúp og 150 mm víð. Hún gefur um 13 sek- úndulítra af 76°C vatni í sjálf- rennsli. Það er talið henta vel til hitaveitu á 15 bæi í næsta nágrenni. Með dælu á 25 metra dýpi er talið að hægt sé að ná 35–40 sek- úndulítrum úr holunni, en það myndi nægja fyrir meira en 500 manna byggð. Hreinn Hjartarson, veitustjóri OH, sagði að nú þegar rannsókn- arleyfi væri í höfn og umsókn um nýtingarleyfi í vinnslu yrði næsta skref að hanna hitaveitu fyrir bæi í nágrenni holunnar. Hitinn í holunni steig hratt Hann sagði að hitinn í holunni hefði stigið hratt á síðustu metr- unum og því þyrfti líklega ekki að bora nema tvö til þrjú hundruð metrum dýpra til að komast í yfir 100°C vatn. Rannsóknir hefðu leitt í ljós að jarðhitasvæðið í Öxarfirði væri stórt lághitasvæði, en ekki há- hitasvæði eins og áður var talið. Svæðið hentaði því ekki til raforku- vinnslu í stórum stíl, en hitann mætti nýta til hitaveitu og í ýmsum atvinnurekstri. Þannig sýndu við- námsmælingar Íslenskrar orku 2004 að sandar Öxarfjarðar geymdu minnst þrjú lághitasvæði. Rannsóknarholan sem um ræðir var boruð í kjölfar viðnámsmælinga OH við Skjálftavatn 2005. Í mars síðastliðnum greindi OH frá góðum árangri af borun hita- veituholunnar. OH og Keldunes- hreppur stóðu að boruninni með styrk frá orkusjóði. Heildarkostn- aður við borverk var ríflega 16 milljónir króna. Verktaki við þess- ar borframkvæmdir var Jarðbor- anir hf. Ljósmynd/Orkuveita Húsavíkur Fullt af heitu vatni Unnið að borun holunnar í Kelduhverfi á bökkum Jökulsár. Sótt um nýtingarleyfi á jarðhita í Kelduhverfi Holan gefur um 13 sekúndulítra af 76 gráðu heitu vatni Í HNOTSKURN » Viðnámsmælingar Ís-lenskrar orku 2004 sýndu að sandar Öxarfjarðar geymdu minnst þrjú lág- hitasvæði. » Með dælu á 25 metra dýpier talið að hægt sé að ná 35–40 sekúndulítrum úr hol- unni, en það myndi nægja fyr- ir meira en 500 manna byggð. „ÉG fagna því að aukið fjármagn sé sett til eflingar á Háskóla Íslands, því hann hefur fram að þessu verið fjársveltur rétt eins og aðrir háskól- ar landsins,“ segir Björn Þór Jóns- son, dósent við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík. Tekur hann fram að ákvörðun menntamála- ráðherra hafi hins vegar komið sér á óvart því hún sé hvorki í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherra á sjálf sæti í, né sam- þykkt Sjálfstæðisflokksins frá síð- asta flokksþingi þar sem kveðið er á um að besta leiðin til að efla rann- sókna- og vísindastarf hérlendis sé með því að veita fé til opinberra sam- keppnissjóða. Bendir hann á að í slíkum sjóðum sé horft til gæða rannsókna, auk þess sem matskerf- ið, sem byggist á jafningjamati, sé eitt hið besta á landinu. Að mati Björns á alveg eftir að koma í ljós hvaða áhrif hið aukna fjármagn til HÍ eigi eftir að hafa á samkeppnisstöðu háskólanna í land- inu. „Það fer algjörlega eftir því hvaða aðgerðir fylgja í kjölfarið,“ segir Björn og tekur fram að að sínu mati þyrfti m.a. að tvöfalda fjárfram- lag hins opinbera til Rannsóknar- sjóðs sem er stærsti rannsóknar- sjóður landsins, þ.e. úr 600 milljónum í 1,2 milljarða á ársgrund- velli. Bendir hann á að vísindamenn starfi víðar en í HÍ, þ.e. í öðrum há- skólum, í fyrirtækjum auk þess að vera sjálfstætt starfandi s.s. í Reykjavíkurakademíunni. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Þórir Sigurðsson, formaður Félags háskólakennara á Akureyri, sam- fagna HÍ og tók fram að skólinn væri vel að aukafjárveitingunni kominn. Á sama tíma sagðist hann gagnrýna menntamálaráðherra fyrir að mis- muna háskólum og tók fram að fjár- hagsstaða HA væri afar erfið. „Ef HA á að verða virk rannsóknarstofn- un þá þarf meira til, rétt eins í HÍ.“ Gæta þarf að sam- keppnisstöðunni Dósent við HR vill stórauka fjárfram- lög hins opinbera í Rannsóknarsjóð ARON Pálmi Ágústsson, sem af- plánar nú dóm í Texas fyrir kynferð- isbrot sem hann framdi sem barn, er væntanlegur til Ísland í ágúst nk. Afplánun Arons lýkur 17. ágúst og viku síðar á hann bókað flug til landsins. „Hann er mjög spenntur og ætlar að hefja nýtt líf hér á landi,“ segir Einar S. Einarsson, forsvarmaður RFJ-hópsins, sem hefur haft veg og vanda af því að styðja við bakið á Aroni. „Ég held að hann stefni að áframhaldandi námi en Aron hefur stundað háskólanám í sálfræði úti í tæp tvö ár, með áherslu á unglinga- vandamál.“ Nýtt líf Aron Pálmi mun halda áfram sálfræðinámi hér á landi. Ætlar að hefja nýtt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.